Skipulagsráð

49. fundur 08. apríl 2019 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Almenn erindi

1.1802241 - Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Krark arkitekta fh. lóðarhafa Dalvegar 32 að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að lóð stækkar inn á bæjarland í austurhluta skipulagssvæðisins um 1,254 m2/ og verður stærð lóðar efir breytingu 19.872 m2/. Byggingarreitur á miðri lóðinni minnkar og verður eftir breytingu 60x28 metrar. Byggingarreitur á austurhluta lóðar breytist og stækkar til vesturs og austurs en minnkar til norðurs og suðurs og verður 75x40 metrar. Hæð byggingarreitar breytist og verður 5 og 6 hæðir. Hámarks vegghæð og þakhæð verður 22.5 metrar. Þakform er frjálst. Hámarks byggingarmagn með kjöllurum og niðurgrafinni bílageymslu er 15.897 m2/. Aðkoma, fyrirkomulaga bílastæða og bílastæða krafa breytist og verður eitt stæði 100 m2/ í geymslurými, eitt stæði á hverja 50 m2/ í skrifstofurými og eitt stæði á hverja 35 m2/ í verslunarrými. Að öðru leyti er vísað til gildandi deiliskipulags fyrir Dalveg birt í B- deild Stjórnartíðinda 4. október 2007 og samþykkt af bæjarstjórn 13. júlí 2007 m.s.br. birt í B- deild 6. des. 2017 og 8. júní 2018. Á fundi skipulagsráðs 3. desember 2018 var afgreiðslu erindisins frestað. Á fundi skipulagsráðs 7. janúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 22. janúar 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 8. apríl 2019. Ábendingar og athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsráð samþykkir að efna til samráðsfundar með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í maí nk. þar sem m.a. verða kynntar fyrirliggjandi tillögur að breyttu deiliskipulagi við Dalveg 30 og 32 einkum með tilliti til umferðar á Dalvegi.

Almenn erindi

2.1904103 - Nónhæð. Hús A, Arnarsmári 36-40. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Basalt arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar, Arnarsmára 36-40. Í breytingunni felst að bílakjallara er komið fyrir við hús A, Arnarsmára 36-40 undir bílastæðum innan lóðar. Flatarmál fyrirhugaðrar bílageymslu er áætlað um 1.400 m2 og gert er ráð fyrir 24 bílastæðum. Greinargerð og skýringaruppdráttur dags. 19. mars 2019.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

3.1903480 - Austurkór 72. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Austurkórs 72 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að einbýlishús verði tvíbýli. Á efri hæð væri 116,1 m2 íbúð og á neðri hæð 112 m2, 19,2 m2 bílgeymsla yrði sameign og bílastæðum fjölgað úr þremur í fjögur. Á fundi skipulagsráðs 18. mars 2019 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar dags. 2. apríl 2019.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1901823 - Álfatún 2, leikskóli. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Landmótunar sf., teiknistofu landslagsarkitekta fh. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Álfatúns 2, leikskóla. Í breytingunni felst stækkun lóðar leikskólans til austurs um 760 m2 þannig að heildarstærð lóðarinnar eftir stækkun verði 2.620 m2. Við þetta myndi útisvæðið stækka verulega og hægt yrði að ná fram tiltölulega flatlendu svæði sem nýtist leikskólabörnunum vel. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir að umferðaröryggi verði aukið með því að gera gangbrautir yfir Kjarrhólma og Vallhólma og bæta þar lýsingu. Komið verði á einstefnuakstri inni á bílastæðum leikskólans. Bílastæðum á bæjarlandi við Kjarrhólma verði fjölgað um 3. Bætt verði aðgengi leikskólabarna að Fossvogsdal með hliði og stígtengingu að austanverðu. Gönguleið verði breikkuð og bætt frá Kjarrhólma. Þá er gert ráð fyrir að gerður verði áningar- og útsýnisstaður í brekkunni, austan leikskólalóðarinnar. Greinargerð Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra dags. 28. janúar 2019 og uppdráttur í 1:500 dags. 25. janúar 2019.
Á fundi skipulagsráðs 4. febrúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfatúns 1-5, Grænatúns 20, 22 og 24 og Kjarrhólma 2, 4 og 6. Kynningartíma lauk 25. mars 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 1. apríl 2019.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1901909 - Auðnukór 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Ívars Haukssonar fh. lóðarhafa Auðnukórs 8 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst hækkun á hluta hússins, þannig að hámarkshæð þess fari upp í 7,0 metra. Leyfileg hámarkshæð hússins er 6,3 til 7,5 metrar eftir staðsetningu innan byggingarreits. Við breytinguna mun 20m2 hluti af þaki hússins ná upp fyrir ytri byggingarreit um 0,7 metra að hámarki. Á fundi skipulagsráðs 4. febrúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðnukórs 4-10 og Arakórs 3, 5 og 7. Kynningartíma lauk 2. apríl 2019. Ábendingar og athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

6.1903911 - Laxalind 10. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa Laxalindar 10, neðri hæðar, dags. 4. apríl 2019 þar sem óskað er eftir að fá leyfi til að reisa 27,6 m2 viðbyggingu við suðvestur gafl hússins. Þá lögð fram skýringarmynd og skriflegt samþykki lóðarhafa Laxalindar 10, íbúð 01 0201.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Laxalindar 8, 12, 13, 15, 17, 19, Krossalindar 5, 7, 9, 11, 13, 15.

