Menntaráð

39. fundur 05. mars 2019 kl. 17:15 - 18:50 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
  • Björg Baldursdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildrstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1502430 - Menntasvið-stefnumótun

Kynning á stöðu innleiðingar heimsmarkmiða á menntasviði. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem hefur verið ráðin verkefnastjóri í tímabundið starf til stuðnings við stofnanir vegna innleiðingar kynnir sig.
Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, verkefnastjóri innleiðingar heimsmarkmiða á menntasviði, kynntu vinnuferli við innleiðinguna. Menntaráð býður Sigurlaugu Önnu velkomna til starfa. Ráðið hlakkar til að fylgjast með vinnu stofnana að kortlagningu heimsmarkmiða.

Almenn erindi

2.1902046 - Opinn fundur Ungmennaráð Kópavogs 2019

Kynning á ungmennaþingi sem haldið verður í mars.
Lagt fram.

Almenn erindi

3.1902397 - Kópurinn 2019

Kosning í valnefnd Kópsins sem frestað var frá síðasta fundi.
Menntaráð tilnefnir Guðmund Geirdal og Helgu Maríu Hallgrímsdóttur, fulltrúa meirihluta og Ragnhildi Reynisdóttur, fulltrúa minnihluta í valnefnd Kópsins ásamt Þorvari Hafsteinssyni, fulltrúa foreldra.

Almenn erindi

4.1902514 - Námsgögn 2019-2020 - Örútboð

Vinnuferli við innkaup á námsgögnum.
Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar, kynnir vinnuferli við val og innkaup á námsgögnum fyrir skólaárið 2019-2020.

Fundi slitið - kl. 18:50.