Menntaráð

35. fundur 04. desember 2018 kl. 17:15 - 18:59 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
 • Björg Baldursdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar

Kynning og umræður um stefnumótun Kópvogsbæjar.Til undirbúnings fyrir fund, skoðið eftirfarandi slóð: https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/heimsmarkmid-sameinudu-thjodanna-innleidd-i-kopavogi-1
Auður Finnbogadóttir, verkefnastjóri kom á fund ráðsins og kynnti stefnu Kópavogsbæjar og heimsmarkmiðin.

Almenn erindi

2.15082358 - Menntasvið-ársskýrslur skólaþjónustu

Ársskýrsla skólaþjónustu fyrir skólaárið 2017-2018 lögð fram.
Lagt fram.

Almenn erindi

3.14011128 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi

Svar fyrir fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar í menntaráði frá 2. október 2018 lagt fram.
Donata Honkowicz-Bukowska, kennsluráðgjafi og Hekla Hannibalsdóttir, verkefnastjóri kynntu hvernig Kópavogsbær skipuleggur og vinnur að stuðningi við nemendur með annað móðurmál en íslensku.

Menntaráð Kópavogs beinir því til Menntamálastofnunar að stofnunin bæti sem allra fyrst úr skorti á viðeigandi námsefni fyrir börn og unglinga með annað móðurmál en íslensku. Mikilvægt er að bætt verði úr, þar sem rannsóknir sýna að skorturinn veldur meðal annars ótímabæru brottfalli úr skóla.

Svar við fyrirspurn var lagt fram. Pétur Hrafn Sigurðsson, fulltrúi Samfylkingar, þakkar svarið.

Almenn erindi

4.1701440 - Menntaráð-fundaáætlun

Fundaáætlun menntasviðs fyrir vormisseri 2019 lögð fram.
Menntaráð samþykkir fundaráætlun fyrir vormisseri 2019.

Fundi slitið - kl. 18:59.