Jafnréttis- og mannréttindaráð

38. fundur 04. júní 2015 kl. 17:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
  • Ragnheiður Bóasdóttir aðalfulltrúi
  • Guðrún Hulda Eyþórsdóttir aðalfulltrúi
  • Lárus Axel Sigurjónsson aðalfulltrúi
  • Unnur Tryggvadóttir Flóvenz aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1506284 - Aðgerðaáætlun jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs 2015-2018

Jafnréttis- og mannréttindaráð fór yfir tímaramma og hugmyndir vegna undirbúnings aðgerðaáætlunar og kynningu á jafnréttis- og mannréttindastefnunni.

2.15061191 - Vinnudagur um jafnréttis- og mannréttindamál

Jafnréttis- og mannréttindaráð fer þess á leit við bæjarstjórn að skipulagður verði vinnufundur með sviðs- og deildarstjórum ásamt formönnum nefnda og kjörnum fulltrúum þar sem fram færi fræðsla um málefnið og umræða um aðgerðaáætlun í jafnréttis- og mannréttindamálum innan hvers sviðs. Fundurinn færi fram í byrjun september 2015.

Fundi slitið.