Skipulagsráð

56. fundur 19. ágúst 2019 kl. 16:30 - 18:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Jónas Skúlason varamaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
 • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1907007F - Bæjarráð - 2966. fundur frá 08.08.2019

1904536 - Kársnesskóli. Deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

1902262 - Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Reitir A05 og A06. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Almenn erindi

2.1901024 - Traðarreitir. Reitur B29. Drög að deiliskipulag.

Ásgeir Ásgeirsson, arkitekt, hjá Tark gerir grein fyrir stöðu málsins.
Greint frá stöðu mála.

Almenn erindi

3.1908369 - Fornahvarf 1. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa Fornahvarfs 1 dags. 1. ágúst 2019 þar sem óskað er eftir að stækka byggingarreit bæði til vesturs og norðurs sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. 9. ágúst 2019.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1908393 - Fróðaþing 27. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Fróðaþings 27 þar sem óskað er eftir leyfi til að taka niður kantstein og fjölga um eitt bílastæði á lóð og koma fyrir stoðvegg vegna hæðamismunar á lóðinni sbr. skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd að fullu greiddur af lóðarhafa.

Almenn erindi

5.1908427 - Holtagerði 62. Fjölgun bílastæða á lóð.

Lagt fram erindi lóðarhafa Holtagerði 62 þar sem óskað er eftir leyfi til að taka niður kantstein og þar með fjölga bílastæðum á lóð. Lóðarhafi hefur þegar hellulagt svæði framan við húsið í þeim tilgangi að fjölga bílastæðum sbr. skýringarmynd.
Frestað.

Almenn erindi

6.1908477 - Vesturvör 9. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Vífils Magnússonar, arkitekts fh. lóðarhafa Vesturvarar 9 þar sem óskað er heimildar til að reisa geymslu 43 m2 að flatarmáli við austurhlið hússins. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 4. júlí 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt lóðarhöfum Vesturvara 9 og Kársnesbrautar 84 og 86.

Almenn erindi

7.1908440 - Hafnarbraut 27a. Ný spennustöð.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að staðsetningu spennistöðvar við Hafnarbraut norðan lóðarinnar nr. 27. Tillagan, sem unnin er í samvinnu við Veitur ohf. er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 dags. 15. ágúst 2019.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1908046 - Skógarlind 1. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 5. ágúst 2019 fh. lóðarhafa Skógarlindar 1 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðinni Skógarlind 1. Í breytingunni felst að á lóðinni verði reist 3 hús fyrir blandaða byggð, verslun þjónustu og íbúðir sbr. uppdrætti í mkv. 1:200 og 1:500 dags. í júlí 2019.
Hafnað. Samræmist ekki aðalskipulagi Kópavogs. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1905800 - Hafnarbraut 9. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var lagt fram erindi Teiknistofunnar Tröð dags. 27. maí 2019 fh. lóðarhafa Hafnarbrautar 9 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í samþykktu deiliskipulagi fyrir lóðina er gert ráð fyrir að atvinnuhúsnæði sé 460 m2 og íbúðir 2640 m2, 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði fyrir hverja 50 m2 atvinnurýmis. Nú er óskað eftir því að deiliskipulagi verði breytt á þann hátt að heimilað verði að breyta þremur atvinnurýmum í 5 íbúðir; eina stúdíó íbúð, eina tveggja herbergja íbúð og þrjár þriggja herbergja íbúðir. Fyrir liggur samþykki allra eigenda íbúða í húsinu. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 11. febrúar 2019. Afgreiðslu málsins var frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. ágúst 2019.
Með tilvísan til umsagnar skipulags- og byggingardeildar dags. 15. ágúst 2019 hafnar skipulagsráð erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1905532 - Gulaþing 21. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 22. maí 2019 fh. lóðarhafa Gulaþings 21 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að vegghæð suðaustur hliðar hækkar úr 6,3 m í 7,5 m og vegghæð norðvestur hliðar hækkar úr 6,3 m í 7,0 m Gert er ráð fyrir flötu þaki. Þannig fer byggingarreiturinn 1,2 m. upp úr gildandi byggingarreit á suðausturhluta þaksins og 0,7 m. á norðvestur hluta þaksins. Á fundi skipulagsráðs 15. júlí var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Gulaþings 15, 17, 19, 23, 25, 62, 64, 66 og 68. Kynningartíma lauk 14. ágúst 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust.

Lagt fram að nýju ásamt framkomnum athugasemdum og umsögn skipulags- og byggingardeildar. Er umsögnin dags. 15. ágúst 2019.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1908017 - Háhitasvæði Brennisteinsfjalla. Tillaga að friðlýsingu svæðis.

Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar dags. 23. júlí 2019 þar sem kynnt er tillaga að fyrirhugaðri friðlýsingu svæðis nr. 68 í Brennisteinsfjöllum sbr. 53. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Tillagan er sett fram með tilvísan til þingsályktunar Alþingis frá 14. janúar 2013 um vernd og orkunýtingu landssvæða, svokölluð rammaáætlun.

Lagt fram og kynnt. Vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.

Fundi slitið - kl. 18:00.