Skipulagsráð

28. fundur 07. maí 2018 kl. 16:30 - 19:05 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson varamaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1804019F - Bæjarráð - 2912. fundur frá 26.04.2018

1804314 - 201 Smári. Reitir A03 og A04 (Sunnusmári 2-14). Byggingaráform.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1804367 - Smáralind. Flutningur á sjálfvirkum eldsneytisdælum.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1710174 - Fossvogsbrún, íbúðakjarni fyrir fatlaða. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1711735 - Brekkuhvarf 1-7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1804366 - Hrauntunga 62. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1802241 - Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1804094 - Markavegur 5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

2.0812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum, breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Landslags að endurskoðuðu deiliskipulagi skíðasvæðisins í Bláfjöllum, uppdráttur í mkv. 1:5000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum og umhverfisskýrslu. Halldóra Narfadóttir, landfræðingur og Finnur Kristinsson, landslagsarkitekt gera grein fyrir tillögunni. Á fundi skipulagsráðs 16. apríl 2018 var afgreiðslu tillögunnar frestað.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Halldóra Narfadóttir - mæting: 16:30
  • Finnur Kristinsson - mæting: 16:30

Almenn erindi

3.1803193 - Brú yfir Fossvog. Deiliskipulag. Tillaga á vinnslustigi.

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog. Tillagan er unnin af Alta fh. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar og í samvinnu við Vegagerðina. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi, nánar tiltekið frá norðurenda Bakkabrautar að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur.
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð með umhverfisskýrslu dags. 30. apríl 2018.
Hrafnhlildur Brynjólfsdóttir, skipulagsfræðingur og Þóra Kjarval, arkitekt Alta gera grein fyrir tillögunni.
Skipulagsráð samþykkir framlagða lýsingu og að skoðaðir verði kostir þess að koma fyrir sundlaug á brúnni og tillagan verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Hrafnhildur Brynjólfsdóttir - mæting: 16:40
  • Þóra Kjarval - mæting: 16:40

Almenn erindi

4.1804682 - Furugrund 3. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Grímu arkitekta fh. lóðarhafa að breytingu á húsinu nr. 3 við Furugrund. Núverandi bygging er ein hæð og kjallari fyrir verlsunar- og þjónustu með bröttu mænisþaki. Samanlagður gólfflötur núverandi byggingar er 1,031 m2 og stærð lóðar 2,528 m2 skv. Fasteingaskrá. Nýtingarhlutfall er um 0,4.
Breyting hússins felst í því að hæð er bætt ofan á húsið og útliti þess og innra fyrirkomulagi er breytt svo koma megi fyrir í húsinu 12 íbúðum á 1. og 2. hæð og 8 verslunar- og þjónusturýmum á jarðhæð ásamt geymslum fyrir íbúðirnar. Heildarhæð hússins, þ.e. mænishæðin, breytist ekki en langhliðar hússins hækka um 2,9m frá því sem nú er. Þakhalli minnkar og verður 4,3° eftir breytinguna. Útbygging við austurgafl hússins stækkar einnig að grunnfleti og hækkar um eina hæð eða u.þ.b. 3m. Á allar úthliðar eru settir nýjir gluggar ásamt svölum. Allar íbúðir hafa sérinngang frá verönd eða svalagangi.
Heildarstækkun hússins er 593m2 og verður það samtals 1624 m2 eftir stækkun. Þar af eru um 508 m2 fyrir verslunar- og þjónusturými ásamt öðrum rýmum sem þeim tilheyra og því um 1,115 m2 af rými húsins fyrir íbúðir.
Nýtingarhlutfall á lóðinni verður um 0,6 eftir breytinguna. Stærð einstakra íbúða er á bílinu 77 m2 - 91 m2 að frátöldum tilheyrandi geymslum sem eru á bilinu 2.5 - 3,2 m2. Öllum íbúðunum fylgja sérsvalir á norðurhlið hússins og á efri hæð suðurhliðar er sameiginlegur svalagangur.
Lóðin er tívskipt, neðri og efri hluti. Neðri hlutinn er að mestu leyti malbikaður í dag og er gert ráð fyrir að halda því óbreyttu að mestu leyti. Gert er þó ráð fyrir stéttum framan við innganga í rými. Efri lóðin skiptist í 2 svæði, annars vegar nýtt garðsvæði sunnan við húsið og hins vegar bílstæði austan við húsið. Nýjum stigum verður komið fyrir við sitthvorn gafl hússins til að tengja hæðir vel saman. Hjólageymslur eru bæði í neðri og efri garði og stór útigeymsla fyrir garðáhöld o.fl. í efri garðinum. Gert er ráð fyrir 24 bílastæðum á lóðinni.
Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 25. apríl 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Furugrund 1, 56, 58, 60, 62, 64, 66, 71, 72, 73, 74, 75, 76, 77, 79, 81 og Víðigrund 2.

