Skipulags- og umhverfisráð

11. fundur 07. júlí 2025 kl. 15:30 - 18:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Guðjón Ingi Guðmundsson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Leó Snær Pétursson, aðalmaður boðaði forföll og Andrés Pétursson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2505026F - Bæjarstjórn - 1322. fundur frá 10.06.2025

2505016F - Skipulags- og umhverfisráð - 9. fundur frá 02.06.2025.



2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.



2505604 - Kársnesbraut 108. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.



24091148 - Breiðahvarf 2. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2505021F - Bæjarráð - 3217. fundur frá 05.06.2025

2505016F - Skipulags- og umhverfisráð - 9. fundur frá 02.06.2025.



2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2504777 - Þjónustumiðstöð og hesthúsasvæði. Breyting á aðal- og deiliskipulagi Kjóavalla. Upphaf skipulagsvinnu.

Bæjarráð vísar málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs og áhættu og fjárstýringarstjóra.



2505604 - Kársnesbraut 108. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24091148 - Breiðahvarf 2. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.25043169 - Silfursmári 1-7. Óveruleg breyting á aðalskipulagi

Lögð er fram tillaga umhverfissviðs að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, dags. 3. júlí 2025, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga er unnin af Kópavogsbæ. Breytingin felur í sér að skilmálar fyrir hámarkshæðir húsa við Silfursmára 1-7 eru hækkaðar í allt að 11 hæðir, sú efsta inndregin. Samhliða breytingu á aðalskipulagi er lögð fram breyting á deiliskipulagi fyrir lóðina.
Fundarhlé kl. 15:34, fundi fram haldið kl. 15:37.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.2411179 - Silfursmári 1-7. Breytt deiliskipulag.

Lögð er fram tillaga Klasa að breytingu á deiliskipulagi fyrir Silfursmára 1-7, dags. 3. júlí 2025, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að byggðir verði allt að 22.970 m2 ofanjarðar af blandaðri byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis þar sem verði allt að 80 íbúðir. Einnig er heimild fyrir allt að 20.000 m2 neðanjarðar. Hús eru almennt á bilinu 2-5 hæðir en það hæsta allt að 11 hæðir, sú efsta inndregin. Markmið með tillögunni er m.a. að styrkja enn frekar svæðiskjarnann í Smáranum og tengja saman 201 Smára og Smáralind þannig að miðsvæðin tengist með byggð og torgsvæðum. Hún felur í sér að íbúðum er fjölgað um 62 frá fyrra deiliskipulagi og stuðlar að auknum lífsgæðum með fjölbreyttu mannlífi, verslun og þjónustu. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:000 dags. 2. júlí 2025 og aðskilinni greinargerð dags. 2. júlí 2025. Einnig lagt fram samgöngumat fyrir Silfursmára 1-7 unnið af VSÓ dags. 30. júní 2025 og minnisblað um frumathugun á vindafari unnið af Veðurvaktinni, dags. 11. nóv. 2025.

Halldór Eiríksson arkitekt frá Tark, Svava Þorleifsdóttir landslagsarkitekt frá Landslagi, Smári Ólafsson umferðar- og samgönguverkfræðingur hjá VSÓ, og Sólveig Jóhannsdóttir frá Klasa gerðu grein fyrir erindinu.
Guðjón I. Guðmundsson tók sæti á fundinum kl. 15:51.

Samþykkt með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Svava Þorleifsdóttir - mæting: 15:40
  • Smári Ólafsson - mæting: 15:40
  • Halldór Eiríksson - mæting: 15:40
  • Sólveig Jóhannsdóttir - mæting: 15:40

Almenn erindi

5.23112060 - Keppnisvöllur við Kórinn. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 3. júlí 2025 að breytingu á deiliskipulaginu, Hörðuvellir - Heilsu-, íþrótta- og fræðasetur samþykkt í bæjarstjórn 19. júlí 2005 með síðari breytingum og Hörðuvellir Miðsvæði, samþykkt í bæjarstjórn 28. ágúst 2014 en heildarskipulag sem er í gildi á svæðinu er deiliskipulag Hörðuvalla samþykkt 24. júlí 2003.

