Jafnréttis- og mannréttindaráð

30. fundur 29. október 2014 kl. 17:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
  • Ragnheiður Bóasdóttir aðalfulltrúi
  • Guðrún Hulda Eyþórsdóttir aðalfulltrúi
  • Unnur Tryggvadóttir Flóvenz aðalfulltrúi
  • Amid Derayat aðalfulltrúi
  • Anný Berglind Thorstensen varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá
Anný Berglind Thorstensen sat fundinn í fjarveru Lárusar Axels Sigurjónssonar.

1.1408261 - Jafnréttis- og mannréttindastefna Kópavogs 2014-2018

Vinnufundur
Farið var yfir mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og jafnréttisstefnu Kópavogs. Ákveðið var að fá leyfi til þess að styðjast við mannréttindastefnu borgarinnar sem fyrirmynd að jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs 2015-2018. Formaður ráðsins mun ásamt jafnréttisráðgjafa vinna frumdrög að stefnunni fyrir næsta fund.

2.1409294 - 100 ára kosningaréttur kvenna 2015

Frestað frá síðasta fundi
Ráðið ákveður að sækja um styrk til þess að minnast 100 ára kosningarafmælis kvenna og því að jafnréttisnefnd Kópavogs á 40 ára afmæli á næsta ári.

Fundi slitið.