Menntaráð

73. fundur 02. febrúar 2021 kl. 17:15 - 19:17 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
 • Börkur Vígþórsson fulltrúi skólastjóra
 • Erlendur H. Geirdal aðalmaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2101815 - Menntasvið-áhættumat á hugbúnaði

Kynnt samvinnuverkefni nokkurra sveitarfélaga um áhættumat á hugbúnaði sem notaður er í skólastarfi.
Bergþóra Þórhallsdóttir, verkefnastjóri í upplýsingatækni kynnti vinnu við áhættumat á hugbúnaði.

Almenn erindi

2.2101724 - Menntasvið-matsrannsókn, spjaldtölvur

Lögð fram rannsóknaráætlun vegna mats á innleiðingu spjaldtölva í skólastarfi.
Menntaráð lýsir yfir ánægju sinni með áætlun um matsrannsókn á spjaldtölvuinnleiðingu.

Almenn erindi

3.2101628 - Verklagsreglur um viðbrögð við ofbeldi

Lagðar fram endurskoðaðar verklagsreglur um viðbrögð við ofbeldi í stofnunum menntasviðs.
Lagt fram.

Almenn erindi

4.2012447 - Akstursþjónustu fatlaðra fyrir börn að 16 ára aldri

Lögð fram tillaga um breytingu á vinnulagi vegna akstursþjónustu fatlaðra fyrir börn að 16 ára aldri ásamt nýjum reglum fyrir þjónustuna.
Menntaráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu um breytingar á vinnulagi varðandi umsóknir um akstursþjónustu fatlaðra barna með öllum greiddum atkvæðum. Jafnframt samþykkir menntaráð fyrir sitt leyti reglur um akstursþjónustu fatlaðra barna á leik- og grunnskólastigi með áorðnum breytingum með öllum greiddum atkvæðum.
Menntaráð vísar reglum um akstursþjónustu fatlaðra barna á leik- og grunnskólastigi til umsagnar notendaráðs fatlaðs fólks.

Almenn erindi

5.1709940 - Grunnskóladeild-mat og eftirlit með sundakstri

Farið yfir skipulag á sundakstri fyrir grunnskólanemendur í Kópavogi vegna fyrirspurnar frá Ragnhildi Reynisdóttur, fulltrúa BF Viðreisnar.
Lagt fram.

Almenn erindi

6.2101813 - Menntasvið-rekstur

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá Ragnhildi Reynisdóttur og Ingibjörgu Auði Guðmundsdóttur, fulltrúum BF Viðreisn:

"Óskum eftir upplýsingum um hvernig reiknað er út stöðugildi fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum Kópavogsbæjar. Er reiknað pr. haus eða hefur áhrif td. hve langt er í íþróttahús, sundlaugar, osfrv. Eða hafa aðrir þættir áhrif á fjölda stöðugilda?"

Fyrirspurn vísað til menntasviðs.

Fundi slitið - kl. 19:17.