Í breytingunni felst nýr keppnisvöllur norðan Kórsins í samræmi við kröfur KSÍ til knattleikja í efstu deild m.a. m.t.t. lágmarksfjölda áhorfenda í sætum með yfirbyggðu þaki auk aðstöðu fyrir fjölmiðla og flóðlýsingu. Austan keppnisvallarins er gert ráð fyrir yfirbyggðri áhorfendastúku allt að 3000m². Áætlað heildarbyggingarmagn á lóðinni verður áfram samtals 41.500 m² og nýtingarhlutfall 0,61. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir stækkun lóðarinnar um 600 m² úr 67.662m² í 68.262m² til norðurs og austurs.

Freyr Snorrason verkefnastjóri og Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar gerðu grein fyrir erindinu.
Samþykkt með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ármann Halldórsson - mæting: 16:10
  • Freyr Snorrason - mæting: 16:10

Almenn erindi

6.2507150 - Bæjarlind 8-10. Fyrirspurn.

Lögð fram til kynningar fyrirspurn Jóhönnu Helgadóttur arkitekts dags. 28. maí 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 8-10 við Bæjarlind um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis verði heimilað að byggja íbúðarhúsnæði á lóðinni.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

7.23111613 - Ásbraut. Nýtt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að deiliskipulagi Ásbrautar dags. 20 júní 2025. Í tillögunni er göturými Ásbrautar endurhannað til að bæta stígakerfi og tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð gangandi og hjólandi. Tillagan er unnin af VSÓ ráðgjöf og umhverfissviði Kópavogsbæjar.

Þá er einnig lagt fram minnisblað um fyrirkomulag hjólainnviða dags. 3. júlí 2025 og minnisblað um bílastæði dags. í júlí 2025.

Kristjana H. Kristjánsdóttir verkefnastjóri gerði grein fyrir erindinu.



Samþykkt með vísan til 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Kristjana H. Kristjánsdóttir - mæting: 16:44

Almenn erindi

8.2201629 - Auðbrekka þróunarsvæði. Svæði 4, Auðbrekka 15 til 27, oddatölur. Deiliskipulag.

Lögð fram til kynningar tillaga umhverfissviðs á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir svæði 4 í Auðbrekku dags 12. júní 2025. Svæðið er skilgreint sem samgöngumiðað þróunarsvæði í gildandi aðalskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð. Viðfangsefni tillögunnar snýr einkum að áframhaldandi þróun svæðis frá athafnasvæði yfir í blandaða byggð með sérstakri áherslu á gæði byggðar, góðum samgöngutengingum m.a. fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og almenningsrými. Haldið er áfram með heildarsýn fyrir framtíðarþróun sem var kynnt þegar deiliskipulag fyrir svæði 1, 2 og 3 var samþykkt 2016. Tillagan nær til lóða nr. 15, 17, 19, 21, 23 og 25-27 við Auðbrekku.

Uppdrættir í mkv. 1:2500 og 1:1000 dags. 28. maí 2025.

Brynja Guðnadóttir verkefnastjóri gerði grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt, umræður.

Gestir

  • Brynja Guðnadóttir - mæting: 16:50

Almenn erindi

9.25022006 - Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram uppfærð umsókn Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 20. júní 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 7 við Smiðjuveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst 1485,1 m² viðbygging við núverandi húsnæði á lóðinni til vesturs. Viðbyggingin mun vera á einni hæð auk kjallara. Þak á fyrirhugaðri viðbyggingu verður í sömu hæð og þak núverandi byggingar. Einnig er fyrirhugað að byggja 35m² viðbyggingu á einni hæð við austurgafl hússins. Núverandi bílastæði færast niður í hluta af kjallaranum en þar er gert ráð fyrir um 14 bílastæðum í opnu kjallararými. Bílastæðum á lóðinni fækkar úr 81 í 69.

Byggingarmagn eykst úr 3554 m² í 5039 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,7.

Uppdrættir í mkv. 1:2000, 1:1000 og 1:500 dags. 20. júní 2025.
Samþykkt með vísan til 1. mgr. 43. gr. skiipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.25052514 - Dalvegur 32A, B og C. Byggingaráform.

Lögð fram til kynningar í samræmi við skipulagsskilmála drög Sigurðar Halldórssonar arkitekts dags. 21. maí 2025 að byggingaráformum fyrir Dalveg 32C. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 ásamt greinargerð og skýringarmyndum og uppfærð yfirlitsmynd dags. 3. júlí 2025.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2025.

