Skipulagsráð

90. fundur 18. janúar 2021 kl. 15:30 - 18:50 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2012003F - Bæjarstjórn - 1228. fundur frá 22.12.2020

2007804 - Víðigrund 21. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2007805 - Víðigrund 35. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2009017 - Bollasmári 6. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2009375 - Reynihvammur 5. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hafnar erindinu.

2010120 - Gulaþing 23. Breytt deiliskipulag.Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2012041 - Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hafnar erindinu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2012022F - Bæjarráð - 3030. fundur frá 07.01.2021

2006230 - Hlíðarvegur 63. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2009186 - Brekkuhvarf 1A-1G. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2011397 - Geirland. Beiðni um að reisa vélaskemmu.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2012070 - Naustavör 13, 52-58 og 60-68. Breytt deiliskipulag.Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.2012018F - Bæjarstjórn - 1229. fundur frá 12.01.2021

2006230 - Hlíðarvegur 63. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2009186 - Brekkuhvarf 1A-1G. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2011397 - Geirland. Beiðni um að reisa vélaskemmu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hafnar erindinu.

2012070 - Naustavör 13, 52-58 og 60-68. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

4.2003236 - Borgarlínan. 1. lota. Vinnslutillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040

Lögð fram vinnslutillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi dags. í janúar 2021. Viðfangsefni tillögunnar er nánari útfærsla fyrir Borgarlínuna í Kópavogi. Þar er lögð fram tillaga að legu, staðsetningu stöðva, áherslum á forgang og skipulag göturýmis. Jafnframt eru kynnt þau viðmið sem líta ber til við útfærslu Borgarlínunnar, hvort sem er í deiliskipulagi göturýmis eða hönnun innviða Borgarlínunnar. Rammahlutinn um 1. lotu Borgarlínunnar er ítarlegri stefna tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 til að tryggja framfylgd meginmarkmiða skipulagsins um Borgarlínuna. Viðfangsefni tillögunnar eru liður í því að stuðla að framfylgd samgöngusáttmála ríkis- og sveitafélaganna og tryggja framfylgd samgönguáætlunar 2020-2034. Kynning á vinnslutillögu að rammahluta er ætlað að tryggja að sjónarmið og ábendingar íbúa og hagaðila nýtist við mótun skipulagstillögu og hönnunarvinnu fyrir Borgarlínuna.
Samhliða kynningu á vinnslutillögunni verða kynnt frumdrög 1. lotu Borgarlínunnar, Ártúnshöfði ? Hamraborg dags. í janúar 2021. Frumdrögin eru fylgigögn til hliðsjónar vinnslutillögunni. Hrafnkell Á. Proppé og Stefán Gunnar Thors frá Verkefnastofu Borgarlínu gera grein fyrir erindinu.
Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Stefán Gunnar Thors - mæting: 15:30
  • Hrafnkell Á. Proppé - mæting: 15:30

