Lista- og menningarráð

50. fundur 20. október 2015 kl. 17:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Hannes Friðbjarnarson aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1205551 - Málefni Tónlistarhúss Kópavogs, Salarins

Forstöðumaður Salarins, Aino Freyja Jarvela, kynnir hugmyndir til að efla sérstöðu Salarins, tónlistarhúss Kópavogs, sem settar eru fram í kjölfar samþykktar menningarstefnu bæjarins.
Ráðið tekur vel í hugmyndir um stofnun fagráðs um málefni Salarins og að sérstaða Salarins verði styrkt.

2.1011115 - Ljóðasamkeppnin Ljóðstafur Jóns úr Vör

Björg Baldursdóttir leggur fram drög að reglum fyrir ljóðasamkeppni Ljóðstafs Jóns úr Vör
Ráðið ákveður að vinna að reglunum áfram. Jafnframt að auglýst verði eftir ljóðum í ljóðasamkeppnina fljótlega en verðlaunaféð er tvöfaldað frá því í fyrra þar sem enginn hlaut Ljóðstafinn þá. Einnig ákveðið að auglýsa eftir ljóðum í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs.

Fundi slitið.