Jafnréttis- og mannréttindaráð

80. fundur 14. janúar 2021 kl. 17:00 - 18:05 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Sær Ragnarsson formaður
  • Valdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Davíð Snær Jónsson aðalmaður
  • Soumia I. Georgsdóttir aðalmaður
  • Ásmundur Alma Guðjónsson aðalmaður
  • Björn Þór Rögnvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Jafnréttis- og mannréttindaráði telur mikið fagnaðarefni að innleiðing Kópavogsbæjar á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna sé að klárast. Markmið Barnasáttmálans er að tryggja vernd á hagsmunum barna innan samfélagsins ásamt því að tryggja börnum ákveðin réttindi óháð réttindum fullorðna.

Einnig er ánægjulegt að sjá að vinna við þróun mælaborðs um lífsgæði barna í Kópavogi hafi gengið vel, en slíkt mælaborð getur nýst samfélaginu vel í nútíð og framtíð.

Ásamt þessu er bent á mikilvægi þess að börn með sérþarfir og/eða þroskahamlanir hafi einnig rödd í fyrirhuguðu samráði með börnum Kópavogsbæjar.

Gunnar Sær Ragnarsson bókar eftirfarandi:

,,Gaman er að sjá góða samvinnu Kópavogsbæjar og félagsmálaráðuneytisins, ráðuneyti Ásmundar Einars Daðasonar, ráðherra Framsóknarflokksins, við þróun hugbúnaðar til að auðvelda snemmtæka íhlutun. Um er að ræða verulega mikilvægt verkefni í þágu barna hér í sveitarfélaginu og víðar. Snemmtæk íhlutun var ein aðaláhersla Framsóknarflokksins í Kópavogi (og víðar) í síðustu sveitarstjórnarkosningum og það er mjög jákvætt að sjá þá vinnu vera vel á veg komna."

Fundi slitið - kl. 18:05.