Lista- og menningarráð

73. fundur 08. júní 2017 kl. 17:15 - 18:59 í Salnum, Hamraborg 6
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir starfsmaður nefndar
  • Aino Freyja Jarvela starfsmaður nefndar
  • Hrafn Sveinbjarnarson starfsmaður nefndar
  • Kristín Dagmar Jóhannesdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Aino Freyja Jarvela
Dagskrá

Almenn mál

1.1008095 - Málefni héraðsskjalasafns

Hrafn Sveinbjarnarson forstöðumaður Héraðsskjalasafns fer yfir ýmis mál safnsins.
Lista- og menningarráð þakkar Hrafni Sveinbjarnarsyni fyrir greinargóða kynningu á starfi Héraðsskjalasafns Kópavogs og gerir sér grein fyrir því að safnið þurfi aukið geymslurými á næstu árum.

Almenn mál

2.1611637 - Umsókn um framkvæmdar- og rekstrarstyrk vegna Cycle listahátíðar

Farið yfir drög að samningi við Cycle Music and Art Festival til tveggja ára.
Ráðið samþykkir samninginn.

Almenn mál

3.1705745 - Umsókn um verkefnastyrk

Lögð fram umsókn um skyndistyrk frá Anarkiu.
Lista- og menningarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni að svo komnu máli.

Almenn mál

4.1706080 - Listaverkakaup Gerðarsafns

Ráðið ákvarðar upphæð til listaverkakaupa.
Lista- og menningarráð hefur hug á að taka upp að nýju kaup á listaverkum til að efla safnkost Gerðarsafns að fenginni stefnu frá forstöðumanni Gerðarsafns í listaverkakaupum til næstu þriggja ára. Æskilegt væri að fá hugmyndir frá forstöðumanni Gerðarsafns um sýningarhald á safneign á næstu árum. Málið tekið upp að nýju að fengnum upplýsingum frá forstöðumanni.

Almenn mál

5.1706081 - Tillögur bæjarlistamanns

Ráðið fer yfir tillögur Sigtryggs Baldurssonar bæjarlistamanns.
Ráðið leggur til að bæjarlistamaður vinni úr tillögunum í samráði við Ólöfu Breiðfjörð verkefnastjóra barnastarfs Menningarhúsanna og Aino Freyju forstöðumann Salarins. Í ljósi tillögu bæjarlistamanns um Millaball í Kópavogi leggur ráðið til að tekið verði upp samtal við framkvæmdastjóra Markaðsstofa Kópavogs um mögulega útfærslu á slíkum viðburði.

Almenn mál

6.17031026 - Tíbrá, tónleikaröð

Aino Freyja, forstöðumaður Salarins, leggur fram drög að dagskrá haustsins í Salnum.
Ráðið bókar að framundan sé mjög metnaðarfull dagskrá í Tíbrá í haust og spennandi barnadagskrá í Salnum.

Almenn mál

7.1706376 - Minnisvarði um Jón úr Vör - Skáldarómur eftir Grím Marinó

Rætt um Minnisvarða um Jón úr Vör - Skáldaróm eftir Grím Marínó.
Ráðið vísar málinu til Kristínar, forstöðumanns Gerðarsafns. Óskar ráðið eftir því að forstöðumaður Gerðarsafns formgeri verkið sem gjöf til bæjarins og finni því svo stað í námuda við Menningarhúsin í samstarfi við forstöðumann Bókasafns Kópavogs. Fái tilboð í uppsetningu á verkinu ásamt hreinsun sem svo yrði lagt undir lista- og menningaráð.

Fundi slitið - kl. 18:59.