Almenn erindi

5.2009374 - Melgerði 34. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Stefáns Ingólfssonar arkitekts dags. 6. ágúst 2020 fh. lóðarhafa Melgerðis 34. Á lóðinni stendur steinsteypt einbýlishús byggt 1958 og bílskúr byggður 5 árum síðar. Húsið er 98,8 m2 að stærð og er nú óskað eftir að reisa 36,8 m2 ris ofan á húsið og koma þar fyrir tveimur herbergjum og baðherbergi. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 6. ágúst 2020. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 29, 31, 32, 33, 36, Borgarholtsbrautar 45, 47 og 49. Kynningartíma lauk 18. janúar 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.18061057 - Fífuhvammur 9. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Svövu Jónsdóttur arkitekts dags. 20. júní 2018 fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 9 þar sem óskað er eftir að hækka útveggi til norðurs og suðurs þannig að þakhalli minnkar niður 14° og bæta við gluggum auk breytinga á innra skipulagi. Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvammi 7, 11, Víðihvammi 2, 4, Lindarhvammi 3. Athugasemdafresti lauk 10. september 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Erindið er lagt fram að nýju þar sem byggingarleyfið er útrunnið.
Á fundi skipulagsráðs 21. desember 2020 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu að nýju fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 7 og 11, Víðihvamms 2 og 4 og Lindarhvamms 3. Fyrir liggur undirritað samþykki lóðarhafa í grennd og því er kynningartími styttur.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2011563 - Hlíðarvegur 26. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Páls Poulsen byggingarfræðings dags. 5. október 2020 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 26. Á lóðinni stendur steinsteypt tvíbýlishús á þremur hæðum með sambyggðum tvöföldum bílskúr, byggt á tímabilinu 1963-1967. Óskað er eftir að fjölga íbúðum í húsinu og fá jarðhæðina samþykkta sem íbúð á sér fastanúmeri. Með breytingunni væru þrjár íbúðir í húsinu; íbúð á jarðhæð 76,3 m2, íbúð á 1. hæð: 148,6 m2 og íbúð á 2. hæð: 143,4 m2. Samþykki meðeigenda liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 5. október 2020. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegar 24, 28, Reynihvamms 12 og 15. Athugasemdafresti lauk 14. janúar 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

8.2011556 - Urðarbraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings dags. 29. október 2020 fh. lóðarhafa Urðarbrautar 7. Á lóðinni stendur einbýlishús byggt 1949 og stakstæð bílgeymsla byggð 1968. Óskað er eftir að breyta einbýlishúsinu í tvíbýli og fá samþykkta íbúð á eigin fastanúmeri í kjallara hússins. Eftir breytingu væri íbúð á 1. hæð með risi 123,8 m2 og íbúð í kjallara 74,2 m2. Á lóðinni eru 3 bílastæði en mögulegt er að fjölga þeim. Upprættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 29. október 2020. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Urðarbrautar 9, Kastalagerðis 2 og 4, Hófgerðis 30 og Borgarholtsbrautar 18 og 20. Kynningartíma lauk 14. janúar 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2012182 - Digranesheiði 45. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Bjarnasonar byggingafræðings dags. 10. nóvember 2020 fh. lóðarhafa Digranesheiðar 45. Lóðin er 1118 m2 og á henni er 94 m2 timburhús byggt 1955 auk 47,8 m2 bílgeymslu sem var byggð síðar. Í fyrirspurninni er óskað eftir að rífa núverandi byggingar af lóðinni og reisa 6 íbúða fjölbýli á tveimur hæðum ásamt þremur bílskúrum. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði 113 m2 með sólskála, heildarbyggingarmagn á lóðinni verður 681 m2 og nýtingarhlutfall 0,61. Erindi dags. 25. nóvember 2020 og uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 10. nóvember 2020.
Lagt fram. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

10.2101232 - Hlíðarvegur 31 og Grænatunga 9. Breyting á staðföngum.

Lagt fram erindi lóðarhafa Hlíðarvegar 31a og 31b, dags. 6. janúar 2021, þar sem óskað er eftir breytingu á staðföngum. Á fundi skipulagsráðs 3. febrúar 2020 var samþykkt að skipta lóðinni Hlíðarvegi 31 upp í tvær lóðir; Hlíðarveg 31 og 31a. Afgreiðsla skipulagsráðs var staðfest í bæjarstjórn 11. febrúar 2020. Nú er óskað eftir að efri lóðin, með staðfangið Hlíðarvegur 31 fái staðfangið Grænatunga 9 og ný lóð sem liggur neðar og við Hlíðarveg fái staðfangið Hlíðarvegur 31.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.2012282 - Vesturvör 36. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram tvíþætt fyrirspurn Ívars Haukssonar byggingarverkfræðings f.h. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á lóðinni. Í breytingunni felst annarsvegar að byggð verði ein viðbygging við vesturhlið húss á lóðinni 12,5 m breið og 43,7 m að lengd. Heildaraukning byggingarmagns á lóðinni yrði 546,25 m2 að flatarmáli.
Hins vegar að byggðar verði tvær viðbyggingar við austur- og vesturhlið núverandi húss á lóðinni, hvor um sig 546, 25 m2 að flatarmáli. Heildaraukning byggingarmagns á lóðinni yrði samtals 1.092,5 m2. Fyrirspurninni fylgja uppdrættir í mælikvarða 1:100 dags. í nóvember 2020.
Lagt fram.

