Leikskólanefnd

12. fundur 01. desember 2009 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.911900 - Starfsmannamál - leikskólanefnd 01.12.2009

Leikskólanefnd samþykkir ráðningar umsækjenda og launalaust leyfi.

2.911706 - Leikskólinn Fagrabrekka - Umsókn um ferðastyrk

Leikskólanefnd vísar erindinu til næsta fjárhagsárs.

3.911732 - Leikskólinn Fagrabrekka - Beiðni um tvo skipulagsdaga 2010

Óskað er eftir að taka saman tvo skipulagsdaga vegna fyrirhugaðrar náms- og kynnisferðar. Samþykki foreldra liggur fyrir. Leikskólanefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að af náms- og kynnisferð verði.

4.910067 - Starfsáætlanir leikskóla 2009-2010

Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlanir eftirtalinna leikskóla:

Rjúpnahæðar

Furugrundar

Kópasteins

Núps

Fögrubrekku

Dals

Kópahvols

Í samþykktinni felst að leikskólanefnd hefur móttekið og yfirfarið áætlanirnar og staðfest fyrir sitt leyti. Leikskólanefnd leggur áherslu á að í framtíðinni liggi starfsáætlanir fyrir í upphafi skólaárs ásamt skóladagatali. Leikskólanefnd fagnar því hve rík starfsgleði og bjartsýni einkennir framlagðar áætlanir.

5.911258 - Fundir leikskólastjóra 2009-2010

Lögð fram fundargerð 4. fundar leikskólastjóra 2009-2010

6.911905 - Verktakasamningur um þjónustu sálfræðings við leikskóla Kópavogs

Leikskólanefnd mælir með samningi við Svandísi Ásu Sigurjónsdóttur, sálfræðing.

7.911904 - Verktakasamningur um þjónustu talmeinafræðings við leikskóla Kópavogs

Leikskólanefnd mælir með samningi við Signýju Einarsdóttur, talmeinafræðing.

8.911903 - Verktakasamningur um þjónustu talmeinafræðings við leikskóla Kópavogs

Leikskólanefnd mælir með samningi við Brynju Jónsdóttur, talmeinafræðing.

9.911902 - Verktakasamningur um þjónustu sálfræðings við leikskóla Kópavogs - vorönn 2010

Leikskólanefnd mælir með samningi við Guðlaugu Ásmundsdóttur, sálfræðing.

10.909518 - Önnur mál

a: Leikskólanefnd felur fræðsluskrifstofu að fara yfir fundargáttarmál svo leikskólanefnd megi sem best þjóna hlutverki sínu. 

 

b: Lagt fram bréf leikskólafulltrúa þar sem tilkynnt er um breytingar á varafulltrúa leikskólastjóra til 1. september 2011. Nýr fulltrúi er Margrét Magnúsdóttir, leikskólastjóri í Baugi.

 

 

Fundi slitið kl. 17.35.

Fundi slitið - kl. 18:15.