Almenn erindi

5.1805021 - Nýbýlavegur 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Krark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Nýbýlaveg. Í tillögunni felst fjölgun íbúða um 11, fjölgun bílastæða í kjallara og dregið er úr stærð atvinnuhúsnæðis á jarðhæð. Að öðru leiti gilda áður samþykktir skilmálar. Uppdrættir í mkv. 1:200 ásamt skýringarmyndum dags. í apríl 2018.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.1706497 - Húsnúmer í Dalbrekku. Tillaga að breytingu.

Lagt fram að nýju erindi Franz Páls Sigurðssonar fh. eigenda fyrirtækja í Dalbrekku þar sem óskað er eftir að skipulagsráð taki til umfjöllunar beiðni um að húsnæði sem stendur við Dalbrekku fái eigin húsnúmer en séu ekki kennd við aðliggjandi götur.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1804613 - Hvammsvegur 2. Gæsluvallarhús.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að breyttu fyrirkomulagi á gæsluvelli við Hvammsveg 2. Í breytingunni felst að núverandi gæsluvallarhús er fjarlægt og nýju komið fyrir í þess stað, uþb 93 m2 að stærð. Uppdráttur í mkv. 1:200 og 1:2000 dags. 23. apríl 2018.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1710602 - Ekrusmári 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Baldurs Ó Svanssonar arkitekts, dags. 30. október 2017, fyrir hönd lóðarhafa Ekrusmára 4 þar sem óskað er eftir stækkun á byggingarreit til norðurs. Húsið er í dag 182 m2 á einni hæð og lóðin er 784 m2, hámarksstærð viðbyggingar yrði 80 m2. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 43. gr. nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Ekrusmára 2, 6 og Grundarsmára 1, 3 og 5. Athugasemdafresti lauk 20. apríl 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

9.1802510 - Ögurhvarf 6. Hækkun á viðbyggingu. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Önnu Margrétar Hauksdóttur arkitekts, dags. 20. október 2015 f.h. Styrktarfélagsins Ás þar sem óskað er eftir leyfi til að hækka nýlega samþykkta viðbyggingu við húsið. Í breytingunni felst að viðbygging á húsnæðinu til suðurs er hækkuð í sömu hæð og núverandi hús, snyrting í viðbyggingu stækkuð og hvíldarherbergi bætt við. Skipulagsráð samþykkti í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfs 19, 21, 23 og 25. Athugasemdafresti lauk 7. maí 2018. Athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

10.1801305 - Aflakór 6. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Krark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 6 við Aflakór. Í tillögunni felst að í stað einbýlishúss verði byggt parhús á lóðinni, byggingarmagn er aukið úr 350 m2 í 420 m2, heimilaðar verði útbygging á efri hæð út fyrir byggingarreit 2,5 x 3,6 m á norður og suður hlið, hámarkshæð verði 6,7 m miðað við aðkomuhæð í stað 6,3m. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 7. maí 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1709733 - Digranesvegur 12. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Móheiðar HH. Obel, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttri notkun húsnæðis við Digranesvegi 12. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði er beytt í 45 m2 íbúð. Uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. ágúst 2017. Á fundi skipulagsráðs 16. október 2017 var málinu hafnað. Lóðarhafi óskaði eftir endurupptöku byggingarleyfis vegna synjunar með bréfi, dags. 20. desember 2017. Bæjarráð samþykkti að endurupptaka málið og vísaði því til skipulagsráðs.
Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 7, 8, 10, 12, 14, 16 og 16a, Vogatungu 22, 24, 26, 28, 30, 32 og 34, Vallartröð 1 og Neðstutröð 2. Athugasemdafresti lauk 7. maí 2018. Athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

12.1803626 - Dalaþing 12. Einbýlishús í tvíbýli. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn Guðna Pálssonar arkitekts fh. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á lóðinni við Dalaþing 12. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær svoleiðis að ein íbúð sé á hvorri hæð hússins. Nýr inngangur í íbúð á neðri hæð er fyrirhugaður á suðausturhorni hússins.
Á fundi skipulagsráðs 19. mars 2018 var óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn dags. 16. apríl 2018.
Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Theódóra Þorsteinsdóttir og Andrés Pétursson greiða atkvæði gegn afgreiðslunni.

Almenn erindi

13.1712918 - Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Krark arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Akrakór. Í tillögunni felst að í stað einbýlishúss verði byggt parhús á lóðinni, byggingarmagn er aukið úr 400 m2 í 544 m2, heimilaðar verði útbygging á efri hæð út fyrir byggingarreit 2,5 x 7,5 m á hvorri hlið, hámarkshæð verði 6,6 m miðað við aðkomuhæð í stað 6,3m og heimilaðar verði svalið á suðuhlið hússins 1,7 m út fyrir byggingarreit. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1.500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2017. Kynningartíma lauk 12. mars 2018. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16. apríl 2018. Þá lögð fram ný og breytt tillaga dags. 26. apríl 2018 þar sem komið er til móts við athugasemdir þannig að byggingarreitur haldist óbreyttur.
Frestað.

