Jafnréttis- og mannréttindaráð

87. fundur 04. maí 2022 kl. 17:30 - 20:30 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Sær Ragnarsson formaður
  • Valdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Soumia I. Georgsdóttir aðalmaður
  • Ásmundur Alma Guðjónsson aðalmaður
  • Björn Þór Rögnvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Auður Kolbrá Birgisdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Auður Kolbrá Birgidsóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.1703012 - Stefna um málefni innflytjenda

Áframhaldandi vinna að stefnu í málefnum fólks af erlendum uppruna.

Almenn mál

2.2204447 - Fyrirspurn jafnréttis- og mannréttindaráðs til innkaupadeildar

Lagt fram svar innkaupadeildar við fyrirspurn ráðsins.

Almenn mál

3.1104028 - Fyrirspurn til menntasviðs

Svar Menntasviðs við fyrirspurn ráðsins
Jafnréttis- og mannréttindaráð ítrekar mikilvægi þessi að leik- og grunnskólar Kópavogsbæjar miðli upplýsingum á fleiri tungumálum en einungis íslensku. Samkvæmt svari má ráða að langt sé í land. Jafnréttis- og mannréttindaráð vill benda á nauðsyn þess að öll upplýsingagjöf sé aðgengileg öllum bæjarbúum óháð íslenskukunnáttu.

Sem dæmi má nefna að aðeins fjórir af tíu grunnskólum eru með enska þýðingu eða þýðingu á fleiri tungumálum á vefsíðu sinni. Það er ákallandi að allir skólar bæjarins bjóði upp á slíka þýðingu á sinni vefsíðu, a.m.k. enska þýðingu. Nauðsynlegt er að slík þýðing sé yfirfarin af einstaklingi með full völd á viðkomandi tungumáli.

Fundi slitið - kl. 20:30.