Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Móheiðar HH. Obel, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttri notkun húsnæðis við Digranesvegi 12. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði er beytt í 45 m2 íbúð. Uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. ágúst 2017. Á fundi skipulagsráðs 16. október 2017 var málinu hafnað. Lóðarhafi óskaði eftir endurupptöku byggingarleyfis vegna synjunar með bréfi, dags. 20. desember 2017. Bæjarráð samþykkti að endurupptaka málið og vísaði því til skipulagsráðs.
Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 7, 8, 10, 12, 14, 16 og 16a, Vogatungu 22, 24, 26, 28, 30, 32 og 34, Vallartröð 1 og Neðstutröð 2. Athugasemdafresti lauk 7. maí 2018. Athugasemdir bárust.