Almenn erindi

14.1804680 - Álfhólsvegur 73. Kynning á byggingarleyfi.

Á fundi skipulagsráðs 19. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingarfræðings fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 73 þar sem óskað var eftir áliti skipulagsráðs á breyttu fyrirkomulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að fjarlægja núverandi byggingu á lóðinni, einbýlishús byggt árið 1945 alls 70,3 m2 að flatarmáli og reisa í þess stað hús með sex íbúðum á þremur hæðum. Stærð íbúða er ráðgerð 82-106 m2 brúttó. Fyrirhuguð auknin byggingarmagns á lóðinni úr 70,3 m2 í 597 m2 og aukning íbúða úr einni í sex. Jafnframt er gert ráð fyrir að fjölga bílastæðum úr tveimur í 8 eða 1,3 stæði á íbúð. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,08 í 0,66. Skipulagsráð ályktaði tillagan hafi ekki jákvæð áhrif á aðliggjandi byggð og ekki samræmast rammaákvæðum aðalskipulags um breytingar í núverandi byggð hvað varðar byggingarmagn á lóðinni, hæð fyrirhugaðrar byggingar og legu byggingarreits.
Þá lögð fram ný og breytt tillaga dags. 10. apríl 2018 þar sem gert er ráð fyrir 4ra íbúða húsi, samtals 524 m2, með 1,5 bílastæði á íbúð. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,08 í 0,597. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í apríl 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 56, 58, 60, 62, 64, 71, 75 og Lyngbrekku 8, 10, 12, 14.

Almenn erindi

15.1804700 - Hönnun og yfirbragð bílastæðahúsa.

Lögð fram samantekt skipulags- og byggingardeildar um hönnun og yfirbragð bílastæðahúsa dags. 30. apríl 2018.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

16.1803103 - Kórsalir 1. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Jóns Guðmundssonar arkitekts f.h. lóðarhafa íbúðar og aukarýmis í kjallara þar sem óskað er eftir að rými í kjallara fái skráningu rýmis í kjallara breyttu í íbúð með sér fastanúmeri. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 6. september 2000 ásamt undirrituðu samþykki lóðarhafa í húsinu. Þá lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Kópavogs dags. 25. apríl 2018.
Skipulagsráð hafnar erindinu á grundvelli umsagnar byggingarfulltrúa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.18031127 - Urðarbraut 5. Breyting á skráningu í Kastalagerði 2.

Lagt fram erindi lóðarhafa Urðarbrautar 5 dags. 20. mars 2018 þar sem óskað er eftir að fá breyttri skráningu lóðarinnar í Kastalagerði 2 þar sem innkeyrsla og aðkoma að húsinu er frá Kastalagerði en ekki Urðarbraut.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

18.1804615 - Hlíðarvegur 40. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 12. apríl 2018 fh. lóðarhafa að Hlíðarvegi 40 þar sem óskað er eftir að fá skráningu á einbýli breytt í tvíbýli. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær svoleiðis að ein íbúð sé á hvorri hæð hússins. Húsið er byggt 1959 og var tvíbýlishús samkvæmt eignaskiptasamningi frá 1976 en var síðar breytt í einbýli. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 16. mars 2018.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

19.1804616 - Borgarholtsbraut 21. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Björns Gústafssonar byggingartæknifræðings dags. 12. apríl 2018 fh. lóðarhafa að Borgarholtsbraut 21 þar sem óskað er eftir að endurbyggja bílskúr á lóðinni. Í breytingunni felst að núverandi bílskúr á lóðinni verður breikkaður og hækkaður og settir á hann þakgluggar. Bílskúrinn stækkar úr 50,3 m2 í 63,7 m2, samtals stækkun um 13,1 m2. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 15. mars 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 19, 23 og Meðgerði 2, 4, 6.

Almenn erindi

20.1804618 - Þinghólsbraut 63. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Ásmundar Sturlusonar arkitekts dags. 12. apríl 2018 fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 63 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja bílskúr og geymslu á norð-vestur horni hússins, samtals 68 m2. Undir bílgeymslunni verður útigeymsla með dyrum til suðurs en einnig er innangengt í hana úr núverandi geymslu. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27. mars 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 61, 64, 65 og 66.

Almenn erindi

21.1804683 - Mánabraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Jakobs Líndal arkítekts dags. 5. apríl 2018 fh. lóðarhafa lóðar nr. 7 við Mánabraut þar sem sótt er um 15 cm hækkun á þakkanti íbúðarhússins og skorsteinar fjarlægðir. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 5. apríl 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Mánabrautar 5, 6, 8, 9 og Sunnubrautar 6 og 8.

