Jafnréttis- og mannréttindaráð

84. fundur 16. desember 2021 kl. 17:00 - 18:10 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Gunnar Sær Ragnarsson formaður
  • Valdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Soumia I. Georgsdóttir aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir varafulltrúi
  • Björn Þór Rögnvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.1703012 - Stefna um málefni innflytjenda

Unnið áfram að stefnu í málefni fólks af erlendum uppruna.

Almenn mál

2.1104028 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd - Önnur mál

Fyrirspurn til menntasviðs Kópavogs
Jafnréttis- og mannréttindaráð leggur eftirfarandi fyrirspurn til leik- og grunnskóla Kópavogs:

Veitir skólinn alla sína upplýsingagjöf á fleiri tungumálun en íslensku, þ.e. ensku og þriðja tungumáli? Með upplýsingagjöf er átt við allt efni sem kemur frá skólanum. Færslur á samfélagsmiðlum, heimasíðu, póstar frá skólanum, skólastjórnendum og umsjónakennurum og allt annað sem getur fallið undir sem samskipti og upplýsingagjöf frá skólanum.

Á hvaða tungumálum er upplýsingagjöfin veitt?

Ef svo er ekki, þá er spurt hvaða upplýsingagjöf er veitt á fleiri tungumálum en íslensku ef einhverjum, og á hvaða tungumálum?

Almenn mál

3.1104028 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd - Önnur mál

Fyrirspurn til mannauðsstjóra
Liggja fyrir upplýsingar og tölfræði um hversu margir starfsmenn bæjarins eru af erlendum uppruna? Þá er óskað eftir sundurliðun tölfræðinnar eftir starfsheitum.

Einnig er óskað eftir upplýsingum um hlutfall atvinnuleitenda búsetta í Kópavogi sem eru af erlendum uppruna.

Fundi slitið - kl. 18:10.