Skipulags- og umhverfisráð

19. fundur 17. nóvember 2025 kl. 15:30 - 18:44 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Leó Snær Pétursson aðalfulltrúi
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2510016F - Bæjarstjórn - 1328. fundur frá 11.11.2025

2510007F - Skipulags- og umhverfisráð - 17. fundur frá 20.10.2025.



2201629 Auðbrekka þróunarsvæði. Svæði 4, Auðbrekka 15 til 27, oddatölur. Deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.



24041399 Borgarlínan í Kópavogi. Lota 1. Breytt deiliskipulag Kársneshafnar. Bakkabraut norðan Vesturvarar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.



2501990 Arnarnesvegur. Milli Fífuhvammsvegar og Rjúpnavegar. Nýtt deiliskipulag. Skipulagsýsing.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.



25092015 Íþróttamannvirki í Kópavogsdal. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.





2510024F - Skipulags- og umhverfisráð - 18. fundur frá 03.11.2025.



2103759 Kársnesstígur á sunnanverðu Kársnesi. Deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 8 atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.



23112060 Keppnisvöllur við Kórinn. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 6 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Hákonar Gunnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.



25071207 Þinghólsbraut 63. Byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.



25092452 Grundarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2510033F - Bæjarráð - 3234. fundur frá 06.11.2025

2510024F - Skipulags- og umhverfisráð - 18. fundur frá 03.11.2025.



2103759 - Kársnesstígur á sunnanverðu Kársnesi. Deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23112060 - Keppnisvöllur við Kórinn. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



25071207 - Þinghólsbraut 63. Byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



25092452 - Grundarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.24121162 - Kópavogslækur - LIFE ICEWATER verkefni

Kynning á stöðu verkefnisins LIFE ICEWATER. Kópavogsbær er í hópi 22 aðila sem hlotið hafa styrk sem er ætlað að flýta fyrir og bæta innleiðingu fyrstu vatnaáætlunar á Íslandi. Hlutur Kópavogsbæjar snýr að aðgerðum til að koma vatnsgæðum Kópavogslækjar í betra efnafræðilegt ástand með fyrirbyggjandi aðgerðum, vakta ástand lækjarins og auka fræðslu til íbúa. Karen Jónasdóttir verkefnastjóri umhverfismála tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir erindinu.
Kynning og umræður.

Almenn erindi

4.25043616 - Nýbýlavegur 1. Breyting á Aðalskipulagi Kópavogsbæjar 2019-2040.

Lögð fram til afgreiðslu tillaga skipulagsfulltrúa að skipulagslýsingu dags. 14. nóvember 2025 fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir lóðina nr. 1 við Nýbýlaveg. Breyting felur í sér að svæði fyrir verslun og þjónustu (VÞ-5) er breytt í svæði fyrir íbúðarbyggð.

Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

5.2411677 - Nýbýlavegur 1. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram til kynningar tillaga að uppbyggingu íbúðarhúsa á lóð við Nýbýlaveg 1. Tillagan er frumhönnun á reit en hugmyndir á eftir að vinna frekar. Hún felur í sér að byggð verði tvö 5-6 hæða hús, með uppbroti þar sem efri hæðir eru inndregnar. Miðað er við að kjallari fyrir bíla og geymslur verði undir húsunum. Skv. tillögunni er áætlað byggingarmagn 5.500-6.500 m² og áætlaður íbúðafjöldi 55 íbúðir en nánar á eftir að útfæra fyrirkomulag og fjölda íbúða. Í tillögu að fyrirkomulagi er gert ráð fyrir að aðkoma að lóðinni sé frá Nýbýlavegi.

Sólveig H. Jóhannsdóttir verkefnastjóri frá Klasa, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa og Yngvi Karl Sigurjónsson arkitekt frá Yrki gerðu grein fyrir erindinu.
Fundarhlé kl. 17:18 og fundi framhaldið kl. 18:11

Lagt fram og kynnt.

Bókun:
„Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að einungis komi til greina að vegtenging nýrrar byggðar verði frá Nýbýlavegi. Þá þarf sérstaklega að huga að umfangi og hæð húsbygginga í tengslum við nærliggjandi byggð.
Ráðið leggur til að haldinn verði íbúafundur þar sem farið verður yfir tillögur að útfærslu byggðar.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.

Bókun:
„Það skiptir miklu máli að sú ásýnd sem blasir við þeim sem koma að Kópavogi að norðan sé aðlaðandi og bæjarfélaginu til sóma. Nýbýlavegur 1 er lóð sem er þetta aðgangshlið. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir ráð fyrir húsi á 1 hæð og heimild fyrir kjallara. Grunnflötur húss fyrir utan kjallara megi vera 560 m² og hámarks flatarmál húss 1000 m². Aðkoma að lóðinni er frá Nýbýlavegi. Samkvæmt þeim hugmyndum að uppbyggingu sem hér eru kynntar er áætlað byggingarmagn íbúðarhúsnæðis 5.500-6.500 m² og áætlaður íbúðafjöldi 55. Nýjar íbúðabyggingar taka ekki mið af byggðinni sem fyrir er í Lundi. Undirrituð telja málið i alla staði vanbúið til þess að skipulagslýsing verði kynnt. Nauðsynlegt er að kalla formlega eftir afstöðu Vegagerðarinnar sem veghaldara á Nýbýlavegi enda þarf hún að samþykkja framkvæmdaleyfi. Íbúar mótmæla þeirri miklu aukningu byggingarmagns sem horft er til og þeir óskuðu formlega eftir samtali við bæinn 2023, enda eiga þeir mikilla hagsmuna að gæta. Við tökum undir þá kröfu. Málið hefur ekki fengið fullnægjandi undirbúning ef íbúum í Lundi er ekki gefinn kostur á eðlilegu samráði.“
Hákon Gunnarsson, Helga Jónsdóttir, Leó Snær Pétursson og Indriði Ingi Stefánsson.

