Jafnréttis- og mannréttindaráð

45. fundur 16. mars 2016 kl. 17:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
  • Ragnheiður Bóasdóttir aðalfulltrúi
  • Amid Derayat aðalfulltrúi
  • Sema Erla Serdar aðalfulltrúi
  • Þórdís Helgadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1511566 - Framkvæmdaráætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2015-2018

Farið yfir drög aðgerðaáætlunarinnar. Áætlunin verður send til umsagnar hlutaðeigandi nefnda þegar drögin eru tilbúin.

2.1305557 - Styrkir til jafnréttis- og mannréttindamála

Ráðið ákveður að í ár verði auglýst eftir styrkjum til sérgreindra verkefna tengdum fjölmenningu.

Fundi slitið.