Lista- og menningarráð

100. fundur 11. apríl 2019 kl. 17:15 - 19:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalmaður
  • Vigdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

1.1902764 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Ósk um styrk vegna móttöku kórs frá Óðinsvéum.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita Samkórnum kr. 100.000 í styrk.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

2.1903132 - Umsókn um rekstrarstyrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna kaupa á leir-rennibekk.
Lista og menningarráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

3.1903898 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Beiðni um styrk vegna efniskaupa fyrir prentsmiðjuna Prent & vinir
Lista og menningarráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

4.1904404 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Styrkbeiðni vegna kvikmyndasmiðju á Grænlandi
Lista og menningarráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

5.19031114 - Styrkbeiðni vegna útgáfu á lögum Jónasar Ingimundarsonar

Styrkbeiðni vegna upptöku og útgáfu á lögum Jónasar Ingimundarsonar. Erindi vísað frá bæjarráði.
Lista- og menningarráð felur forstöðumanni menningarmála að ræða við umsækjendur.
Fundur samþykkir að taka málið fyrir með afbrigðum.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

6.1904584 - Óskað eftir niðurfellingu á leigu fyrir Salinn vegna vortónleika kórsins

Beiðni um niðurgreiðslu á leigu Salarins vegna ókeypis tónleika fyrir bæjarbúa
Lista- og menningarráð samþykkir að veita Karlakór Kópavogs kr. 180.000 vegna gjaldfrjálsra tónleika sem þeir halda í Salnum á afmælisdegi Kópavogsbæjar 11. maí.

Almenn mál

7.1502338 - Menningarstyrkir 2015-2016

Endurskoðun á styrkveitingareglum lista- og menningarráðs
Máli frestað og forstöðumanni menningarmála falið að taka saman þær breytingatillögur sem komu fram á fundinum og leggja samantektina fyrir fund ráðsins í júní.

Almenn mál

8.1904379 - Bókasafn Kópavogs. Breytingar á húsnæði

Kynning á fyrirhuguðum breytingum í Bókasafni Kópavogs
Ráðið þakkar kynningu á fyrirhuguðum breytingum og lýsir áægju sinni með þær.

Fundi slitið - kl. 19:15.