Skipulagsráð

47. fundur 18. mars 2019 kl. 16:30 - 19:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1903003F - Bæjarráð - 2949. fundur frá 07.03.2019

1902787 - 201 Smári. Útfærsla deiliskipulags í bæjarrými.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1901414 - Hverfisáætlun Fífuhvamms 2019.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1901016 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1810288 - Tónahvarf 2. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1804615 - Hlíðarvegur 40. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1902775 - Fróðaþing 21. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1902720 - Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar, sbr. fundargerð skipulagsráðs frá 15.10.2018.

1902772 - Fossvogsbrún 2a. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1902023F - Bæjarstjórn - 1192. fundur frá 12.03.2019

1902787 - 201 Smári. Útfærsla deiliskipulags í bæjarrými.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1901414 - Hverfisáætlun Fífuhvamms 2019.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1901016 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn vísar tillögunni til skipulagsráðs að nýju til frekari úrvinnslu.

1810288 - Tónahvarf 2. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1804615 - Hlíðarvegur 40. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1902775 - Fróðaþing 21. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1902772 - Fossvogsbrún 2a. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1903476 - Auðbrekkusvæði. Kynning fyrir skipulagsráð.

Kynning á deiliskipulagi Auðbrekkusvæðisins.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.1901050 - Auðbrekka 25-27. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Orra Árnasonar arkitekts dags. 5. desember 2018 fh. lóðarhafa Auðbrekku 25-27. Í erindinu er óskað eftir breytingu á innra skipulagi hússins og koma fyrir 11 gistirýmum á 3. hæð hússins í samræmi við reglugerð nr. 1277/2016 8. gr. um stærri gistiheimili. Lóðamörk breytast og stækkar lóð til suðurs um 5 metra og verður eftir breytingu 2.110 m2. Bílastæðum fjölgar um 16 stæði. Á fundi skipulagsráðs 7. janúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 17, 18, 19, 20, 22, 23, 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36 og 38, Laufbrekku 23, 24, 25, 26, 27, 28 og 30, Dalbrekku 29, 30, 32, 34 og 36 og Nýbýlavegs 8 og 10. Kynningartíma lauk 12. febrúar 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2019 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 4. mars 2019.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1810762 - Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu ný og breytt tillaga Rafael Campos De Pinho, arkitekts að breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 1a og b dags. 1. október 2018. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir einu einbýlishúsi og hvorrri lóð á 1-2 hæðum með nýtingarhlutfall 0,38. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að á lóðunum verði byggð 8 raðhús á 2 hæðum auk riss og opinni bílgeymslu. Hámarks flatarmál íbúða er áætlað 140 - 155 m2 og hámarkshæð 8 m. Nýtingarhlutfall er áætlað 0,64. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 1. október 2018.
Í þessari nýju tillögu felst sú breyting að fyrirhuguð hús á lóðunum hafa verið lækkuð um eina hæð miðað við þá tillögu sem kynnt var í skipulagsráði 1. október 2018. Á fundi skipulagsráðs 5. nóvember 2018 var samþykkt að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 13. nóvember 2018 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 11. febrúar 2019. Á kynningartíma voru haldnir tveir íbúafundir fyrir íbúa Brekkuhvarfs, Breiðahvarfs og Fornahvarfs, sjá fundargerðir frá íbúafundum. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18. mars 2019 og breyttur uppdráttur dags. 18. mars 2019 þar sem í texta greinargerðar hefur verið gert betur grein fyrir áhrifum skipulagsáætlunarinnar og einstaka stefnumiða hennar á umhverfið og tvö bílastæði sem liggja að Brekkuhvarfi færði innar á lóð.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum dags. 18. mars 2019. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bergljót Kristinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir greiða atkvæði gegn tillögunni.

Almenn erindi

6.1804616 - Borgarholtsbraut 21. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Björns Gústafssonar byggingartæknifræðings dags. 12. apríl 2018 fh. lóðarhafa að Borgarholtsbraut 21 þar sem óskað er eftir að endurbyggja bílskúr á lóðinni. Í breytingunni felst að núverandi bílskúr á lóðinni verður breikkaður og hækkaður og settir á hann þakgluggar. Bílskúrinn stækkar úr 50,3 m2 í 63,7 m2, samtals stækkun um 13,1 m2. Þá lagt fram undirritað samþykki lóðarhafa Borgarholtsbrautar 19. Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 19, 23 og Meðgerði 2, 4, 6. Athugasemdafresti lauk 5. mars 2019. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1811693 - Hlíðarvegur 31. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingafræðings dags. 22. október 2018 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 31 þar sem óskað er eftir að skipta upp lóðinni og koma fyrir nýju einbýlishúsi á nýrri lóð. Ný lóð, Hlíðarvegur 31a, verður 450 m2 og nýbyggingin 128 m2 timburhús án bílgeymslu. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóð. Á fundi skipulagsráðs 7. janúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegs 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40 og 72, lóðarhöfum Hrauntungu 48, 50 og 52 og Grænutungu 8. Athugasemdafresti lauk 8. mars 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

8.1903236 - Grenigrund 18. Fyrirspurn um stækkun lóðar.