Brynja Guðnadóttir verkefnastjóri gerði grein fyrir erindinu.
Staðfest að framlögð drög að byggingaráformum dags. 21. maí 2025 samræmist gildandi deiliskipulagi að teknu tilliti til ábendinga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2025. Gerð er krafa um að gróðursetning á lóð verði í samræmi við uppfærða afstöðumynd dags. 3. júlí 2025.

Gestir

  • Brynja Guðnadóttir - mæting: 17:30

Almenn erindi

11.2506982 - Ný lóð milli Vatnsendabletts 509 og 510. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hrl. f.h. landeiganda dags. 26. apríl 2025 um skipulagningu lóðar fyrir einbýlishús á svæðinu milli Vatnsendabletts 509 og 510 með vísan til 2.2.4 gr. í eignarnámssátt Kópavogsbæjar og Þorsteins Hjaltested dags. 30 janúar 2007.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

12.25063078 - Roðahvarf 2-8. Byggingaráform.

Lögð fram til kynningar í samræmi við skipulagsskilmála byggingaráform Gunnar Páls Kristinssonar arkitekts dags. 26. apríl 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 2-8 við Roðahvarf.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

13.25062049 - Kríunes. Vatnsendi. Fyrirspurn

Lögð er fram fyrirspurn Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts dags. 20. júní 2025 f.h. lóðharhafa Kríuness í Vatnsenda. Fyrirspurn snýr að heimildum til að stækka hótel og byggingu baðhúss. Gert er ráð fyrir að byggingarmagn aukist um 880 m² umfram núverandi heimildir.

Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri aðalskipulags gerði grein fyrir erindinu.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

14.2410082 - Arnarnesvegur. Frá Hafnarfjarðarvegi að Reykjanesbraut. Nýtt deiliskipulag. Skipulagslýsing.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga skipulagsfulltrúa að skipulagslýsingu dags. 19. mars 2025 vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar tveggja vegkafla Arnarnesvegar. Annars vegar milli Hafnarfjarðarvegar og Reykjanesbrautar og hinsvegar frá Fífuhvammsvegi að Rjúpnavegi. Vegkaflinn milli Hafnarfjarðarvegar og Reykjanesbrautar er 1,6 km á lengd og er innan Kópavogs og Garðabæjar. Deiliskipulagið mun ná yfir veghelgunarsvæðin, stíga og gatnamót að nálægum íbúðarsvæðum. Unnið er að veghönnun beggja vegkaflanna með breytingum sem eru til þess ætlaðar að auka umferðaröryggi og um leið eru hljóðvarnir, stígatengingar og staðsetningar strætóstöðva yfirfarnar. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 7. apríl 2025 var samþykkt að auglýsa tillöguna, var hún auglýst frá 29. maí til 18. júní 2025. Athugasemdir bárust.

Skipulagslýsingin dags. 19. mars 2025 er unnin af Eflu fyrir Kópavogsbæ og Garðabæ í samvinnu við Vegagerðina.
Samþykkt að hafin verði vinna við gerð tillögu að deiliskipulagi með hliðsjón af umsögnum og ábendingum sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingar.

Almenn erindi

15.2501990 - Arnarnesvegur. Milli Fífuhvammsvegar og Rjúpnavegar. Nýtt deiliskipulag. Skipulagslýsing.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga skipulagsfulltrúa að skipulagslýsingu dags. 19. mars 2025 vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar tveggja vegkafla Arnarnesvegar. Annars vegar milli Hafnarfjarðarvegar og Reykjanesbrautar og hinsvegar frá Fífuhvammsvegi að Rjúpnavegi. Vegkaflinn frá Fífuhvammsvegi að Rjúpnavegi er um 1,1 km á lengd og er alfarið innan Kópavogs. Deiliskipulagið mun ná yfir veghelgunarsvæðin, stíga og gatnamót að nálægum íbúðarsvæðum. Unnið er að veghönnun beggja vegkaflanna með breytingum sem eru til þess ætlaðar að auka umferðaröryggi og um leið eru hljóðvarnir, stígatengingar og staðsetningar strætóstöðva yfirfarnar. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 7. apríl 2025 var samþykkt að auglýsa tillöguna, var hún auglýst frá 29. maí til 18. júní 2025. Athugasemdir bárust.

