Menntaráð

149. fundur 07. október 2025 kl. 16:30 - 18:30 í Salaskóla
Fundinn sátu:
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir formaður
  • Hildur Karen Sveinbjarnardóttir aðalmaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Hjördís Einarsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Tryggvi Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Hreiðar Oddsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • María Ellen Steingrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir aðalmaður
  • Karen Rúnarsdóttir aðalmaður
  • Sigrún Bjarnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Ingibjörg Ýr Pálmadóttir starfsmaður menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Ýr Pálmadóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Kristín Sigurðardóttir skólastjóri Salaskóla tekur á móti menntaráði og kynnir helstu verkefni fyrir skólaárið 2025-2026.

Almenn erindi

1.2508729 - Framtíðin í fyrsta sæti - grunnskólatillögur

Kynning á Áætlun um vinnslu skimunar- og aðgerðaáætlunar fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi.
Menntaráð þakkar Sigurlaugu Rún Brynleifsdóttur og Elínu Guðrúnu Pálsdóttur kynningu á verkefninu "Áætlun um vinnslu skimunar- og aðgerðaáætlunar fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi".

Sigurlaug Rún og Elín Guðrún yfirgáfu fund kl. 17:30.

Gestir

  • Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir - mæting: 17:00
  • Elín Guðrún Pálsdóttir - mæting: 17:00

Almenn erindi

2.2508729 - Framtíðin í fyrsta sæti - grunnskólatillögur

Kynning á samræmdum matskvörðum í grunnskólum.
Á fundi menntaráðs þann 16. september síðast liðinn var lögð fram kynning á samræmdum matskvörðum í Kópavogi - ákvörðun var frestað skv. fundargerð 148. fundi menntaráðs.
Samræmdir matskvarðar lagðir fram á ný með ágripi.

Almenn erindi

3.2508695 - Reglur um akstursþjónustu fatlaðra leik- og grunnskólabarna

Lagt fram til samþykktar eftir umfjöllun í Notendaráði í málefnum fatlaðs fólks.
Á fundi menntaráðs þann 2. september síðast liðinn var samþykki fyrir Reglum um akstursþjónustu fatlaðra barna á leik- og grunnskólastigi vísað til umfjöllunar í Notendaráði í málefnum fatlaðs fólks. Notendaráð fjallaði um Reglur um akstursþjónustu fatlaðra barna á leik- og grunnskólastigi þann 6. október og hefur engar athugasemdir við uppfærðar reglur. Þær eru lagðar fram til samþykktar á fundi menntaráðs 7. október. Menntaráð samþykkir "Reglur um akstursþjónustu leik- og grunnskólabarna".

Fundi slitið - kl. 18:30.