Skipulagsráð

113. fundur 31. janúar 2022 kl. 15:30 - 19:07 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2201007F - Bæjarráð - 3074. fundur frá 20.01.2022

2201225 - Hörðuvellir - Tröllakór, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2201220 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði 3. Tónahvarf 1. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2201223 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2201221 - Hörðuvellir, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2110223 - Meltröð 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2109676 - Heimalind 9. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2201004F - Bæjarstjórn - 1250. fundur frá 25.01.2022

2201225 - Hörðuvellir - Tröllakór, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2201220 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði 3. Tónahvarf 2. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2201223 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2201221 - Hörðuvellir, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2110223 - Meltröð 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2109676 - Heimalind 9. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

Almenn erindi

3.2201276 - Nónsmári 1-7 og 9-15, breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts, f.h. Nónhæðar ehf. dags. 11. janúar 2022 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Nónsmára 1-7 og 9-15. Í breytingunni felst að á lóðinni Nónsmára 1-7 fjölgar íbúðum úr 55 í 60 og á lóðinni Nónsmára 9-15 fölgar íbúðum úr 45 í 50. Heildarfjölgun íbúða er alls 10 íbúðir. Þá er sótt um hækkun byggingarreita þannig að hús nr. 1 og 9 hækki úr tveimur hæðum í þrjár og hús númer 5, 7, 13 og 15 úr fjórum hæðum í fimm hæðir. Byggingarmagn á lóðunum eykst úr 15.600 m2 í 17.300 m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,6. Bílastæðum neðanjarðar fjölgar úr 82 í 104 en bílastæðum ofanjarðar fækkar úr 125 í 122. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 10. janúar 2022.
Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var afgreiðslu erindisins frestað.
Þá lögð fram skuggavarpsgreining dags. 27. janúar 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Hjördísar Ýrar Johnson og hjásetu Helgu Hauksdóttur og Einars Arnar Þorvarðarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur:
Undirrituð samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Í ljósi þess að ítarlegt samráð við íbúa næsta nágrennis fór fram á síðasta kjörtímabili, og lauk með málamiðlun, mun ég þó ekki samþykkja breytinguna komi fram andstaða frá þeim sem áttu hlut að máli á þeim tíma.

Almenn erindi

4.2201242 - Leiðbeiningar fyrir deiliskipulag og breytingar á lóðum og húsnæði í Kópavogi

Lögð fram drög að verklýsingu dags. 16. desember 2021 um gerð leiðbeininga/gátlista fyrir nýja deiliskipulagsreiti og breytingar á lóðum og húsnæði í grónum hverfum í samræmi við meginmarkmið umhverfissviðs um gæði byggðar.
Lagt fram. Greint frá stöðu mála.

Almenn erindi

5.2110165 - Ylströnd á Kársnesi.

Lagt fram minnisblað skipulagsdeildar um mögulegar staðsetningar ylstrandar á Kársnesi ásamt fundargerð frá fundi með fulltrúum Umhverfisstofnunar dags. 21. janúar 2022. Á fundi skipulagsráðs þann 20. september 2022 var lögð fram fyrirspurn Bergljótar Kristinsdóttur þar sem óskað var eftir tillögum umhverfissviðs að mögulegum staðsetningum ylstrandar við Kársnes og að kallað væri eftir sjónarmiðum Umhverfisstofnunar um áhrif ylstrandar á verndað svæði á suðurhluta Kársness. Skipulagsráð vísaði erindinu til úrvinnslu skipulagsdeildar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð felur umhverfissviði að vinna áfram með tillögurnar og hefja vinnu við kostnaðaráætlun. Einnig er erindinu vísað til kynningar í íþróttaráði og umhverfis- og samgöngunefnd.

Almenn erindi

6.2201817 - Hafnarbraut 10. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Skala arkitekta fh. lóðarhafa dags. 26. janúar 2022, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgi um 8, verði 48 í stað 40 í sama rými og fyrir er og að bílageymsla verði stækkuð neðanjarðar og fjöldi bílastæða á lóð verði í samræmi við íbúðastærðir.
Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 14. janúar 2022.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

7.2201029 - Vesturvör 22 - 24. Fyrirspurn um breytingu deiliskipulags.

Lögð fram fyrirspurn Ásgeirs Ásgeirssonar arkitekts dags. 3. janúar 2022. Óskað er eftir áliti skipulagsráðs á meðfylgjandi tillögu á breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst fjölgun íbúða, hækkun byggingar, færslu og stækkun vesturálmu, stækkun bílageymslu og fækkun bílastæða á lóð.
Tillagan felur í sér fjölgun íbúða úr 59 í 79 íbúðir, grunnflötur hússins er 1900 fm verður 1990 fm, flatarmál húss án bílageymslu er 6.600 fm verður 2.610 fm, fjölgun bílastæða í bílageymslu um 20 stæði, húsið er fimm og tvær hæðir, verður fimm og fjórar hæðir auk kjallara.
Uppdrættir og skýringarmyndir dags. 30. apríl 2021.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

8.2112233 - Hliðarvegur í Lækjarbotnum. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dags. í nóvember 2022 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hliðarvegar í Lækjarbotnum.
Um er að ræða hliðarveg frá fyrirhuguðum gatnamótum við Geirland að að núverandi vegi að Waldorfskólanum í Lækjarbotnum.
Framkvæmdin er liður í að tryggja öruggar tengingar við Lækjarbotnaland samhliða breikkun Suðurlandsvegar.
Fyrir liggur umsögn Kópavogsbæjar til Skipulagsstofnunar dags. 27. október 2021, þar sem fram kemur að framkvæmdin sé ekki líkleg til að valda umtalsverðum neikvæðum umhverfisáhrifum og því skuli hún ekki matsskyld.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hagsmunaaðilum og umsagnaraðilum.

