Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 22. febrúar 2021 f.h. lóðarhafa Fagrahjalla 11 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni stendur 261,9 m² steinsteypt einbýlishús ásamt 67,9 m² bílskúr, byggt 1991. Í erindinu er óskað eftir að stækka byggingarreit kjallarans um 3,05 m. til suðurs, samtals um 36 m². Eftir breytingu verður stærð hússins 361,1 m² og nýtingarhlutfallið eykst úr 0,47 í 0,52. Uppdráttur í mkv. 1:250, 1:500 og 1:1000 dags. 22. febrúar 2021. Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fagrahjalla 9, 13, Furuhjalla 10 og 12. Kynningartíma lauk 1. júní 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.