Íþróttaráð

106. fundur 12. nóvember 2020 kl. 16:30 - 18:45 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá
Eysteinn P Lárusson formaður SIK sat fundinn undir 1.-4. dagskrárlið.

Almenn mál

1.2008515 - Menntasvið-viðbragðsáætlanir vegna COVID-19

Lagt fram minnisblað "Covid-19 _ breytingar á starfi stofnana á menntasviði 3.nóv." Jafnframt lagt fram minnisblað frá SIK um stöðu aðildarfélaga í Covid 19.,
Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fór yfir helstu breytingum sem orðið hafa á starfi stofnana menntasviðs sl. vikur.
Þá gerði Eysteinn P. Lárusson formaður SIK grein fyrir hvernig "Covid 19" hefði haft áhrif á starfsemi aðildarfélaga SIK síðustu mánuðina.
Almennar umræður um stöðu mála.
Formaður ráðsins þakkar þeim Önnu Birnu og Eysteini fyrir þeirra yfirferð og innlegg í umræðuna.

Almenn mál

2.20081408 - Erindi frá Breiðablik f.h. frjálsíþróttadeildar félagsins.

Lagt fram erindi Breiðabliks f.h. frjálsíþróttadeildar félagsins dags. 27. ágúst sl. þar sem;
a. lagður fram listi yfir nauðsynlegan æfinga- og keppnisbúnað sem þarf að endurnýja á Kópavogsvelli eftir að völlurinn var lagður gervigrasi vorið 2019.
b. farið er fram á það að deildinni verði bætt það tekjutap sem hún varð fyrir er deildin varð að gefa frá sér Meistaramót FRÍ 2020.
Starfsmenn íþróttadeildar upplýstu, að gert væri ráð fyrir kostnaði við endurnýjun æfinga- og keppnisbúnaðar frjálsra íþrótta á Kópavogsvelli í áætlun deildarinnar fyrir næsta ár.
Nefndin beinir þeim tilmælum til íþróttafulltrúa að eiga samtal við fulltrúa Breiðabliks um vilja til þess að sett verði upp net umhverfis knattspyrnuvöllinn sem unnt væri að taka niður með einföldum hætti. Íþróttaráð frestar ákvörðun um styrk vegna tekjutaps.

Almenn mál

3.2002626 - Sumarnámskeið íþróttafélaga 2020

Lögð fram samantekt íþróttafulltrúa á umfangi og kostnaði við sumarnámskeið íþrótta- og æskulýðsfélaga í Kópavogi sumarið 2020. Jafnframt lagðar fram skýrslur félaganna vegna námskeiðanna.
Íþróttaráð þakkar framlögð gögn um umfagn og kostnað við sumarnámskeið íþrótta- og æskulýðsfélaga í Kópavogi 2020. Á sama tíma þá þykir Íþróttaráði rétt að hrósa öllum þeim sem stóðu að sumarnámskeiðum sumarið 2020 fyrir fjölbreytt sumarnámskeið.

Almenn mál

4.2011064 - Íþróttahátíð 2020

Íþróttafulltrúi hefur óskað eftir tilnefningum frá íþróttafélögunum til íþróttakarls og íþróttakonu Kópavogs 2020. Skilafrestur er til 23.nóv. nk. Stefnt er að því að halda hátíðina í upphafi næsta árs.

Íþróttaráð samþykkir að íþróttahátíðin verði haldin í upphafi næsta árs.
Íþróttaráð frestar ákvörðun um dagsetningu og með hvaða hætti hátíðin fari fram uns ákvörðun sóttvarnaryfirvalda um fjöldakmarkanir varðandi samkomuhald á komandi vikum og eða mánuðum liggur fyrir.
Eysteinn formaður SIK vék af fundi er hér var komið á fundinum.

Almenn mál

5.2011062 - Æfingagjöld íþróttafélaga 2020-2021

Lögð fram samantekt íþróttadeildar yfir breytingar á æfingagjöldum íþróttafélaga/-deilda, milli áranna 2019/2020 og 2020/2021 sem unnið var úr innsendum upplýsingum frá félögunum.
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með að íþróttafélögin hafi nær undantekningarlaust náð að halda álögðum æfingagjöldum innan settra viðmiða milli ára.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

6.2009436 - Ósk um úthlutun þriggja helga undir mót í Kórnum á vegum knattspyrnudeildar HK

Lagt fram erindi HK, f.h knattspyrnudeildar félagsins dags. 14. sept. sl., þar sem óskað er eftir því að deildinni verði úthlutað þremur helgum inni í Kórnum undir knattspyrnumót yngri flokka. Um var að ræða helgarnar 7.-8. nóv og 21.-22. nóv. 2020 og 6.-7. febr. 2021.
Tvö fyrstu mótin hafa nú verið felld niður vegna hertra samkomubannsráðstafana sóttvarnaryfirvalda.
Íþróttaráð var hins vegar búið að samþykkja á fundum ráðsins 22. ágúst og 3.október 2019, að HK fengi úthlutað þremur helgum í Kórnum fyrir mót. Það var þó á þeim forsendum að það skarist ekki á við námskeiðahald KSÍ í Kórnum, jafnframt því að það rúmaðist innan fjárhagsáætlunar ársins fyrir Kórinn.
Í ljósi breyttra aðstæðna felur íþróttaráð starfsmönnum að ræða við HK með hvaða hætti verði hægt að verða við ósk félagsins um sambærilegt mótahald á komandi ári.

Fundi slitið - kl. 18:45.