Leikskólanefnd

91. fundur 22. febrúar 2018 kl. 16:30 - 18:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Magnús Helgi Björgvinsson aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir foreldrafulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

Almenn mál

1.1704658 - Menntasvið-tölfræði

Rekstrarstjóri menntasviðs kynnir samantekt á veikindadögum í leikskólum Kópavogs
Sindri Sveinsson, rekstrarstjóri menntasviðs, kynnti niðurstöður veikindatíðni í leikskólum Kópavogs á árunum 2013-2017.

Almenn mál

2.1512173 - Skemmtilegri leikskólalóðir.

Lagt fram til kynningar
Leikskólanefnd samþykkir tillögu garðyrkjustjóra um ráðstöfun 40 m.kr. í framkvæmdir á leikskólalóðum á árinu 2018 í samræmi við skýrslu um skemmtilegar leikskólalóðir, með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn mál

3.1802097 - Umsókn um leyfi til daggæslu

Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi í Kópavogi
Leikskólanefnd samþykkir leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

4.1510098 - Starfsáætlun leikskólans Rjúpnahæðar

Lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Rjúpnahæðar.

Almenn mál

5.1802423 - Málfærni eldri leikskólabarna (MELB) umsókn um leyfi til Kópavogsbæjar um forprófun

Beiðni um leyfi til rannsóknar forprófunar málþroskaprófs fyrir leikskólabörn á aldrinum 4-6 ára.
Leikskólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti leyfi til rannsóknar með þeim fyrirvara að leikskólastjórar og foreldrar samþykki framkvæmd rannsóknarinnar.

Almenn mál

6.1510139 - Ósk um breytingu á skipulagsdegi leikskólans Austurkórs

Beiðni um tilfærslu á skipulagsdegi fyrir skólaárið 2018-2019
Leikskólanefnd samþykkir beiðni um tilfærslu á skipulagsdegi skólaárið 2018-2019.

Almenn mál

7.1608860 - Ósk um breytingu á skipulagsdegi vegna námsferðar 2018.

Beiðni um tilfærslu á skipulagsdegi fyrir vorið 2018.
Leikskólanefnd samþykkir með þremur atkvæðum gegn tveimur tillögu um tilfærslu á skipulagsdegi 4. maí til 20. apríl með fyrirvara um samþykki foreldraráðs Aðalþings. Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa Bjartrar framtíðar, Eiríks Ólafssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Gunnlaugs Ólafssonar og fulltrúa Samfylkingar, Magnúsar Björgvinssonar gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Jóhönnu Heiðdal og fulltrúa Vinstri Grænna, Helga Hrafns Ólafssonar.
Leikskólanefnd áréttar jafnframt að í umsókn um tilfærslu skipulagsdaga þarf að liggja fyrir samþykki foreldraráðs og skýrt komi fram hvaða dag er óskað tilfærslu á.

Almenn mál

8.1208715 - Reglur um innritun og dvöl í leikskólum

Deildarstjóri leikskóladeildar kynnir uppfærslu á innritunarreglunum og forgangsbeiðnum í leikskóla.
Leikskólanefnd samþykkir nýtt form til umsóknar um forgang í leikskóla og endurskoðaðar reglur um innritun og dvöl barna í leikskólum með öllum greiddum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:45.