Framkvæmdaráð

18. fundur 02. nóvember 2011 kl. 10:15 - 11:30 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1105294 - Sumarvinna 2011

Garðyrkjustjóri og forstöðumaður Vinnuskóla Kópavogs kynna drög að skýrslu um sumarvinnu 2011.

Drög að skýrslu lögð fram og kynnt.

2.1101916 - Vinnuskóli 2011

Garðyrkjustjóri og forstöðumaður Vinnuskóla Kópavogs kynna skýrslu um Vinnuskólann og skólagarða 2011.

Skýrsla lögð fram og kynnt.

3.1105260 - Átaksverkefni í skógrækt og uppgræðslu 2011

Lögð fram skýrsla um atvinnuátak á vegum Skógræktarfélags Kópavogs, Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Íslands.

Lagt fram.

 

Framkvæmdaráð þakkar Skógræktarfélagi Kópavogs fyrir greinargóða skýrslu.

 

Garðyrkjustjóri og forstöðumaður Vinnuskóla sátu fundinn undir þessum lið.

4.1110417 - Jólaskreytingar 2011

Fyrirkomulag jólaskreytinga 2011 lagt fram.

Lagt fram.

 

Samþykkt, enda rúmist framkvæmdin innan fjárhagsáætlunar.

 

Garðyrkjustjóri og forstöðumaður Vinnuskóla sátu fundinn undir þessum lið.

5.1103090 - Félagslegar leiguíbúðir. Innkaup.

Lögð fram tilboð sem opnuð voru 19. október 2011 í félagslegar íbúðir.

Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að gera tillögu um kaup á allt að 4 íbúðum.

6.1110420 - Endurskoðun ársreikninga, útboð

Lagðar fram upplýsingar um útboð á endurskoðun ársreikninga Kópavogs.

Guðríður Arnardóttir leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Framkvæmdaráð samþykkir að fela sviðsstjóra umhverfissviðs að bjóða út endurskoðun á ársreikningum bæjarins 2011 og 2012 og skuli auglýsing birtast nú um helgina"

Samþykkt með tveimur atkvæðum. Einn sat hjá.

Ármann Kr. Ólafsson leggur fram eftirfarandi bókun:

"Þetta mál hefði átt að vera komið á dagskrá framkvæmdaráðs mun fyrr og ég óttast að tímafrestur sé nú of skammur til að hægt sé að vinna viðunandi gögn"

Guðríður Arnardóttir tekur undir að málið hafi átt að koma mun fyrr á dagskrá.

Ármann Kr. Ólafsson leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég lýsi meirihlutann fullkomlega ábyrgan fyrir því að málið kemur svo seint inn.

7.1110425 - Vatnsendaskóli, lóð

Lögð fram verðkönnun í jarðvinnu á lóð Vatnsendaskóla.

Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda.

8.1110446 - Markavegur 9. Óskað eftir að skila Hlíðarenda 14 og fá Markaveg 9 í staðinn.

Lagt fram erindi lóðarhafa Hlíðarenda 14, dags. 14. október 2011 þar sem óskað er að skipta lóðinni fyrir Markaveg 9.

Samþykkt.

9.1105152 - Austurkór 90. Lóðarumsókn.

Lögð fram ósk dags. 31. október 2011 um aðilaskipti á lóðinni Austurkór 102 (áður Austurkór 90).

Frestað. Skrifstofustjóra falið að leggja fram umsögn um málið.

10.1103299 - Digranesvegur 7. Húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn

Ármann kr. Ólafsson leggur fram eftirfarandi bókun:

 

"Óskað er eftir fjárhagsáætlun um kostnað við breytingar á nýju Héraðsskjalsafni og upplýsingum stöðu útboðsmála vegna breytinga á húsnæðinu."

Fundi slitið - kl. 11:30.