Jafnréttis- og mannréttindaráð

79. fundur 22. október 2020 kl. 16:30 - 17:35 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Gunnar Sær Ragnarsson formaður
  • Valdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Davíð Snær Jónsson aðalmaður
  • Soumia I. Georgsdóttir aðalmaður
  • Ásmundur Alma Guðjónsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.2009697 - Umsókn um styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði. Lýðræðisleg þáttaka nemenda

Umsókn frá Hörðuvallaskóla vegna verkefnis um lýðræðislegrar þáttöku nemenda.
Jafnréttis og mannréttindaráð sér sig ekki fært að verða við umsókninni að þessu sinni.

Almenn mál

2.2009698 - Umsókn um styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði. Hinsegin Teymi

Umsókn frá Hinsegin teymi Hörðuvallaskóla
Jafnréttis og mannréttindaráð sér sig ekki fært að verða við umsókninni að þessu sinni.

Almenn mál

3.2010272 - Umsókn um styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði 2020

Tillaga um að styrkurinn verði veittur Pieta samtökunum.
Jafnréttis- og mannréttindaráð ákveður að styrkja samtökin um 400.000 kr.

Almenn mál

4.2010516 - Umsókn um styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði

Umsókn frá IOGT á Íslandi
Jafnréttis og mannréttindaráð sér sig ekki fært að verða við umsókninni að þessu sinni.

Almenn mál

5.2009425 - Viðurkenning jafnréttis- og mannréttindaráðs 2020

Jafnréttis- og mannréttindaráð ákveður að veita Pieta samtökunum viðurkenningu ársins fyrir framlag sitt til forvarna gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.

Almenn mál

6.2010565 - Styrkveitingar jafnréttis- og mannréttindaráðs

Aftur kemur það fyrir að ráðið hefur ekki fjármagn til að styrkja þau verðugu verkefni sem sótt er um að fullu. Því beinir jafnréttis- og mannréttindaráð því aftur til bæjarstjórar þeirri ósk að hækka fjármagn fyrir styrkveitingu ráðsins úr 400.000 kr. í 1.000.000 kr.


Upphæð umrædds styrkjar hefur ekki verið hækkuð í árana raðir, og er það mat ráðsins að tímabært sé að hækka styrkupphæðina þar sem hafna hefur þurft verðugum verkefnum í þágu jafnréttis- og mannréttindamála í Kópavogsbæ. Með þessu myndi Kópavogsbær sýna virðingu fyrir málaflokknum í verki og styðja við framgang jafnréttis- og mannréttindamála í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 17:35.