Jafnréttis- og mannréttindaráð

63. fundur 17. október 2018 kl. 17:00 - 19:01 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Sær Ragnarsson formaður
  • Valdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Davíð Snær Jónsson aðalmaður
  • Soumia I. Georgsdóttir aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.1604382 - Heimsmarkmiðin 17 - Agenda 2030

Auður Friðriksdóttir verkefnastjóri stefnumótunnar fór yfir innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna hjá Kópavogsbæ. Ráðið þakkar fyrir kynninguna.

Soumia I. Georgsdóttir fulltrúi BF Viðreisnar gerir grein fyrir því að hún hafi sótt um styrk frá ráðinu og víki því sæti kl. 18:06

Almenn mál

2.1810580 - Umsókn um styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs 2018

Menningarhúsin Í kópavogi sækja um styrk að fjárhæð kr. 100.000 vegna verkefnisins ,,Munnlegar Sögur"
Jafnréttis- og mannréttindaráð ákveður að veita verkefninu styrk að fjárhæð 80.000 kr.

Almenn mál

3.1810598 - Umsókn um styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði 2018

Umsókn nemenda í 10. bekk Hörðuvallaskóla sem hannað hafa borðspil um jafnrétti og lýðræði
Jafnréttis- og mannréttindaráð ákveður að veita verkefninu styrk að fjárhæð kr. 20.000

Almenn mál

4.1810607 - Umsókn um styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði 2018

Umsókn frá karatedeild Breiðabliks
Jafnréttis og mannréttindaráð sér sig ekki fært að verða við umsókninni að þessu sinni.

Almenn mál

5.1810604 - Umsókn um styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði 2018

Umsókn frá jafnréttisnefnd Snælandsskóla
Jafnréttis- og mannréttindaráð ákveður að styrkja verkefnið um kr. 100.000

Almenn mál

6.1810608 - Umsókn um styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði 2018

Umsókn frá Soumia I Georgsdóttur
Jafnréttis og mannréttindaráð sér sig ekki fært að verða við umsókninni að þessu sinni.

Almenn mál

7.1810617 - Umsókn um styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði 2018

Umsókn frá forstöðumönnum í þjónustu fyrir fatlaða
Jafnréttis- og mannréttindaráð ákveður að styrkja verkefnið um fjárhæð 200.000 kr.

Almenn mál

8.1810618 - Umsókn um styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði 2018

Umsókn frá Félagi lesblindra á Íslandi
Jafnréttis og mannréttindaráð sér sig ekki fært að verða við umsókninni að þessu sinni.

Fundi slitið - kl. 19:01.