Jafnréttis- og mannréttindaráð

39. fundur 16. september 2015 kl. 17:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
  • Ragnheiður Bóasdóttir aðalfulltrúi
  • Lárus Axel Sigurjónsson aðalfulltrúi
  • Amid Derayat aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Björgvinsdóttir aðalfulltrúi
  • Anný Berglind Thorstensen varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1509381 - Auglýsing eftir tilnefningu til jafnréttis- og mannréttindaviðurkenningar 2015

Auglýst verður eftir tilnefningum og frestur verður til og með 15. október 2015.

2.1506284 - Aðgerðaáætlun jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs 2015-2018

Halldóra Gunnarsdóttir sérfræðingur í jafnréttismálum hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur kom inná fundin með kynningu um mannréttindastefnu borgarinnar og gerð framkvæmdaáætlunar.

Ákveðið að hefja kynningu á jafnréttis- og mannréttindaáætlun fyrir starfsmönnum og efna síðar til vinnufundar með stjórnendum.

Fundi slitið.