Framkvæmdaráð

26. fundur 21. mars 2012 kl. 08:15 - 11:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Sigurjón Ingvason embættismaður
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1203229 - Austurkór 133-141. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Raftækjasölunni ehf. og Lindar ehf. verði úthlutað lóðunum Austurkór 133-141.

2.1203161 - Dalaþing 5-7

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð hafnar erindinu.

3.1203259 - Örvasalir 16. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Jóhanni G. Möller og Guðrúnu Drífu Hólmgeirsdóttur verði úthlutað lóðinni Örvasalir 16.

4.1203257 - Útboð á fjarvöktun og öryggisgæslu.

Frá deildarstjóra fasteignadeildar. Óskað eftir heimild til útboðs.

Samþykkt.

5.1104009 - Öryggismál í safnahúsi.

Eftirfarandi var bókað á fundi menningar- og þróunarráðs 7.3.2012:
1104009 - Öryggismál í safnahúsi.Greint frá öryggismálum í safnahúsinu á menningartorfunni.
Ráðið beinir því til framkvæmdaráðs bæjarins að leita lausna á öryggismálum í safnahúsinu.
Hjálmar Hjálmarsson leggur fram eftirfarandi fyrirspurn: Hver er kostnaður við öryggisgæslu á menningarstofnunum?

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra eignadeildar um aðgerðir í öryggismálum.

Samþykkt.

6.1203258 - Bílastæði vestan við safnahús

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, vegna óska um fjölgun bílastæða við safnahús.

Sviðsstjóra falið að ganga þannig frá málum að planið við vesturhlið safnahúss verði ekki notað sem stæði nema fyrir fatlaða og vörumóttöku.

7.1203261 - Verkefni 2012 á útivistarsvæðum

Frá garðyrkjustjóra. Tillaga um verkefni 2012.

Framkvæmdaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Vísað til umhverfis- og samgönguráðs.

8.1203262 - Grassláttur. Heimild til útboðs.

Frá garðyrkjustjóra. Óskað eftir heimild til útboðs.

Samþykkt.

9.1203263 - Garðyrkjumenn. Niðurstaða úr verðkönnun á vinnu.

Frá garðyrkjustjóra.
Þriðjudaginn 20. mars 2012 var opnuð verðfyrirspurn á vegum garðyrkjustjóra Kópavogs. Um var að ræða vinnu garðyrkjumanna, aðallega við trjáklippingar, gróðurflutninga og gróðursetningar.

13 garðyrkjufyrirtæki fengu send gögn í síðustu viku. Eftirfarandi barst:

Bára Guðjónsdóttir ehf.
5.111.000 kr. 90,3%
Borgargarðar ehf.

4.770.000 kr. 84,3%
Stjörnugarðar ehf. (Dax-verk)
5.617.500 kr. 99,2%
Draumagarðar ehf.

4.008.370 kr 70,8%
G.A.P. sf.


4.996.000 kr. 88,3%
Gallerí Garður ehf.

2.585.300 kr. ógilt, aðeins gefið verð í hluta þess sem beðið var um
Garðmenn ehf.


5.733.300 kr. 101,3%
Garðvélar ehf.


5.339.000 kr. 94,3%
Grásteinn ehf.


7.465.000 kr. 131,9%
Gróinn ehf.


4.462.060 kr. 78,8%
Lóðalausnir ehf.


6.438.000 kr. 113,7%

Kostnaðaráætlun

5.661.000kr. 100,0%


Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðandi, Draumagarða ehf.

Samþykkt.

10.1203265 - Húsnæði fyrir gagnaveitu í Efstahjalla.

Tillaga um að leigja Gagnaveitunni húsnæði undir fjarskiptabúnað.

Samþykkt.

11.1203266 - Húsnæði fyrir AA

Frá deildarstjóra eignadeildar. Tillaga um nýtt húsnæði fyrir AA samtökin.

Samþykkt.

12.1203267 - Starfsmannamál í áhaldahúsi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Starfslýsingar. Tillaga um að auglýsa störf.

Framkvæmdaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

13.1203268 - Kaup á félagslegum íbúðum 2012.

Frá deildarstjóra eignadeildar. Tillaga.

Samþykkt að auglýsa eftir íbúðum.

14.1203269 - Leikskóli Rjúpnahæð. Forval.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Óskað eftir heimild til forvals vegna útboðs á byggingu leikskóla á Rjúpnahæð.

Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti að fela sviðsstjóra að vinna áfram að gerð útboðsgagna og auglýsa forval.

15.1203056 - Lóðagjöld. Yfirtökugjöld. Tillaga um breytingu á gjaldskrá.

Frá fjármála- og hagsýslustjóra. Tillaga um breytingu á greiðsluskilmálum lóðagjalda. Frestað á síðasta fundi.

Samþykkt með tveimur atkvæðum með þeirri viðbót að ef lóðarhafar óska eftir skemmri lánstíma en fimm ár verði bréf með Reibor vöxtum plús 2,2 %.

 

Einn sat hjá.

 

 

16.1203277 - Verðkönnun í bifreiðar fyrir Kópavogsbæ

Frá húsverði bæjarskrifstofa og fjármála- og hagsýslustjóra. Mat á tilboðum í bifreiðar fyrir Kópavogsbæ.

Fjármálastjóra falið að leita hagstæðustu kjara.

Fundi slitið - kl. 11:15.