Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa, dags. 10. janúar 2022. Óskað er eftir áliti skipulagsráðs á meðfylgjandi tillögu að breytingu á núverandi einbýlishúsi á tveimur hæðum. Húsið er staðsteypt einbýlishús sem samanstendur af tveimur hæðum ásamt bílskúr. Húsið er byggt í hlíð, neðan Hraunbrautar, og er efri hæðin í götuhæð. Efri hæðin skagar fram yfir neðri hæðina og er hluta hennar haldið uppi með steyptum súlum. Óskað er eftir að loka þessum hluta og gera að fullkláruðu rými og þar með stækka, bæta skipulag og flæði neðri hæðar hússins. Stækkun hússins verður því að öllu leiti innan núverandi byggingarreits og munu byggingarhlutar ekki skaga útfyrir núverandi fleti né vera sýnilegir frá götu. Stærð lóðar skv. fasteignaskrá er 749m². Flatarmál hússins mun aukast um 72,2 m², og verða 365,8 m². Nýtingarhlutfallið fer úr 0,39 í 0,49. Erindi og skýringaruppdráttur dags. 10. janúar 2022.
Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur:
Undirrituð samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Í ljósi þess að ítarlegt samráð við íbúa næsta nágrennis fór fram á síðasta kjörtímabili, og lauk með málamiðlun, mun ég þó ekki samþykkja breytinguna komi fram andstaða frá þeim sem áttu hlut að máli á þeim tíma.