Íþróttaráð

60. fundur 02. júní 2016 kl. 16:30 - 16:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson varafulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1605242 - Gjaldskrárbreytingar n.k. misseri

Á 59. fundi íþróttaráðs óskaði ráðið eftir því að íþróttadeild tæki saman, yfirlit yfir kostnað við íþróttaiðkun barna í Kópavogi og gerði samanburð á sambærilegri þjónustu í nágrannasveitarfélögum bæjarins.
Lagt fram yfirlit yfir samanburð æfingagjalda í fjórum íþróttagreinum þ.e., dansi, fimleikum, handknattleik og knattspyrnu í þremur aldursflokkum, 7-8 ára, 11-12 ára og 15-16 ára.
Lagt fram. Umræður. Íþróttaráð felur starfsmönnum að greina samanburðinn frekar.

2.16051300 - Breiðablik- Kópavogs MARAÞON 2016

Lagt fram erindi frá Frjálsíþróttadeild Breiðabliks dags. 30. apríl sl., þar sem greint er frá áformum deildarinnar um að standa fyrir nýju götuhlaupi, "Kópavogsmaraþoni" laugardaginn 21. maí sl. Óskar deildin eftir fjárstuðningi frá íþróttaráði til að standa straum af kostnaði við löggilda mælingu vegalengda fyrir hlaupið að upphæð 145.000,- kr.
Jafnframt lögð fram samantekt deildarinnar að hlaupi loknu en 61 hlaupari tók þátt.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 145.000,- kr. af sérstyrkjum ráðsins.

3.16051301 - Sérstyrkur 2016- Styrkumsókn vegna þáttöku í alþjóðlegri ráðstefnu.

Lagt fram erindi dags. 14. mars sl., frá Helgu Guðrúnu Gunnarsdóttur íþrótta- og heilsufræðingi og sundleikfimikennara í Sundlaug Kópavogs. Í erindinu er styrkumsókn vegna þátttöku í alþjóðlegri ráðstefnu- vinnubúðum fyrir þjálfara í vatni.
Með vísan til þeirrar meginreglu um úthlutun sérstyrkja íþróttaráðs, að styrkja beri innviði þeirrar íþróttastarfssemi sem fram fer í íþróttamannvirkjum bæjarins er lagt til að veita Helgu Guðrúnu styrk að upphæð 30.000,- kr til fararinnar.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 30.000,- kr.

4.16051362 - Boðinn- Bocciahópur. Umsókn um styrk vegna verkefna hópsins, m.a v. þáttöku á Landsmóti UMFÍ 50+.

Lagt fram erindi Hjördísar Líndal f.h. Bocciahóps Boðans dags. 27. maí sl., þar sem óskað er eftir fjárstyrk frá íþróttaráði vegna verkefna á vegum hópsins á árinu 2016. Sótt er um kr. 40.000,-

Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 40.000,- kr.

5.1606038 - Íþróttadeild-Erindi frá dansfélögunum í Kópavogi varðandi aðstöðu fyrir danskeppni

Lagt fram erindi dansfélaganna í Kópavogi dags. , þar sem óskað er eftir afnotum af húsnæðinu í Smáranum fyrir danskeppni sem halda á 16. október 2016.
Íþróttaráð samþykkir erindi dansfélaganna um afnot af íþróttahúsinu Smáranum í október nk., og felur starfsmönnum að festa dagsetningu keppninnar á haustmisseri við rekstraraðila hússins.