Almenn erindi

22.1805016 - Þinghólsbraut 30. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Vigfúss Halldórssonar byggingarfræðings fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 30 þar sem óskað er eftir að reisa 14,8 m2 viðbyggingu sem byggð verður til vesturs og norðurs við núverandi hús á lóðinni. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 4. apríl 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 32 og Kópavogsbrautar 67 og 69.

Almenn erindi

23.1804625 - Kársnesskóli, Skólagerði 8. Byggingaráform.

Lagt fram erindi Umhverfissviðs dags. 24. apríl 2018 þar sem fram kemur mat á forsemdum fyrir framtíðaruppbyggingu á Kársnesskóla og rýmisþörf í væntanlegri uppbyggingu skóla og leikskóla við Skólagerði en tekin hefur verið ákvörðun um að rífa að stærstum hluta núverandi skólabyggingu við Skólagerði vegna rakaskemmda.
Gert er ráð fyrir að fjarlægja þann hluta af núverandi grunnskóla við Skólagerði sem inniheldur kennslustofur og byggja þess í stað nýjan grunnskóla um 3.100 m2 að stærð á tveimur til þremur hæðum sem viðbyggingu við núverandi leikfimissal sem er um 900 m2.
Einnig að byggja leikskóla, 700 m2 að stærð á einni til tveimur hæðum. Heildarbyggingarmagn á lóð er áætlað um 4.700 m2.
Lóðarmörk breytast lítillega en gert er ráð fyrir að lóð til leikja við skólann verði um 5.400 m2 að stærð og leikskólalóðin verði um 2.125 m2 að stærð. Fjöldi bílastæða verður efir breytingu 78 stæði og gert er ráð fyrir að núverandi hús við Skólagerði 6a verði fjarlægt sem og færanlegar kennslustofur.
Aðkoma breytist ekki en fyrirkomulag bílastæða breytist.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlögð drög fyrir lóðarhöfum Skólagerðis 1, 3, 4, 6, 7, 11, 12, 15, Holtagerðis 15, 18, 20, 22, 26, 28, 30, 32, 33, 34, Hófgerðis 12, 12A, 14, 16, 18, 18A

Almenn erindi

24.1804464 - Álalind 4-8. Fjölgun íbúða. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Orra Árnasonar arkitekts f.h. lóðarhafa Álalindar 4-8 þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum um eina á 6. hæð fjölbýlishússins með þeim hætti að áður fyrirhuguð íbúð á hæðinni, samtals 190 m2, verður skipt upp í tvær uþb. jafnstórar íbúðir. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 28. nóvember 2016 með breytingum dags. 14. febrúar 2018.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

25.1804562 - Smiðjuvegur 9a. Lóðarstækkun og viðbygging.

Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar arkítekts fyrir hönd lóðarhafa Smiðjuvegs 9a þar sem óskað er eftir lóðarstækkun og viðbyggingu. Óskað er eftir að rífa 160 m2 hús á lóðinni og byggja í stað þess 304 m2 viðbyggingu ásamt 75 m2 millilofti, samtals 364,4 m2. Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:145 og 1:100 dags. 5. mars 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hvannhólma 16, 18, 24, 28, 30 Smiðjuvegar 5a, 5, 7, 9.

Almenn erindi

26.1805102 - Dimmuhvarf 11b og 11c. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Andra Ingólfssonar arkitekts dags. 4. maí 2018 fh. lóðarhafa Dimmuhvarfs 11b og 11c. Í breytingunni felst að byggingarreitir bílageymslna verði sameinaðir byggingarreitum íbúða. Byggingarreitur bílgeymslna stækkar til suðausturs um 1,5 m og byggingarmagn eykst og verður 185 m2 á hvorri lóð. Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,24 fyrir Dimmuhvarf 11b og 0,29 fyrir Dimmuhvarf 11c. Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 7. maí 2018.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

27.1802352 - Smáralind. Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Fjölgun bílastæða.

Lögð fram ný og breytt tillaga VSÓ fyrir hönd lóðarhafa Hagasmára 1 dags. 4. maí 2018. Í breytingunni felst að stækka lóð til norðurs og koma fyrir 35 nýjum bílastæðum norðan núverandi bílastæða í norðausturhorni lóðarinnar. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 440 stæðum en eftir breytingu verða þau 475. Einnig er gert er ráð fyrir að koma fyrir hlöðnum stoðvegg meðfram göngustíg við Fífuhvammsveg. Kvöð verður sett um graftarrétt vegna lagna.
Frestað.
Júlíus Hafstein fór af fundi kl. 18:40 og tók Ármann Kr. Ólafsson sæti í hans stað.

Fundi slitið - kl. 19:05.