Menntaráð

60. fundur 21. apríl 2020 kl. 17:15 - 19:15 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
 • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
 • Magnea Einarsdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2003544 - Neyðarstjórn Kópavogs - Viðbrögð vegna Covid-19

Farið yfir framkvæmd skólastarfs á tímum Covid-19 faraldurs í grunnskólum Kópavogs og hjá skólahljómsveit Kópavogs.
Menntaráð þakkar skólastjórnendum, starfsfólki skólanna sem og starfsfólki menntasviðs fyrir mjög gott starf og jákvætt viðhorf og viðbrögð í þessum óvenjulegu aðstæðum

Almenn erindi

2.2004317 - Grunnskóladeild-fjarnám

Kynning á framkvæmd fjarnáms við grunnskóla Kópavogs á tímum skerts skólastarfs.
Bergþóra Þórhallsdóttir, verkefnastjóri í upplýsingatækni kom á fundinn og gerði grein fyrir fjarnámi og stuðningi menntasviðs við grunnskóla bæjarins við skipulag þess.

Almenn erindi

3.2002675 - Húsnæðismál Hörðuvallaskóla 2020

Staða húsnæðismála kynnt.
Lagt fram.

Almenn erindi

4.2002070 - Menntasvið-eineltisáætlanir, viðmið og fræðsla

Upplýst um stöðu verkefnis á menntasviði við gerð viðmiða fyrir eineltisáætlanir grunnskóla, fræðslu og samráð við skólastjórnendur um hvernig stuðlað er að jákvæðum skólabrag og samskiptum.
Jafnframt lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, áheyrnafulltrúa Pírata: "Óska eftir upplýsingum um hvaða eineltisáætlunum er unnið eftir, og hvernig haldið er utan um atvikaskráningu, í hverjum grunnskóla Kópavogs fyrir sig."
Máli frestað.

Almenn erindi

5.2003962 - Menntasvið-ráðning skólastjóra Vatnsendaskóla

Kynning á ráðningu Maríu Jónsdóttur í stöðu skólastjóra.
Menntaráð býður Maríu Jónsdóttur velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar.

Almenn erindi

6.2003959 - Menntasvið-ráðning skólastjóra Hörðuvallaskóla

Kynning á ráðningu Þórunnar Jónasdóttur í stöðu skólastjóra.
Menntaráð býður Þórunni Jónasdóttur velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar.

Fundi slitið - kl. 19:15.