Jafnréttis- og mannréttindaráð

36. fundur 15. apríl 2015 kl. 17:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
  • Ragnheiður Bóasdóttir aðalfulltrúi
  • Guðrún Hulda Eyþórsdóttir aðalfulltrúi
  • Lárus Axel Sigurjónsson aðalfulltrúi
  • Unnur Tryggvadóttir Flóvenz aðalfulltrúi
  • Amid Derayat aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Björgvinsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1409294 - 100 ára kosningaréttur kvenna 2015

Farið yfir dagskrá og framkvæmd málþingsins 6. maí nk.

2.1408261 - Jafnréttis- og mannréttindastefna Kópavogs 2014-2018

Jafnréttis- og mannréttindaráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs til afgreiðslu.

3.1504245 - Umsókn um styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði 2015

Umsókn frá heimilisofbeldisteymi barnaverndar Kópavogs
Samþykkt er að veita umsækjanda styrk að fjárhæð kr. 300.000

4.1504190 - Umsókn um styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs

Umsókn frá Winda, félags áhugafólks um pólska og íslenska menningu.
Afgreiðslu frestað. Jafnréttisráðgjafa er falið að kanna betur grundvöll fyrir veitingu styrks.

5.1504246 - Umsókn um styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs 2015

Umsókn frá þjónustudeild fatlaðs fólks, Velferðarsviði Kópavogs.
Ekki er unnt að verða við umsókninni.

6.1504273 - Umsókn um styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði 2015

Umsókn frá Nönnu Hlín Skúladóttur
Ekki er unnt að verða við umsókninni.

7.1104028 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd - Önnur mál

Jafnréttis- og mannréttindarað skorar á bæjaryfirvöld að fara að tilmælum ríkisstjórnar um að veita starfsfólki frí frá hádegi 19. júní nk.

Fundi slitið.