Skipulagsráð

51. fundur 06. maí 2019 kl. 16:30 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Smári Magnús Smárason arkitekt
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1904017F - Bæjarráð - 2956. fundur frá 02.05.2019

1904536 - Kársnesskóli, Skólagerði 8. Deiliskipulagslýsing.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1902262 - Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1901024 - Traðarreitir. Reitur B29. Breytt aðalskipulag. Skipulagslýsing.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1901510 - Tónahvarf 5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1901909 - Auðnukór 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1904537 - Heimsendi 9. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1811312 - Hrauntunga 16. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Almenn erindi

2.1902333 - Borgarlína. Hágæða almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri og Bryndís Friðriksdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Vegagerðinni gera grein fyrir stöðu verkefnisins.
Staða verkefnisins kynnt.

Gestir

 • Hrafnkell Á. Proppé - mæting: 16:30
 • Bryndís Friðriksdóttir - mæting: 16:30

Almenn erindi

3.1904999 - Kársnes. Vesturvör og Bakkavör. Útfærsla á göturými.

Lögð fram tillaga Péturs Jónssonar hjá Eflu verkfræðistofu að útfærslu á göturými Vesturvarar og Bakkavarar og umhverfi Kársneshafnar. Uppdrættir ásamt skýringarmyndum dags. í apríl 2019. Pétur Jónsson og Halla Hrund Pétursdóttir gera grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

 • Pétur Jónsson - mæting: 17:25

Almenn erindi

4.1503575 - Reykjanesbraut - Þverun við Smáralind/Glaðheima

Gerð grein fyrir hugmyndum skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi á vesturhluta Glaðheimasvæðisins - reitum 1 og 3. Jafnframt kynnt samantekt Mannvits - verkfræðistofa dags. 3. janúar 2019 um möguleika á að tengja saman uppbyggingarsvæði Kópavogs austan og vestan Reykjanesbrautar þ.e. í Glaðheimum og í Smáranum. Albert Skarphéðinsson, Mannviti verkfræðistofa ásamt starfsmönnum skipulags- og byggingardeildar gera grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

 • Albert Skarphéðinsson - mæting: 17:45

Almenn erindi

5.1810762 - Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa Brekkuhvarfs 1a og 1b, dags. 2. maí 2019 þar sem óskað er eftir að tillaga Rafaels Campos De Pinho, arkitekts að breyttu deiliskipulagi framangreindra lóða verði tekin til umfjöllunar og afgreiðslu í skipulagsráði. Í tillögunni felst að í stað tveggja lóða fyrir einbýlishús á 1-2 hæðum og nýtingarhlutfalli 0,38 er gert ráð fyrir þremur parhúsum á 2 hæðum. Hver íbúð er áætluð um 180 m2 að samanlögðum gólffleti. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum á íbúð. Nýtingarhlutfall er áætlað 0,57. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 3. maí 2019.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.1904545 - Hraunbraut 18. Viðbygging. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Trípóli arkitekta fh. lóðarhafa að viðbyggingu við Hraunbraut 18. Gert er ráð fyrir að hækka bílskúr norðan við núverandi hús og byggja þar ofan á um 50 m2 viðbyggingu við efri hæð hússins sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt skýringarmyndum dags. 2. apríl 2019.
Skipulagsráð samþykkir að málið verði unnið áfram í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

7.1903606 - Gulaþing 3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Andra Gunnars Andréssonar arkitekts, dags. 15. mars 2019 fh. lóðarhafa Gulaþings 3 þar sem óskað er eftir að að húsið fari út fyrir byggingarreit á jöðrum þannig að húsið færi þá 2 m. út fyrir byggingarreit suðurhliðar hússins ásamt því að norðaustur horn bílgeymslu fer 2x 1,6 m. út fyrir byggingarreit norðurhliðar. Þakkantur norðurhliðar hússins fer 61 cm. upp úr byggingarreit og suðurhorn austurhliðar fer 41 cm. upp fyrir byggingarreit ásamt því að öll suðurhliðin nær 2m. út fyrir upprunalegan byggingarreit. Á fundi skipulagsráðs 18. mars 2019 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 1, 2 og 5, Hólmaþings 1, 2, 4 og Heiðaþings 2, 4, 6 og 8. Kynningartíma lauk 2. maí 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

8.1803757 - Hundagerði í Kópavogi

Á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar nr. 114 dags. 8. apríl 2019 var kynnt tillaga að hundasvæði í Kópavogi, staðsett á svæði við göngustíga neðan Álfatúns. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti tillöguna og vísaði til umsagnar Skipulagsráðs.
Skipulagsráð samþykkir að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi austurhluta Fossvogsdals sbr. ofangreint. Tillagan verði kynnt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1904812 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Sjómannaskólareitur (Þ32) og Veðurstofuhæð (Þ35). Breytt landnotkun, fjölgun íbúða.

Lögð fram tillaga Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan nær til Sjómannaskólareits (Þ32) og Veðurstofuhæðar (Þ35). Í tillögunni felst breytt landnotkun á hluta Sjómannaskólareits úr samfélagsþjónustu í íbúðarbyggð og opið svæði. Á Veðurstofuhæð er landnotkun skilgreind fyrir samfélagsþjónustu en breytist í miðsvæði með áherslu á blandaða byggð, íbúðir, samfélagsþjónustu, skrifstofur, verslun og þjónustu. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. í apríl 2019.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 19:00.