Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Sturlu Þórs Jónssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 27 um að breyta einbýli í tvíbýli sbr. teikningar í mkv. 1:100 og 1:500 dags. Á fundi skipulagsráðs 1. október 2018 var málinu frestað þar sem ekki var gert grein fyrir fjölgun bílastæða á lóð. Þá lögð fram ný tillaga þar sem gert er grein fyrir fjölgun bílastæða á lóð. Í breytingunni felst að íbúð á efri hæð hússins og hluta neðri hæðar verði 223 m2 og íbúð á neðri hæð verði 94 m2, sameign verði 35 m2. Jafnframt er gert ráð fyrir þremur bílastæðum á lóð.
Á fundi skipulagsráðs 3. desember 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 19, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37 og 38. Athugasemdafresti lauk 10. janúar 2019. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust.