Jafnréttis- og mannréttindaráð

25. fundur 05. mars 2014 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
  • Erlendur H Geirdal aðalfulltrúi
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Svava Hrönn Guðmundsdóttir varafulltrúi
  • Ragnheiður K Guðmundsdóttir formaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1205250 - Launakönnun skv. jafnréttisáætlun 2012

Jafnréttis- og mannréttindaráð fagnar skýrslunni og því að mælanlegur árangur hefur náðst í þá átt að útrýma kynbundnum launamuni meðal starfsfólks Kópavogsbæjar. Konur eru 80% starfsmanna Kópavogsbæjar og því vekur athygli hversu fáar konur gegna æðstu stjórnendastöðum innan sveitarfélagsins. Nefndin telur mikilvægt að tekið verði mið af þeirri staðreynd við ráðningar í framtíðinni.  Nefndin tekur undir þær aðgerðir sem lagðar eru til í minnisblaði jafnréttisráðgjafa og starfsmannastjóra og vonast til að þær skili enn betri niðurstöðu í næstu könnun.

 

 

2.1301134 - Samskiptareglur leik- og grunnskóla Kópavogs við aðila utan skólanna

Jafnréttis- og mannréttindaráð samþykkir samskiptareglurnar fyrir sitt leyti.

3.1403129 - Styrkveitingar jafnréttis- og mannréttindaráðs

Ákveðið er að auglýsa eftir umsóknum um styrki til verkefna sem tengjast mannréttinda- og jafnréttismálum í Kópavogi.

Fundi slitið - kl. 19:15.