6.1511566 - Framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2015-2018

Á fundi bæjarráðs Kópavogs 26. maí sl., voru lögð fram drög að Framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis - og mannréttindamálum sem ráðið vísaði til umsagnar nefnda og ráða Kópavogsbæjar.
Lagt fram og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.1605315 - Æfingatöflur fyrir veturinn 2016-2017

Lögð fram samantekt á þeim umsóknum sem borist hafa ráðinu frá íþróttafélögum fyrir næsta vetur. Í samantektinni koma fram óskir deilda sem inn voru sendar og tillögur íþróttadeildar að afgreiðslu þeirra.
Jafnframt lagðar fram æfingatöflur íþróttamannvirkja Kópavogsbæjar sem byggja á töflum frá síðastliðnu ári og þeim tillögum sem liggja fyrir.
Íþróttaráð fagnar því hve snemma upplýsingar um æfingatöflur fyrir veturinn 2016 - 2017 liggja fyrir.
Íþróttaráð gerir ekki athugasemdir að svo stöddu við framlagðar tillögur sem nánar eru útlistaðar í dagskrárliðum 8 - 29.
Íþróttaráð felur íþróttafulltrúa að eiga samskipti við íþróttafélögin svo sem varðandi framsetingu á umsóknum og gefa þeim færi á að gera skriflegar athugasemdir við þær tillögur sem lagðar hafa verið fyrir íþróttaráð.
Málið verður tekið fyrir á næsta fundi.
Bókun þessi á við um liði 8. til 29. lið á dagskrá fundarins.

8.1605222 - Glóð-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannv. Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram umsókn félagsins eftir aðstöðu í íþróttahúsi Kópavogsskóla á þriðjudögum 16-19 og fimmtudögum 16-20. Í Digranesi ( vesatursal ) mánudaga 17-18 og þriðjudaga 16-17, alls 2 klukkustundir. Einnig óskar félagið eftir aðstöðu í Gullsmára á miðvikudögum og í Smáranum á mánudögum í klukkutíma frá 13:30-14:30.
Frestað.

9.16041115 - Æfingatímar 2016-Vatnaliljur

Lögð fram beiðni félagsins um að halda sömu tímum og félagið hefur nýtt á tímabilinu (15/16)
Frestað.

10.16041348 - HK-TKD deild-æfingarými í Fagralundi

Lögð fram beiðni TKD deildar HK um 3 tíma í Snælandsskóla og alls 12 tímum í skrifstofurými í Fagralundi.
Frestað.

11.1605208 - Stál-Úlfur, æfingatímar 2016-2017

Lögð fram beiðni knattspyrnudeildar um 4,5 tíma á gervigrasi í Fagralundi (1,5 tíma mánudag , fimmtudag og sunnudag). Auk þessa sækir félagið um tíma fyrir Futsal 3 x 1,5 tíma í Digranesi og 3 tíma fyrir 40+ í Digranesi.
Einnig lögð fram beiðni körfuknattleiksdeildar um alls um 4,5 tíma fyrir æfingar í Kársnesskóla auk keppnistíma.
Frestað.

12.1604271 - Skotfélag Kópavogs-Umsókn um afnot af æfingartímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2016/2017.

Lögð fram tímatafla Skotfélags Kópavogs fyrir kjallaranum í Digranesi.
Frestað.

13.1605209 - Ísbjörninn-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannv. Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram beiðni félagsins um að halda sömu tímum og félagið hefur nýtt á síðasta vetri (15/16).
Frestað.

14.1605221 - Augnablik-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannv. Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram beiðni körfuknattleiksdeild félagsins þar sem óskað er eftir 6 tímum á viku undir starfsemi barna og unglingastarfs. Sótt er um aðstöðu í Þinga-, Kóra- eða Hvarfahverfi.
Frestað.

15.1605012 - Dansfélagið Hvönn-Stundadagskrá 2016-2017.

Lögð fram tímatafla félagsins fyrir Danssalnum í Kórnum.
Frestað.

16.1605013 - Breiðablik-æfinga-og sundaðstaða 2016-2017

Lögð fram beiðni sunddeildar um tíma í Sundlaug Kópavogs (innilaug, útilaug og barnalaug inni) og í Salalaug (útilaug og innilaug).
Frestað.

17.1605261 - Breiðablik,körfuknattleiksd. -umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs.

Lögð fram beiðni körfuknattleiksdeild eftir 9,5 tímum í Íþróttahúsi Kársnes, 10 tímum í Lindaskóla og 8 tímum í Fagralundi á næsta vetri.
Frestað.

18.1605260 - Breiðablik,frjálsar-umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs.