Almenn erindi

7.1811693 - Hlíðarvegur 31. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingafræðings dags. 22. október 2018 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 31 þar sem óskað er eftir að skipta upp lóðinni og koma fyrir nýju einbýlishúsi á nýrri lóð. Ný lóð, Hlíðarvegur 31a, verður 450 m2 og nýbyggingin 128 m2 timburhús án bílgeymslu. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóð. Á fundi skipulagsráðs 7. janúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegs 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40 og 72, lóðarhöfum Hrauntungu 48, 50 og 52 og Grænutungu 8. Athugasemdafresti lauk 8. mars 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 18. mars 2019 var afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 4. apríl 2019.
Skipulagsráð hafnar tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1811312 - Hrauntunga 16. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram fram að nýju að lokinni kynningu erindi Aðalsteins V Júlíussonar tæknifræðings fh. lóðarhafa Hrauntungu 16 þar sem óskað er eftir að fá skráningu á einbýli breytt í tvíbýli. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær svoleiðis að ein íbúð sé á hvorri hæð hússins. Íbúð á efri hæð verður 131 m2 og íbúð á neðri hæð verður 142,3 m2 og þrjú bílastæði á lóð. Á fundi skipulagsráðs 19. nóvember 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 6, 8, 10, 12, 14 og 18. Kynningartíma lauk 22. mars 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

9.1902259 - Digranesheiði 23. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Þorgeirs Jónssonar arkitekts, ódagssett, fh. lóðarhafa Digranesheiðar 23 þar sem óskað er eftir að breyta einbýlishúsi, byggðu 1967, í tvær eignir. Á neðri hæð hússins verður 93,5 m2 íbúð ásamt 49,9 m2 innbyggðum bílskúr og 6,9 m2 sameign. Á efri hæð hússins verður 158,2 m2 íbúð ásamt 53,6 m2 svölum. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesheiðar 12, 14, 16, 19, 21, 25, 27 og Lyngheiðar 1-2. Kynningartíma lauk 28. mars 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1902044 - Austurgerði 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Helga Ólafssonar byggingarverkfræðings, dags. 10. janúar 2019, fh. lóðarhafa að Austurgerði 7 þar sem óskað er eftir að reisa áfasta 46,7 m2 bílgeymslu við húsið. Byggingarmagn á lóðinni eykst í 178,9 m2 við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,17 í 0,23.
Fyrir liggur samþykki aðliggjandi lóðarhafa þar sem viðbyggingin liggur að lóðarmörkum Austurgerðis 9 og Kársnesbrautar 45 og 47. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurgerðis 5, 9, Kársnesbrautar 45, 47 og 49. Kynningartíma lauk 1. apríl 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1902720 - Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Helga Indriðasonar arkitekts, dags. 23. janúar 2019, fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að reisa stakstæða 48 m2 bílgeymslu á vesturhluta lóðarinnar. Á fundi skipulagsráðs 15. október 2018 var samþykkt að unnin yrði tillaga í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 121, 125 og Holtagerðis 70. Kynningartíma lauk 8. apríl 2019. Ábendingar bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.1903202 - Háhæðin - opið svæði á Rjúpnahæð: Kynning á framkvæmdarleyfi.

Lögð fram tillaga Umhverfissviðs að framkvæmdarleyfi fyrir Háhæð, opið svæði á Rjúpnahæð milli Almannakórs og Akra- og Aflakórs annarsvegar og milli Austurkórs 33 og 35 hinsvegar.
Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir göngustígum og leiksvæði á svæðinu. Í tillögunni er auk útfærslu á ofangreindum atriðum gerð tillaga um áningar- og útsýnisstað með þrektækjum, bekkjum o.þ.h. og bætta stígtengingu við Austurkór. Greinargerð dags. 6. febrúar 2019 ásamt uppdrætti og skýringarmyndum.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt fyrir lóðarhöfum við Austurkór 15-47 (oddatölur), Akrakór 1-14 og Almannakór 1-11.

Almenn erindi

13.1904357 - Breyting á deiliskipulagi Hnoðraholts og Vetrarmýrar. Golfvöllur GKG.

Lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur, skipulagsfræðings fh. Garðabæjar dags. 25. mars 2019 þar sem óskað er eftir umsögn á breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts og Vetrarmýrar. Tillagan gerir ráð fyrir að á þaki fyrirhugaðri stækkunar íþróttamiðstöðvar GKG til vesturs, sem verður að mestu neðanjarðar, verði byggt púttæfingarsvæði með aðkomu frá norðurhlið.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:30.