Skipulagsráð

61. fundur 04. nóvember 2019 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Smári Magnús Smárason arkitekt
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
 • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1910002F - Bæjarstjórn - 1203. fundur frá 22.10.2019

1907234 - Vesturvör 50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1908477 - Vesturvör 9. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1904921 - Álfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1902260 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1909365 - Akrakór 12. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1910015F - Bæjarráð - 2975. fundur frá 24.10.2019

1909105 - Desjakór 2. Stækkun lóðar.
Breytt deiliskipulag.Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.1901481 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 - nýtt tímabil 2018-2030

Gerð grein fyrir stöðu mála m.a. farið yfir áætlaða byggðaþróun til 2030.
Gerð grein fyrir stöðu mála.

Almenn erindi

4.1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Greint frá stöðu mála. Farið yfir fyrirhugaða afmörkun deiliskipulagssvæðis, landnotkun, gatnakerfi, áætlað byggingarmagn, byggðamynstur, opin svæði, göngu- og hjólaleiðir, þjónustu og mögulegar tengingar milli Glaðheima og Smárans.
Greint frá stöðu mála.

Almenn erindi

5.1907317 - Fagraþing 3. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Fagraþings 3 um að reisa garðskála yfir svalir á vesturhlið hússins samtals um 50 m2 sbr. uppdrætti og skýringarmyndir dags. 14. júní 2019. Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fagraþings 1, 2a, 2b, 4, 5, 6, 8, 10a, 10b, 12 og 14. Kynningartíma lauk 28. október 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

6.1907412 - Álmakór 9b. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Ríkharðs Oddsonar, byggingafræðings fh. lóðahafa að breyttu deiliskipulagi Álmakórs 9b. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir viðbyggingu til suður um 34 m2. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. í júlí 2019. Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var samþykkt með tilvísa til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/210 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álmakórs 7a, 7b, 9a, 17a og 17b. Kynningartíma lauk 25. október 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1910387 - Lækjarsmári 114 og 116. Breytt staðföng.

Lagt fram erindi Gunnars Más Karlssonar, deildastjóra eignadeildar Kópavogsbæjar þar sem lagt er til að staðföngum lóðanna Lækjarsmári 114 og 116 verði breytt í Dalsmári 23 og 25. Á lóðunum Dalsmári 21 og Lækjarsmári 114 og 116 er leikskólinn Lækur. M.a. vegna aðkomu neyðarbíla er nauðsynlegt að samræma lóðarheitin og verði eftir breytingu Dalsmári 21, 23 og 25.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1910460 - Fagraþing 1 og Glæsihvarf 4. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Jakobs Líndal arkitekts dags. 16. október 2019 fh. lóðarhafa Fagraþings 1 og Glæsihvarfs 4 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst að þessar tvær samliggjandi lóðir verði deilt upp í 3 lóðir. Glæsihvarf 4 er í dag óbyggð lóð en á Fagraþingi 1 er 186 m2 einbýlishús úr timbri, byggt 1999. Til samans eru þessar tvær lóðir 4235 m2. Gert er ráð fyrir að reisa tvö ný einbýlishús á lóðunum, bæði um 300 m2 á tveimur hæðum. Uppdrættir og lóðablað í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1910451 - Bakkabraut 7a. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar byggingatæknifræðings dags. 9. ágúst 2019 fh. lóðarhafa Bakkabrautar 7a þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta skráningu á 121 m2 rými neðri hæðar úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 9. ágúst 2019.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Bakkabrautar 5a til 5e og Bakkabrautar 7b til 7d.
Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn erindinu.

Almenn erindi

10.1910427 - Bakkabraut 5c. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Ívars Haukssonar byggingatæknifræðings dags. 6. september 2019 fh. lóðarhafa Bakkabrautar 5c þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta skráningu á 120 m2 rými neðri hæðar úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:1000 dags. 6. september 2019.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Bakkabrautar 5a , b, d og e og Bakkabrautar 7a til 7d.
Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn erindinu.

Almenn erindi

11.1910458 - Langabrekka 7, fjölgun bílastæða á lóð

Lagt fram erindi Kristjáns Kristjánssonar fh. lóðarhafa Löngubrekku 7 þar sem óskað er eftir að fjölga bílastæðum á lóð úr einu í fjögur. Samþykki meðeigenda liggur fyrir.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd að fullu greiddur af lóðarhafa.

Almenn erindi

12.1902260 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.