Almenn erindi

9.2108968 - Ný Fossvallarétt. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Sigurbjörns Þorbergssonar f.h. Fjáreigendafélags Reykjavíkur og Sauðfjáreigendafélags Kópavogs dags. 8. september 2021. Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir því að hefja byggingu á nýrrri lögrétt innan afréttar Seltjarnarhrepps hins forna, nú Kópavogsbæjar, Reykjavíkur og Seltjarnarneskaupstaðar, í landi Kópavogs. Fyrirhuguð staðsetning nýrrar réttar er nyrst í Mosunum, neðan Neðri Fóelluvatna, nálægt syðri bakka Heiðarbrúnarkvíslar og austan Búrfellslínu. Uppdráttur í mkv: 1:2000 dags. 5. október 2021.
Þá lagðar fram umsagnir umsagnaraðila ásamt minnispunktum um umhverfisáhrif dags. 26. janúar 2022.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2201623 - Bláfjöll. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum.

Lagt fram erindi SSH dags. 20. janúar 2022 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir borun á fjórum nýjum rannsóknarholum til grunnvatsmælinga á Bláfjallasvæðinu.
Fyrirhugaðar borholur eru vöktunarholur sem ætlað er að styrkja grunnvatnslíkan Vatnaskila með áherslu á Bláfjallasvæðið í tengslum við áform um framkvæmdir á skíðasvæðinu.
Með umsókninni fylgja skýringargögn.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.2112927 - Sunnubraut 43. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi frá Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt fyrir hönd lóðarhafa dags. 8. desember 2022. Húsið er í dag skráð 216 m2. Í dag er kjallari með malargólfi undir húsinu sem og bátaskýli 27 m2. Sótt er um leyfi til að byggja við húsið á efri hæða alls 21 m2 og að steypa plötu og nýta hluta núverandi kjallara alls 68,7 m2. Eftir stækkun er því húsið alls 318 m2 og nýtingarhlutfall 0.62. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 25. janúar 2022.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

12.2110360 - Mánalind 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Arnars Þórs Jónssonar arkitekts dags. 8. september 2021 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðinni við Mánalind 8. Í breytingunni felst að komið verði fyrir geymslu á norðausturhluta lóðarinnar ásamt palli með pottasvæði og skjólvegg að hluta með timburbitum. Stærð geymslu er áætluð 27,5 m2 og hæð skjólveggs 2,4 m. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:1000 og 1:250 dags. 18. október 2021. Á fundi skipulagsráðs 18. október 2021 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Kynningartíma lauk 10. janúar 2022. Athugasemd barst á kynningartíma. Þá lögð fram umsgön skipulagsdeildar dags. 28. janúar 2022.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.2111359 - Víðigrund 23. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts dags. 21. október 2021 f.h. lóðarhafa Víðigrundar 23. Sótt er um leyfi til að byggja 70,3 m² viðbyggingu við núverandi hús. Viðbyggingin yrði á 1. hæð og kjallara. Núverandi íbúðarhús er skráð 131,1 m². Lóðarstærð er 456 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,28. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 201,4² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,44. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Víðigrundar 9 til 21 og 25 til 35 er 0,37 (minnst 0,27 og mest 0,77). Uppdrættir og skýringar dags. 21. október 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 11, 13, 21, 25, 29 og 31.

Almenn erindi

14.2201689 - Fagraþing 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 20. janúar 2022 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að í stað bílskýla verði lokaðar bílageymslur. Við það hækkar nýtingarhlutfall úr 0,43 í 0,49. Meðf. skýringaruppdráttur dags. nóvember 2021, mkv. 1:500.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.2201219 - Öldusalir 2. Fjölgun bílastæða.

Lagt fram erindi lóðarhafa dags. 10. janúar 2022, óskað er eftir að fjölga bílastæðum úr þremur í fjögur og breikka bílastæði á lóðinni um 3 metra til vesturs.
Skipulagsráð hafnar erindinu með sex atkvæðum gegn atkvæði Kristins D. Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.2201459 - Hraunbraut 24. Fyrirspurn um breytingu á húsnæði.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa, dags. 10. janúar 2022. Óskað er eftir áliti skipulagsráðs á meðfylgjandi tillögu að breytingu á núverandi einbýlishúsi á tveimur hæðum. Húsið er staðsteypt einbýlishús sem samanstendur af tveimur hæðum ásamt bílskúr. Húsið er byggt í hlíð, neðan Hraunbrautar, og er efri hæðin í götuhæð. Efri hæðin skagar fram yfir neðri hæðina og er hluta hennar haldið uppi með steyptum súlum. Óskað er eftir að loka þessum hluta og gera að fullkláruðu rými og þar með stækka, bæta skipulag og flæði neðri hæðar hússins. Stækkun hússins verður því að öllu leiti innan núverandi byggingarreits og munu byggingarhlutar ekki skaga útfyrir núverandi fleti né vera sýnilegir frá götu. Stærð lóðar skv. fasteignaskrá er 749m². Flatarmál hússins mun aukast um 72,2 m², og verða 365,8 m². Nýtingarhlutfallið fer úr 0,39 í 0,49. Erindi og skýringaruppdráttur dags. 10. janúar 2022.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

17.2201548 - Aðalþing 8. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 14. janúar 2022. Óskað er eftir áliti skipulagsráðs á meðfylgjandi tillögu að breyta núverandi deiliskipulagi. Húsið er 1 af 4 í raðhúsalengju. Íbúðin er á tveimur hæðum. Óskað er eftir að núverandi raðhúsi á lóðinni verði skipt í tvær íbúðir, eina á hvorri hæð með tveimur fastanúmerum.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Fundi slitið - kl. 19:07.