Almenn erindi

12.2012362 - Grenigrund 18. Fjölgun bílastæða.

Lagt fram erindi lóðarhafa Grenigrundar 18 þar sem óskað er eftir að fjölga bílastæðum á lóðinni og stækkun lóðar um 70 m2. Skýringarmynd dags. 13. janúar 2021.
Afgreiðslu frestað. Vísað til úrvinnslu skipulagsdeildar.

Almenn erindi

13.2005445 - Álfhólsvegur 105. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Álfhólsvegar 105 þar sem óskað er eftir að koma fyrir 4 bílastæðum framan við húsið, þar af tveimur með hleðslustöð fyrir rafbíla. Húsið við Álfhólsveg 105 er tvíbýli og eru 2 bílastæði meðfram austurhlið hússins. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lögð fram ný tillaga, dags. 14. janúar 2021.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.2101233 - Kársnes. Hönnunarsamkeppni um íbúðir fyrir námsmenn og fyrstu kaupendur.

Lögð fram tillaga skipulagsstjóra þess efnis að skipulagsdeild verði falið að hefja undirbúning að samkeppni um skipulag á sk. Landsréttarreit við Vesturvör 2b og á reit við Brúarenda fyrirhugaðrar Fossvogsbrúar þar sem gert verði ráð fyrir íbúðum fyrir námsmenn og fyrstu kaupendur.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

15.2101329 - Fyrirspurn frá Bergljótu Kristinsdóttur. Hamraborg og vesturhluti Kársnes.

Lögð fram fyrirspurn Bergljótar Kristinsdóttur dags. 12. janúar 2020 þar sem óskað er lista yfir athugasemdir sem bárust við vinnslutillögur 1 og 2 fyrir Traðarreit vestri B1-1 og Fannborgarreit B4 og viðbrögðum við þeim. Þá er einnig óskað eftir að gerð verði grein fyrir samningum sem gerðir hafa verið milli Kópavogsbæjar og lóðarhafa á ofangreindum svæðum og hvort sambærilegir samningar hafi verið gerðir við lóðarhafa Bakkavarar 1-3 og Þinghólsbrautar 77-79. Þá lagt fram minnisblað verkefnisstjóra dags. 16. október 2020 með samantekt athugasemda og viðbragða.
Lagt fram.

Almenn erindi

16.2011715 - Leiksvæði í Kópavogi, aðgerðaráætlun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. nóvember, lögð fram drög að aðgerðaráætlun fyrir leiksvæði í Kópavogi skv. greinargerð garðyrkjustjóra dags. 30. nóvember. Á fundi bæjarráðs 10. desember 2020 var samþykkt að vísa aðgerðaráætlun um endurnýjun leiksvæða í Kópavogi til umsagnar nefnda og ráða bæjarins.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

17.2101073 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Urriðaholt. Norðurhluti 4.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, þar sem óskað er umsagna um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, Urriðaholt. Tillagan nær til svæðis norðan við Urriðaholtsstræti og er markmið hennar að setja fram á skýran hátt að íbúðabyggð er heimil á því svæði ásamt atvinnuhúsnæði.
Jafnframt er óskað umsagna um tillögu að deiliskipulagi Urriðaholt Norðurhluti 4 sem nær til svæðis fyrir nýja íbúðabyggð og atvinnustarfsemi norðan við Urriðaholtsstræti auk útivistarsvæðis næst Flóttamannavegi.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:50.