Lögð fram beiðni frjálsíþróttadeildar eftir 7,5 tímum í Fagralundi og 7,5 tímum í Kórnum, eða alla virka daga frá kl. 16:15-17:45 (1/2 salur gæti verið nóg). Auk þess er deildin með tíma í Smáranum
Frestað.

19.1605264 - Breiðablik,skíðadeild-umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs.

Lögð fram beiðni skíðadeildar eftir 2 klukkustund í stóra salnum í Digranesi milli kl. 17-19 á virkum degi. Til vara sækir deildin um 4 klukkutíma í Kársnesskóla (þriðjudaga+fimmtudaga 17-19)
Frestað.

20.1605310 - Gerpla-umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar

Lögð fram beiðni félagsins eftir aðagangi að Lindaskóla 4 daga í viku 4-5 tíma í senn.
Frestað.

21.1605262 - Breiðablik,Taekwondo- umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs.

Lögð fram beiðni Taekwondo um óbreytta tíma í Lindaskóla á næsta vetri og í Fagralundi mánudaga og miðvikudaga 18-19 og laugardaga 11-12.
Frestað.

22.1605333 - HK-handbolti,umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram beiðni handknattleiksdeildar eftir eftir 56 klukkustundum í stóra salnum í Digranesi, 6 tímum í íþróttahúsi Kársnes og 5 tímum í Fagralundi.
Frestað.

23.1605334 - HK-Bandýdeild,umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram beiðni bandýdeildar eftir 16 klukkustundum í stóra salnum í Digranesi, 2 tímum í Snælandsskóla og 2 tímum í Kársnesskóla.
Frestað.

24.1605335 - HK-blak,umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram ósk blakdeildar eftir 4 tímum í Íþróttahúsi Kópavogsskóla og 64 tímum í Fagralundi.
Frestað.

25.1605336 - HK-borðtennis,umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram beiðni borðtennisfélagsins um samtals 14 tíma í íþróttahúsi Snælandsskóla.
Frestað.

26.1605338 - HK-íþróttaskóli, umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram beiðni íþróttaskólans um að fá 4 tíma fyrir 2-5 ára í Fagralundi.
Frestað.

27.1605339 - HK-dans, umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram beiðni dansdeildar um að fá 35 tíma í í Fagralundi eða alla virka daga frá kl. 14-21. Einnig óskar deildin eftir 5 tímum á laugardögum í vestursal Digranes.
Frestað.

28.1605340 - HK-knattleikdsdeild,umsókn um afnot af æfingatímum í knatthúsi Kórsins og á gervigrasi 2016-2017.

Lögð fram beiðni um að bæta núverandi tíma í Kórnum á virkum dögum 2-3 frá 20-21 og um helgar 4 tímum til viðbótar í samfellu við núverandi tíma. Deildin óskar einnig eftir sömu tímum á gervigrasinu úti eins og félagið hefur haft.
Frestað.

29.1606392 - Breiðablik-knattspyrnudeild. Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2016-

Lögð fyrir eftirfarandi umsókn knattspyrnudeildarinnar; Fífan 14-22 virka dag og 8 ? 21 um helgar. Upphitað gervigras úti 15-21 virka daga og 9 ? 18 um helgar. 1 x í viku tíma frá 17-18 í íþróttahúsi Smára, Kársnes, Linda og Fagralundi.
Frestað.

30.1606441 - HK-handknattleiksdeild. Umsókn um æfingartíma v/Bieber tónleika.

Lagt fram erindi frá HK dags. 2. júní 2016, þar sem óskað er eftir því við íþróttaráð að fá úthlutaða æfingatíma í íþróttahúsum bæjarins eða í nágrannasveitarfélögunum fyrir handknattleiksdeildina á meðan á undirbúningi og tónleikahaldi í Kórnum stendur í september nk.
Íþróttaráð felur íþróttafulltrúa að vinna málið eftir því sem kostur er og innan þeirra fjárhagsáætlunar sem unnið er eftir.

Fundi slitið - kl. 16:30.