Skipulags- og umhverfisráð

20. fundur 01. desember 2025 kl. 15:30 - 17:42 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Leó Snær Pétursson aðalfulltrúi
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2510028F - Bæjarstjórn - 1329. fundur frá 25.11.2025

2511010F - Skipulags- og umhverfisráð - 19. fundur frá 17.11.2025.



2112910 - Vatnsendablettur 241A. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 10 atkvæðum.



25071207 - Þinghólsbraut 63. Byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 10 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2511012F - Bæjarráð - 3236. fundur frá 20.11.2025

2511010F - Skipulags- og umhverfisráð - 19. fundur frá 17.11.2025.



2112910 - Vatnsendablettur 241A. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



25071207 - Þinghólsbraut 63. Byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.

Lögð fram til afgreiðslu uppfærð tillaga umhverfissviðs dags. 27. nóvember 2025 að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir þróunarsvæðið (ÞR-1) á vestanverðu Kársnesi ásamt greinargerð um athugasemdir dags. 27. nóvember 2025. Tillagan er unnin af ALTA og Kópavogsbæ. Viðfangsefni tillögunnar snýr einkum að áframhaldandi þróun svæðisins með sérstakri áherslu á gæði byggðar, góðar samgöngutengingar m.a. fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og almenningsrými. Tillagan var auglýst frá 30. júlí 2025 til 18. september 2025.

Tillögunni fylgir greining á áhrifum reitsins á stofnvegakerfið í samgöngulíkani höfuðborgarsvæðisins (SLH) dags. 16. maí 2025, sem VSÓ ráðgjöf vann samkvæmt beiðni Vegagerðarinnar, ásamt umferðargreiningu dags. 13. desember 2024.

Kristjana H. Kristjánsdóttir verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir erindinu.
Samþykkt með áorðnum breytingum dags. 27. nóvember 2025 með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kristinn Dagur Gissurarson og Kolbeinn Reginsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

4.25101632 - Roðahvarf 1-11. Byggingaráform.

Með tilvísun í deiliskipulagsskilmála í deiliskipulagi Vatnsendahvarfs dags. 14. nóvember 2023 eru lögð fram að nýju byggingaráform frá Rýma arkitektum dags. 15. október 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1-11 við Roðahvarf ásamt lóðaruppdrætti dags. 15. október 2025. Í byggingaráformum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum í gildandi deiliskipulagi Vatnsendahvarfs. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 3. nóvember 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 13. nóvember 2025.

Kristjana H. Kristjánsdóttir verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir erindinu.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að sótt verði um byggingarleyfi á grundvelli framlagðra gagna dags. 15. október 2025 að teknu tilliti til ábendinga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. nóvember 2025.

Almenn erindi

5.25092630 - Marbakkabraut 38. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn dags. 22. september 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 38 við Marbakkabraut um að lóðinni verði skipt í þrjár lóðir og heimild fyrir einbýlishúsi á hverri lóð. Uppdrættir dags. 11. september 2025. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 6. október 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2025 samþykkt með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Leós Snæs Péturssonar, Kolbeins Reginssonar og Hákonar Gunnarssonar.

Fundarhlé kl. 17:12, fundi framhaldið kl. 17:37.

Bókun:
„Í Byggðakönnun Kársnes sem kom út árið 2023 er Marbakkabraut 38 sett í svokallaðan „Rauðan flokk“ húsavernd í deiliskipulagi. Um rauðan flokk segir: „Einstök hús sem lagt er til að vernda með hverfisvernd í deiliskipulagi vegna byggingarlistarlegrar, menningarsögulegrar og/eða umhverfislegrar sérstöðu“
Þá segir líka að sýna þurfi sérstaka aðgát við hönnun breytinga og viðbygginga. Við teljum að fara þurfi mjög vel í saumana á húsum og lóð við Marbakkabraut 38 og fram fari nánari húsakönnun í kjölfarið áður en tillagan er samþykkt.
Þá er margt óljóst varðandi fordæmi sem samþykkt þessarar tillögu hefði í för með sér.“
Hákon Gunnarsson, Indriði Ingi Stefánsson, Kolbeinn Reginsson og Leó Snær Pétursson.

Bókun:
„Hér er einungis um fyrirspurn að ræða. Meirihlutinn telur ekki ástæðu til að ráðast í húsakönnun á þessu stigi.
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.

Bókun:
„Byggðakönnun eins og var gerð á Kársnesi 2023 er yfirlitsrýni og sem slík inniheldur hún mjög umfangsmikið efni. Ekki er hægt að fara í smáatriði á hverju húsi og lóð. Minnihlutinn telur eðlilegt að gerð verði nánari húsakönnun á Marbakkabraut 38 vegna þessarar fyrirspurnar. Almennt gildir að það þarf að fara mjög vel ofan í saumana á húsum og lóðum þar sem tillögur að verndun hafa verið gerðar.“
Hákon Gunnarsson, Indriði Ingi Stefánsson, Kolbeinn Reginsson og Leó Snær Pétursson.

Almenn erindi

6.2103759 - Kársnesstígur á sunnanverðu Kársnesi. Deiliskipulag.

Þann 11. nóvember 2025 samþykkti bæjarstjórn að tillaga að nýju deiliskipulagi Kársnesstígar yrði forkynnt á vinnslustigi. Kynningartími hófst 13. nóvember og lýkur 8. janúar 2026. Lögð er fram tillaga um framlengingu kynningartíma til 23. janúar 2026.
Samþykkt.

Almenn erindi

7.2509064 - Stöðvarhvarf 2-14. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu umsókn Þorleifs Eggertssonar arkitekts dags. 1. september 2025 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 2-14 við Stöðvarhvarf um breytingu á deiliskipulagi Vatnsendahvarfs samþ. 14. nóvember 2023. Sótt er um að fallið verði frá kvöð í skilmálum deiliskipulagsins um að stigahús séu gegnumgeng á jarðhæð. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 15. september 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna, var hún grenndarkynnt frá 8. október til 5. nóvember 2025. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:42.