Staða málsins kynnt. Bæjarráð í morgun: Greinargerð sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, menntasviðs og umhverfissviðs, dags. 18.apríl, um gervigras á Kópavogsvöll og tillögur m.a. um að lagt verði gervigras á Kópavogsvöll næsta vor og að keppnis- og æfingaaðstaða frjálsra íþrótta verði byggð upp á kastsvæði vestan áhorfendastúku Kópavogsvallar lögð fram .
Framlögð tillaga um gervigras á Kópavogsvöll, uppbyggingu keppnis- og æfingasvæðis fyrir frjálsrar íþróttir og endurnýjun gervigrass á Fagralundi var samþykkt með fimm atkvæðum.