Jafnréttis- og mannréttindaráð

23. fundur 20. nóvember 2013 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ragnheiður K Guðmundsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1311274 - Kynjuð hagstjórn - fræðsluerindi frá Jafnréttisstofu

Hugrún R. Hjartardóttir frá Jafnréttisstofu kynnti kynjaða fjárhags- og starfsáætlunagerð fyrir sveitarfélög.

 

Jafnréttis- og mannréttindaráð telur að með því að nýta sér kynjaða hagstjórn sé unnt að auka jafnrétti innan sveitarfélagsins, bæta nýtingu opinberra fjármuna og  efnahagsstjórn.  Þau sveitarfélög sem hafa hafið þessa vinnu eru Reykjavíkurborg, Hafnarfjörður og Akureyrarbær.

 

Jafnréttis- og mannréttindaráð mun halda áfram að kynna sér þessa aðferðarfræði með það að markmiði að stuðla að innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar hjá Kópavogsbæ. 

Fundi slitið - kl. 19:15.