Jafnréttis- og mannréttindaráð

89. fundur 14. september 2022 kl. 17:00 - 18:45 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Heiðdís Geirsdóttir aðalmaður
 • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
 • Sigrún Bjarnadóttir aðalmaður
 • Hildur María Friðriksdóttir aðalmaður
 • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
 • María Ellen Steingrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Helga G Halldórsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Auður Kolbrá Birgisdóttir starfsmaður nefndar
 • Auður Finnbogadóttir embættismaður
 • Encho Plamenov Stoyanov starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Auður Kolbrá Birgidsóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Auður Finnbogadóttir stefnustjóri kynnir stefnumótun Kópavogsbæjar fyrir ráðinu.
Þá verða jafnframt kynnt drög að loftlagsstefnu bæjarins og óskað eftir umsögn jafnréttis- og mannréttindaráðs á stefnunni.
Jafnréttis- og mannréttindaráð telur loftlagsstefnudrögin góð og styður stefnuna en vill koma því á framfæri að horft verði til þess að tryggja aðgengi allra við uppbyggingu vistvænna ferðamáta samkvæmt stefnunni.

Gestir

 • Auður Finnbogadóttir - mæting: 17:03
 • Encho Plamenov Stoyanov - mæting: 17:03

Almenn mál

2.2209377 - Aðgegnismál heyrnarskerta - íslenska táknmálið og samskipti við Kópavogsbæ

Erindi frá nefndarmanni Pírata:
"Kannað verði hversu vel heyrnarskertum gengur að nýta íslenska táknmálið í samskiptum við Kópavogsbæ.

Fara þarf í greiningu á möguleikum fólks til að nýta íslenskt táknmál í samskiptum við bæinn, stofnanir og embætti bæjarins. Sýni þessi greining að möguleikar til samskipta á forsendum táknmáls séu ófullnægjandi væri æskilegt að greiningunni fylgdu tillögur til úrbóta þannig að bærinn tryggi möguleika heyrnarlausra og heyrnarskertra til að nota sitt tungumál í samskiptum við bæinn.

Greinargerð: Skv.3. gr. laga 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls er íslenskt táknmál fyrsta tungumál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Skv.1 mgr. 13. gr. sömu laga eru lagðar skyldur á sveitarfélög að tryggja að allir(öll) sem þess þurfa eigi kost á þjónustu á íslensku táknmáli, sem og að þau beri ábyrgð á því að varðveita, þróa og stuðla að notkun íslensks táknmáls. Samkvæmt 2. mgr. 13. gr. er íslenskt táknmál jafnrétthátt íslensku sem tjáningarform í samskiptum og óheimilt að mismuna eftir því hvort málið sé nýtt.

Af þessu þykir mér skýrt að bærinn þarf að tryggja að islenskt táknmál sé gjaldgengt í samskiptum við bæinn og hann hafi ríkar skyldur til að tryggja það. "
Jafnréttis- og mannréttindaráð vill hvetja stjórnsýslu Kópavogs til að gera upplýsingar um rétt heyrnaskertra til túlkaþjónustu aðgengilegri á upplýsingaveitum bæjarins í samræmi við lög nr. 61/2011 og jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogsbæjar.

Almenn mál

3.2209378 - Erindi vegna umboðsmanns bæjarbúa

Erindi frá nefndarmanni Pírata:
"Gagnsemi þess að koma á embætti umboðsmanns bæjarbúa verði kannað.

Lagt er til að möguleg gagnsemi umboðsmanns bæjarbúa verði könnuð og hvernig umboðsmaður bæjarbúa gæti hjálpað bæjarbúum sem eiga í samskiptum og hugsanlega deilum að verja réttindi sín en jafnframt mögulega að koma í veg fyrir mögulega dýrar lögsóknir fyrir dómstólum.

Greinargerð:Þegar hinn almenni borgari þarf að eiga í samskiptum við bæinn sérstaklega ef um er að ræða atriði sem ósætti er um gæti embætti umboðsmanns hjálpað mikið. Almennt mætti sjá fyrir sér að umboðsmaður myndi hjálpa bæjarbúum að skilja hvert hægt sé að leita með umkvörtunarefni og tryggja hagsmuni bæjarbúa í samskiptum við bæinn. Í þeim skilningi væri umboðsmaður bæjarbúa aðili sem bæjarbúar gætu leitað til séu hnökrar. Gagnsemi þess að tryggja rétt bæjarbúa ef bærinn einhverra hluta vegna gerir mistök við afgreiðslu mála er mikil sem og ef hægt er að beina álitamálum í farveg sem kallar ekki á úrskurð dómstóla. Í Reykjavík hefur embætti umboðsmanns borgarbúa starfað i nokkurn tíma og er almennt ánægja með það. Því tel ég rétt að bærinn kanni gagnsemi og möguleika þess að koma slíku embætti á í bænum."
Afgreiðslu erindis til næsta fundar.

Almenn mál

4.2209379 - Erindi vegna kosningaþáttöku

Erindi frá nefndarmanni Pírata:
"Kanna ástæður lélegrar kosningaþáttöku og leiðir til úrbóta

Kosningaþátttaka í Kópavogi var með allra minnsta móti í síðustu kosningum. Það ætti að vera metnaður til að gera betur. Til að það sé hægt þarf að kanna ástæður þess og helst fara í verkefni til að auka kosningaþátttöku bæjarbúa.

Greinargerð. Þegar horft er til kosningaþáttöku þá var hún einungis 58.2% síðasta vor í ljósi mikilvægis kosninga við stjórn landsins ætti bærinn að kanna hvað það er sem skýri hversu lítil þátttakan sé og hvort bærinn geti með einhverju móti unnið gegn þeirri þróun sem hefur verið að eiga sér stað undanfarna áratugi að kosningaþátta minnki sífellt. Ekki eru margir áratugir síðan kosningaþáttaka var iðulega yfir 80%. Þróunin er hættuleg lýðræðinu og allri stjórnskipan landsins."
Jafnréttis- og mannréttindaráð óskar eftir upplýsingum frá stjórnsýslusviði um hvort bærinn sé búinn, eða það standi til, að kanna ástæðu lélegrar kosningaþáttöku í síðastliðnum sveitarstjórnarkosningum. Þá óskar ráðið eftir upplýsingum um hvort, og þá hvaða verkefni hafi verið í gangi til að hvetja bæjarbúa til þáttöku.

Fundi slitið - kl. 18:45.