Á fundi skipulagsráðs 7. október 2019 var erindi lóðarhafa um að reisa bílgeymslu að Löngubrekku 5 hafnað. Með erindi dags. 17. október 2019 óskar lóðarhafi eftir rökstuðning á afgreiðslu málsins. Þá lagt fram erindi lögfræðideildar, dags. 4. nóvember 2019 þar sem fram kemur rökstuðningur.
Skipulagsráð samþykkir framlagðan rökstuðning lögfræðideildar sbr. erindi dags. 4. nóvember 2019.

Almenn erindi

13.1610242 - Hrauntunga, Grænatunga, umferðarmálefni.

Lagt fram erindi íbúa við Hrauntungu varðandi bifreiðastöður í Grænutungu og mögulega einstefnu til austurs um Grænutungu dags. 11. október 2016. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 15. október 2019 var framlagðri tillögu að einstefnu inn Hrauntungu frá Grænutungu vísað til skipulagsráðs.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

14.1906334 - Skjólbraut 3a. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings dags. 7. október 2019 fh. lóðarhafa að Skjólbraut 3a. Í erindinu er óskað eftir að reisa 63 m2 stakstæða bílgeymslu með tómstundaherbergi og salernisaðstöðu á suðausturhlið lóðarinnar. Auk þess er óskað eftir reisa 17,5 m2 viðbyggingu á suðurhlið íbúðarhússins sem nýtist sem svalir fyrir efri hæð hússins. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 7. október 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Skjólbrautar 3 og 5 og Meðalbrautar 6, 8 og 10.

Almenn erindi

15.1910490 - Fífuhvammur 25. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings dags. 7. október 2019 fh. lóðarhafa Fífuhvamms 25. Í erindinu er óskað eftir að reisa 8,1 m2 sólstofu ofan á bílgeymslu. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 7. október 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 23, 27 og Víðihvamms 16, 18 og 20.

Almenn erindi

16.1910605 - Nýbýlavegur 32. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Einars Ólafssonar arkitekts dags. 25. júlí 2019 fh. lóðarhafa Nýbýlavegar 32. Í erindinu er óskað eftir að breyta þriðju hæð hússins úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði og koma fyrir fjórum íbúðum á hæðinni. Byggt verður yfir svalir að hluta svo gólfflöturinn stækkar um 43,1 m2 og komið fyrir nýjum stiga hægra megin við húsið, Dalbrekkumegin. Gólfflöturinn er í dag 603,2 m2 en verður 646,3 m2 eftir breytingu. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 25. júlí 2019.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

17.19081140 - Hlíðarvegur 31 og 31a. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Jóns H. Hlöðverssonar arkitekts dags. 9. ágúst 2019 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 31 þar sem óskað er eftir að skipta lóðinni upp og reisa nýtt íbúðarhús á nýrri lóð, Hlíðarvegi 31a. Um er að ræða byggingu á einni hæð án bílskúrs og gert ráð fyrir þremur bílastæðum á lóð. Ný lóð væri 466 m2 og íbúðarhúsið 128,3 m2, nýtingarhlutfall 0,28. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 9. ágúst 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Hlíðarveg 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40 og 72, Hrauntungu 48, 50, 52 og Grænutungu 8.

Almenn erindi

18.1910492 - Þjónustuíbúðir fyrir fatlaða. Umsókn um lóð.

Lagt fram erindi Aðalsteins Sigfússonar sviðsstjóra velverðarsviðs Kópavogsbæjar, dags. 21. október 2019 þar sem óskað er eftir að fundin verði lóð til að byggja nýtt heimili fyrir fatlaða einstaklinga. Gert er ráð fyrir að húsið verði rúmlega 500 m2 með 7 íbúðum.
Skipulagsráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að umræddri starfsemi verði úthlutað lóðunum Kleifakór 2 og 4.

Almenn erindi

19.1910668 - Breyting á Aðalskipulagi Ölfus 2010-2022. Bláfjöll - skíðasvæði. Breyting á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. Deiliskipulag.

Lagt fram erindi Skipulags- og byggingarsviðs Ölfuss dags. 29. október 2019 þar sem fram kemur að bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt að auglýsa tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin er vegna stækkunar á skíðasvæðis Bláfjalla til austurs þar sem brekkur, göngubraut og ný diskalyfta verður í landi Ölfuss.
Lýsingin er unnin af Landslagi, dagsett september 2019.
Lagt fram og kynnt. Ekki eru gerðar athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.