Íþróttaráð

130. fundur 30. mars 2023 kl. 16:00 - 18:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.23031825 - Málefni sundlauga 2023 - kynning

Íþróttafulltrúi kynnti helstu lykiltölur í rekstri sundlauga í Kópavogi síðast liðin ár. Forstöðumaður Sundlaugar Kópavogs, Jakob Þorsteinsson og forstöðumaður Salalaugar, Guðmundur Halldórsson sátu fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð þakkar fyrir kynninguna.

Almenn mál

2.23031731 - Frístundastyrkir 2022 - Samantekt, nýting og þróun styrkja sl.ár

Á fundinn mætti Ævar Ólafsson, rekstrarfulltrúi á menntasviði og kynnti nýtingu frístundastyrks fyrir árið 2022 ásamt þróun styrksins síðustu ár.
Íþróttaráð þakkar fyrir kynninguna.

Almenn mál

3.2302168 - Styrkir íþróttaráðs - kynning

Á fundi íþróttaráðs 16. mars sl. voru reglur um styrki íþróttaráðs endurskoðaðar.

Í þeirri vinnu var ákveðið að leggja niður sérstyrki ráðsins og sameina undir ferðastyrki. Einnig var ákveðið að leggja niður árangursstyrki ráðsins og sameina undir Afrekssjóð íþróttaráðs. Breytingarnar eru gerðar með það að leiðarljósi að efla stuðning við afreksíþróttafólk í bænum.

Reglur um iðkenda/starfsstyrki, ferðastyrki og afrekssjóð voru endurskoðaðar og eru nú lagðar fram til samþykkis.

Íþróttaráð samþykkir endurskoðaðar reglur um styrki íþróttaráðs og vísar þeim til samþykktar í bæjarráði.

Almenn mál

4.2202365 - Sumarnámskeið íþróttafélaga 2022

Lögð fram samantekt íþróttadeildar á umfangi og kostnaði við sumarnámskeið íþrótta- og æskulýðsfélaga í Kópavogi sumarið 2022. Jafnframt lagðar fram skýrslur félaganna vegna námskeiðanna.
Lagt fram.

Almenn mál

5.23032269 - Sumarnámskeið íþróttafélaga 2023

Lögð fram gögn varðandi umsóknir íþrótta- og tómstundafélaga um námskeið á komandi sumri.
Lagt fram.

Aðsend erindi

6.2303835 - Breiðablik - Erindi frá sunddeild vegna auglýsinga í sundlaugum

Lagt fram erindi frá Aðalstjórn Breiðabliks f.h. sunddeildar félagsins, dagsett 8. febrúar 2023, þar sem óskað er eftir að fá að setja upp auglýsingar frá styrktaraðilum deildarinnar í Sundlaug Kópavaogs og Salalaug.
Árið 2018 hófst vinna við að samræma merkingar íþróttamannvirkja Kópavogsbæjar. Umhverfis- og menntasvið unnu saman að gerð tillagna um merkingar og þar undir heyrðu einnig auglýsingar í mannvirkjum. Á vormánuðum 2019 var vinna við verkið langt komin og fyrstu tillögur kynntar áður en verkefnið stöðvaðist (sjá máls nr. 1712873).
Íþróttaráð leggur því til að sú vinna sem farið var í 2018-2019 verði endurvakin undir sama máli. Stofnaður verði vinnuhópur með fulltrúum frá umhverfis- og menntasviði ásamt tveimur fulltrúum úr íþróttaráði sem fari í að ljúka þessari vinnu. Vinnuhópurinn mun einnig taka inn í þessa vinnu merkingar styrktaraðila íþróttafélaga á íþróttamannvirkjum (máls nr. 2208756) og með því móti skapa heilstæðan ramma utan um bæði merkingar á íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar og auglýsingum.

Aðsend erindi

7.2302382 - Skíðagöngufélagið Ullur - Tengibraut úr Guðmundarlundi í Heiðmörk

Lagt fram erindi frá Skíðagöngufélaginu Ulli, dagsett 8. febrúar 2023, þar sem félagið vill kanna möguleika á tengibraut frá Guðmundarlundi við skíðagönguleiðir í Heiðmörk.
Íþróttaráð felur starfsmönnum ráðsins að afla frekari gagna um málið fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 18:45.