Bókun:
„Bókun minnihlutans ætti að eiga heima við 4. dagskrárlið fundarins, sem vel að merkja var frestað. Aðkoma lóðarinnar og breytt landnotkun á lóðinni að Nýbýlavegi 1 fellur undir breytt aðalskipulag en samkvæmt núverandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að þar rísi bensínstöð.
Meirihlutinn telur það ekki til ama að fá inn fyrir skipulags- og umhverfisráð - til kynningar - hugmyndir lóðarhafa um uppbyggingu á lóðinni en er ekki hluti af formlegri deiliskipulagsvinnu þar sem hugmyndirnar falla ekki undir núverandi landnotkun lóðarinnar. Kynningin var því aðeins á hugmyndastigi ráðsmönnum og öðrum íbúum bæjarins til upplýsingar.
Óformlegir fundir hafa farið fram með íbúum í Lundi vegna Nýbýlavegar 1. Við vísum í fyrri bókun varðandi framhald skipulagsvinnu og samráðs við íbúa.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.

Gestir

  • Yngvi Karl Sigurjónsson - mæting: 16:15
  • Sólveig H. Jóhannsdóttir - mæting: 16:15
  • Ingvi Jónasson - mæting: 16:15

Almenn erindi

6.2112910 - Vatnsendablettur 241A. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu uppfærð tillaga umhverfissviðs að breytingu á deiliskipulagi við Vatnsendablett 241A dags. 17. janúar 2022, uppfærð 9. maí 2025 og 14. nóvember 2025. Í breytingunni felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir og að heimilt verði að reisa einbýlishús á einni hæð ásamt kjallara á hvorri lóð í samræmi við 2.2.6 gr. eignarnámssáttar Kópavogsbæjar og ábúanda Vatnsenda dags. 30. janúar 2007. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 17. janúar 2022, uppf. 9. maí og 14. nóvember 2025. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 19. maí 2025 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Var hún auglýst frá 10. september til 23. október, athugasemdir bárust. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2025 og uppfærðum uppdrætti dags. 14. nóvember 2025.
Samþykkt með áorðnum breytingum dags. 14. nóvember 2025 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2025 með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Leó Snæs Péturssonar og Helgu Jónsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

7.2109382 - Vegtenging milli Stjörnugrófar og Fossvogsbrúnar fyrir strætó.

Lagt fram að nýju erindi frá Strætó bs. dags. 8. september 2025 þar sem óskað er eftir því að Reykjavíkurborg og Kópavogur hefji undirbúning að byggingu strætóvegar milli Stjörnugrófar og Fossvogsbrúnar ásamt því að setja upp hlið og tvær nýjar stoppistöðvar í Reykjavík og Kópavogi. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 3. nóvember 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. nóvember 2025.

Einnig eru lagðar fram athugasemdir Jóns Kristjáns Rögnvaldssonar, skrifstofustjóra starfsstöðva og þróunar á velferðarsviði dags. 6. nóvember 2025 ásamt fylgiskjali og athugasemdir frá Landssamtökum hjólreiðamanna dags. 11. nóvember 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. nóvember 2025.

Almenn erindi

8.25071207 - Þinghólsbraut 63. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram að nýju til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn Ívars Arnars Guðmundssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 63 við Þinghólsbraut ásamt leiðréttri umsögn dags. 14. nóvember 2025. Sótt er um 30,2 m² viðbyggingu á suð-vesturhlið, ásamt breytingum á innra skipulagi hússins og að komið verði fyrir stiga á austurhlið hússins. Núverandi þakform yrði framlengt og þakið hækkað um 23 cm yfir mestu þakhæðina. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,28 í 0,3. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 3. september til 3. október 2025 og athugasemd barst. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 13. október 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 27. október 2025 var umsókninni vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs 3. nóvember 2025 var umsóknin samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2025.

Bæjarstjórn staðfesti afgreiðsluna þann 11. nóvember 2025.

Vegna innsláttarvillu er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2025 lögð fram að nýju með leiðréttingu dags. 14. nóvember 2025.
Samþykkt með vísan til leiðréttrar umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.25102713 - Nýtt Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2025-2040. Kynning tillögu á vinnslustigi.

Lögð fram umsagnarbeiðni Hafnarfjarðar dags. 27. október 2025 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu á vinnslustigi fyrir nýtt aðalskipulag, Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2025-2040. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 27. október 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju. Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri aðalskipulags gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram. Ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna á þessu stigi.

Almenn erindi

10.23092310 - Sundabraut. Aðalskipulagsbreyting og umhverfismat. Kynning tillögu á vinnslustigi. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar dags. 14. október 2025 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu á vinnslustigi vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir Sundabraut. Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri aðalskipulags gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram. Ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna á þessu stigi.

Fundi slitið - kl. 18:44.