Menntaráð

147. fundur 02. september 2025 kl. 16:30 - 18:30 í Lindaskóla
Fundinn sátu:
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir formaður
  • Hildur Karen Sveinbjarnardóttir aðalmaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Hjördís Einarsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska, aðalmaður boðaði forföll og Björn Þór Rögnvaldsson varaformaður, sat fundinn í hans stað.
  • Tryggvi Felixson aðalmaður
  • María Ellen Steingrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir aðalmaður
  • Karen Rúnarsdóttir aðalmaður
  • Sigrún Bjarnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Ingibjörg Ýr Pálmadóttir starfsmaður menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Ýr Pálmadóttir Deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Margrét Ármann, skólastjóri Lindaskóla, bauð fundarmenn velkomna og kynnti innleiðingar- og þróunarverkefni sem eru í gangi í skólanum.
Margrét Ásgeirsdóttir og Sigrún Dóra Jónsdóttir kynntu starfið í kringum Barnasáttmálann.

Almenn erindi

1.2209345 - Menntasvið-Ársskýrsla skólaþjonustu

Ársskýrsla skólaþjónustu grunnskóla lögð fram. Hún sýnir mynd af þeirri þjónustu sem grunnskóladeild veitir út í grunnskólana.
Ársskýrsla skólaþjónustu grunnskólanna lögð fram til kynningar.

Almenn erindi

2.2212624 - Forvarnarsjóður Kópavogs - úthlutunarreglur

Lögð fram tillaga um áherslur forvarnasjóðs og ferli úthlutunar fyrir 2025, kosning valnefndar fer jafnframt fram.
Ferli úthlutunar úr forvarnasjóði kynnt af Victori Berg Guðmundssyni.

Valnefnd kosin.

Í valnefnd sitja:
Karen Rúnarsdóttir fulltrúi foreldra,
Haukur Thors Einarsson fyrir hönd meirihluta,
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fyrir hönd minnihluta.

Victor Berg vék af fundi kl. 18:20.

Gestir

  • Victor Berg Guðmundsson - mæting: 18:00

Almenn erindi

3.2508695 - Reglur um akstursþjónusta leik- og grunnskólabarna

Tillaga að breytingum á reglum um akstursþjónustu fatlaðra barna að 16 ára aldri lögð fram.
Reglur um akstursþjónustu fatlaðra barna við leik- og grunnskóla. Menntaráð vísar reglum til umsagnar í Notendaráði í málefnum fatlaðs fólks.

Almenn erindi

4.25081309 - Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa í menntaráði Maríu Ellen Steingrímsdóttur, Viðreisn um stöðu Barnaskóla Kársness

Svar við fyrirspurn lagt fram.
Lagt fram.
Menntaráð fagnar því að nýr Barnaskóli Kársness sé tekinn til starfa.

Fundi slitið - kl. 18:30.