Lista- og menningarráð

344. fundur 09. september 2009 kl. 16:30 - 18:00 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Linda Udengård deildarstjóri menningarmála
Dagskrá

1.909009 - Kópavogsdagar 2010

Umræða um dagskrá Kópavogsdaga og þátttöku Kópavogsbúa og menningarstofnanna. Samþykkt að boða til samráðsfundar við forstöðumenn um þema dagana.

2.907048 - Rekstrarsamningur Leikfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar.

Umræða um skýrslu stjórnar Leikfélags Kópavogs, leikárið 2008-2009. Leikfélagið uppfyllir samningsákvæði í 1.gr.b  í rekstrar- og samstarfssamningi.  Lista-og menningarráð áréttar að leikfélaginu virði ákvæði greinar 1. gr. b í samningi bæjarins og félagsins m.a um endurgjaldlaus afnot samkvæmt 5. og 6. lið.   Jafnframt óskar ráðið eftir sundurgreindum upplýsingum frá félaginu um þátttöku í starfsemi þar með talin aðsókn að sýningum og námskeiðahaldi. Félaginu mun verða sent eyðublað þar að lútandi.                                                                                                         

3.909114 - Fyrirspurn um kostnað við menningardaga 2008.

Ása Richardsdóttir ítrekaði fyrri fyrirspurn um sundurliðaðan kostnað við menningardaga (Ekvador) árið 2008.

Vísað til sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs til úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 18:00.