Framkvæmdaráð

63. fundur 07. maí 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
 • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
 • Rannveig H Ásgeirsdóttir varafulltrúi
 • Hafsteinn Karlsson varafulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
 • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
 • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður nefndar
 • Stefán Loftur Stefánsson embættismaður
 • Jón Ingi Guðmundsson embættismaður
 • Friðrik Baldursson embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1404275 - Austurkór 127, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 127 frá Kjarnibygg ehf. kt. 601109-0770. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Austurkór 127.

2.1404115 - Melahvarf 3. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um lóðina Melahvarf 3 frá Jóhanni Jóni Þórissyni kt. 230756-4149. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Melahvarf 3.

3.1404513 - Markavegur 5, umsókn um hesthúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um hesthúsalóðina Markavegur 5 frá Kristni Valdimarssyni kt. 191252-5279. Jafnframt er óskað eftir því að skila lóðunum Markavegur 2 og 3. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Markavegur 5 og að heimilað verði að skila lóðunum Markavegur 2 og 3.

4.1402852 - Hamraborg 14-38, vatnsúðakerfi útboð.

Frá deildarstjóra eignadadeildar

Miðvikudaginn 9. apríl 2014 voru opnuð tilboð í verkið "Vatnsúðakerfi í bílastæðahús, Hamraborg 14 - 38" skv. útboðsgögnum dags. í mars 2014. Útboðið var opið. Verkefnastjóri umhverfissviðs skýrði útboðið. Kópavogsbær greiðir kostnað að hluta skv. samningi. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við AH pípulagnir. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

5.1201366 - Líkamsræktarstöðvar, útboð á húsnæði í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Versölum

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Miðvikudaginn 26. mars 2014 voru opnuð tilboð í "Útleiga á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í Kópavogi" skv. útboðsgögnum dags. mars 2014. Útboðið var opið. Deildarstjóri framkvæmdadeildar skýrði útboðið. Tvö tilboð bárust og reyndist tilboð Gym Heilsu ehf. ógilt við yfirferð. Tilboð Lauga ehf. uppfyllir ekki kröfur útboðsgagna, um að með tilboði skuli leggja fram ársreikninga félagsins fyrir árin 2012 og 2013 yfirfarna og endurskoðaða. Framkvæmdaráð samþykkir tillögu umhverfissviðs um að hafna tilboði Lauga ehf., en felur bæjarlögmanni að leita heimildar Samkeppniseftirlits að fresta útboði á líkamsrækt við Sundlaugar Kópavogs þar til bærinn hefur markað sér lýðheilsustefnu. Næsta útboð taki svo mið af lýðheilsustefnu bæjarins svo bæjarbúar geti notið líkamsræktar á sem hagstæðasta verði. 

Ólafur Þór Gunnarsson bókar: "Tek undir samþykkt framkvæmdaráðs."

6.1404125 - Álfhólsvegur 102, Álfhólsskóli, Digranesskóli.Endurnýjun glugga 2014.

Frá deildarstjóra eignadeildar

Þriðjudaginn 29. apríl 2014 voru opnuð tilboð í verkið "Álfhólsskóli - glerskipting og gerð nýrra opnanlegra glugga." Útboðið var lokað. Verkefnastjóri umhverfissviðs skýrði útboðið. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Baldur Jónsson ehf. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

7.1404485 - Kópavogsbraut 58, Kársnesskóli - Vallargerði. Endurnýjun glugga 2014.

Frá deildarstjóra eignadeildar

Þriðjudaginn 29. apríl 2014 voru opnuð tilboð í verkið "Kársnesskóli v/Vallagerðis skv. útboðsgögnum dags. apríl 2014. Útboðið var lokað. Verkefnastjóri umhverfissviðs skýrði útboðið. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Einar P og Kó slf. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

8.1301614 - Viðhald á slitlagi gatna í Kópavogi, útboð

Þriðjudaginn 6. maí 2014 voru opnuð tilboð í verkið "Malbikun og viðgerðir í Kópavogi 2014 til 2015." Útboðið var opið. Deildarstjóri framkvæmdadeildar skýrði útboðið. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við lægsbjóðanda Malbik og völtun ehf.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

9.1308061 - Lausir gámar. Yfirlit um stöðu.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Á fundi bæjarráðs 27. mars 2014 var samþykkt að óska eftir því að umhverfissvið gerði tillögu að reglum og gjaldskrá vegna stöðuleyfis gáma. Byggingarfulltrúi hefur gert minnisblað dags. 30. apríl 2014, þar sem fram kemur að í mannvirkjalögum nr. 160/2010 er ekki að finna ákvæði sem heimilar að settar séu reglur um stöðu gáma á lóðum. Vísað er til þess að heimild til stöðu gáma á lóðum verði að ákveða í aðal- deili- eða hverfaskipulagi. Í nýsamþykktu aðalskipulagi Kópavogs er ekki ákvæði um gáma. Framkvæmdaráð samþykkir að mæla með við bæjarráð að bæjarlögmanni verði falið að skoða málið frekar með greinargerð til bæjarráðs.

10.1401024 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2014, 18 ára og eldri.

Frá Garðyrkjustjóra

Lagt fram minnisblað Garðyrkjustjóra og forstöðumanns Vinnuskóla um sumarráðningar 2014 dags. 7. maí 2014. Garðyrkjustjóri upplýsti um stöðu ráðninga í sumarstörf, fjölda umsækjenda og aldursdreifingu.

Varaformaður Ómar Stefánsson vék af fundi við umræðuna.

Fundi slitið - kl. 10:15.