Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Fagraþings 3 um að reisa garðskála yfir svalir á vesturhlið hússins samtals um 50 m2 sbr. uppdrætti og skýringarmyndir dags. 14. júní 2019. Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fagraþings 1, 2a, 2b, 4, 5, 6, 8, 10a, 10b, 12 og 14. Kynningartíma lauk 28. október 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.