Lögð fram fyrirspurn Rannveigar Ásgeirsdóttur fh. húsfélagsins í Grenigrund 18 um stækkun lóðarinnar og breytt fyrirkomulag bílastæða.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn þar sem um er að ræða opið svæði og leiksvæði sem nýtist fleirum.

Almenn erindi

9.1903421 - Glósalir 4. Fjölgun bílastæða á lóð.

Lagt fram erindi lóðarhafa Glósala 4 þar sem óskað er eftir niðurtekt á kantsteini og fjölgun bílastæða á lóðinni úr tveimur í þrjú.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

Almenn erindi

10.1903480 - Austurkór 72. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 72 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að einbýlishús verði tvíbýli. Á efri hæð væri 116,1 m2 íbúð og á neðri hæð 112 m2, 19,2 m2 bílgeymsla yrði sameign og bílastæðum fjölgað úr þremur í fjögur.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

11.1903606 - Gulaþing 3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Andra Gunnars Andréssonar arkitekts, dags. 15. mars 2019 fh. lóðarhafa Gulaþings 3 þar sem óskað er eftir að að húsið fari út fyrir byggingarreit á jöðrum þannig að húsið færi þá 2 m. út fyrir byggingarreit suðurhliðar hússins ásamt því að norðaustur horn bílgeymslu fer 2x 1,6 m. út fyrir byggingarreit norðurhliðar. Þakkantur norðurhliðar hússins fer 61 cm. upp úr byggingarreit og suðurhorn austurhliðar fer 41 cm. upp fyrir byggingarreit ásamt því að öll suðurhliðin nær 2m. út fyrir upprunalegan byggingarreit. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 4. febrúar 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 1, 2 og 5, Hólmaþings 1, 2, 4 og Heiðaþings 2, 4, 6 og 8.

Almenn erindi

12.1903534 - Lækjarbotnaland 15. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar arkitekts, dags. í ágúst 2018, fh. hönd lóðarhafa Lækjarbotnalands 15 þar sem óskað er eftir að reisa viðbyggingu við húsið, alls 27 m2 til austurs. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:50 dags. í ágúst 2018.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

13.1903155 - Hafnarfjarðarvegur, stofnbraut, deiliskipulag o.fl. Óskað eftir umsögnum.

Lagt fram erindi frá bæjarstjórn Garðabæjar vegna auglýsingar á nýjum deiliskipulagsáætlunum. Þær eru:
Hafnarfjarðarvegur, stofnbraut, deiliskipulag.
Vífilstaðavegur og Bæjarbraut, deiliskipulag.
Ásgarður, deiliskipulagsbreyting vegna hringtorgs.
Miðbær, neðsta svæði (svæði III) deiliskipulagsbreyting vegna minnkunar á svæði.
Hörgatún 2, deiliskipulagsbreyting vegna hringtorgs.
Ásar og Grundir, deiliskipulagsbreyting vegna minnkunar á svæði.
Óskað er eftir umsögn.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

14.1901481 - Endurskoðun aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 - nýtt tímabil 2018-2030

Verkstaða, samráð, kynningarfundur, byggðaþróun og næstu skref endurskoðunar.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

15.1903547 - Ákvæði í rammahluta aðalskipulags Kópavogs 2018-2030. Tillaga í vinnslu.

Kristjana Kristjánsdóttir verkefnastjóri á Umhverfissviði greinir frá tillögunni.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

16.1902333 - Borgarlína, kynnisferð.

Skipulagsstjóri greinir frá kynnisferð fulltrúa Umhverfissviðs til Noregs og Danmerkur.
Lagt fram og kynnt.
Bókun frá Bergljótu Kristinsdóttur, Einari Erni Þorvarðarsyni og Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur:

"Óskað er eftir því að við umfjöllun mála sem áður hafa komið inn á borð ráðsins á fyrri kjörtímabilum skuli ávallt greina frá ferli máls og fyrri niðurstöðu."

Fundi slitið - kl. 19:30.