Skipulagslýsingin dags. 19. mars 2025 er unnin af Eflu fyrir Kópavogsbæ og Garðabæ í samvinnu við Vegagerðina.
Samþykkt að hafin verði vinna við gerð tillögu að deiliskipulagi með hliðsjón af umsögnum og ábendingum sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingar.

Almenn erindi

16.24032185 - Kjóavellir - garðlönd. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Kjóavalla. Svæðið sem breytingin nær til er innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Í breytingunni felst að komið verði fyrir skólagörðum og garðlöndum í efri byggðum Kópavogs á opna svæðinu OP-5.10. Reiðleið sem liggur um opna svæðið norðan Markavegar færist nær fyrirhuguðum bílastæðum og meðfram henni að hluta til kemur mön sem skermir reiðleiðina frá opna svæðinu. Reiðleiðin sem liggur frá undirgöngum undir Vatnsendaveg og að Tröllakór verður að göngustíg sem heldur áfram um opna svæðið eins og núverandi göngustígar eru um svæðið. Stígur sem nær frá bílastæðum að suðurhluta íþróttahússins Kórsins verður aðgangsstýrður og hægt að aka á til að tryggja gott aðgengi stærri bíla að hleðsludyrum mannvirkisins þegar stórir viðburðir eru haldnir. Undirgöng undir Markaveg verða tekin út og upphækkuð gatnaþrenging sett inn í staðinn til að hægja á akandi umferð um Markaveg. Ný reiðleið kemur sunnan megin meðfram Markavegi og göngustígur fellur út og hann aðeins hafður norðan megin meðfram Markavegi. Þverun með upphækkaðri gatnaþrengingu verður sett inn austar á svæði breytinga sem tengir Heimsendasvæðið við svæðið sunnan Markavegar. Lóð fyrir fjarskiptamastur minnkar, fer úr 493 m² í 240 m². Einnig er fallið frá lóð númer 2 við Heimsenda og 23 bílastæðum við enda lóðar nr. 1 við Heimsenda. Fyrirkomulag annarra bílastæða, gámasvæðis, reiðleiða, tamninga- og hringgerðis innan svæði breytinga breytist lítillega. Heildarfjöldi bílastæða á svæðinu helst óbreyttur. Samhliða þessari breytingu breytast skipulagsmörk deiliskipulags Hörðuvalla- Tröllakórs til samræmis og aðlagast að gildandi deiliskipulagi Kjóavalla. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 3. mars 2025 var samþykkt að auglýsa tillöguna, var hún auglýst frá 3. apríl til 19. maí 2025. Athugasemdir bárust.

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 28. júní 2024, uppfærður 14. ágúst 2024 og 28. febrúar 202.

Þá er einnig lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 13. júní 2025.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.24061530 - Hörðuvellir- Tröllakór. Breytt skipulagsmörk.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla- Tröllakórs. Í breytingunni felst aðlögun skipulagsmarka deiliskipulagsins til suðurs og suðvestur að mörkum aðliggjandi deiliskipulagssvæðis Kjóavalla. Skipulagssvæðið fer úr um 7 ha að flatarmáli í um 6 ha að flatarmáli. Göngustígur suðaustan megin við Tröllakór verður innan skipulagsmarka Hörðuvalla - Tröllakórs. Á fundi skipulagsráðs þann 1. júlí 2024 var samþykkt að auglýsa tillöguna, var hún auglýst frá 3. apríl til 19. maí 2025. Engar athugasemdir bárust.

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 28. júní 2024.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

18.25061869 - Skipulag skógræktar - leiðbeiningar um val á landi til skógræktar

Lagt fram erindi Vina íslenskrar náttúru dags. 4. júní 2025 varðandi leiðbeiningar um val á landi til skógræktar. Erindið var lagt fram á fundi bæjarráðs þann 7. júlí 2025 og var því vísað til skipulags- og umhverfisráðs.
Lagt fram.

Almenn erindi

19.2507138 - Fyrirspurn varabæjarfulltrúa Hákonar Gunnarssonar um hjóla- og göngustíga á Kársnesi.

Lögð fram fyrirspurn bæjarfulltrúa Hákonar Gunnarssonar um núverandi fyrirkomulag hjóla- og göngustíga á sunnanverðu Kársnesi.
Lagt fram.

Almenn erindi

20.2507388 - Erindi varabæjarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar

Lagt fram erindi varabæjarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar um að hafa opinn fund í skipulags- og umhverfisráðs í október og erindisbréf ráðsins.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 18:15.