Skipulagsráð

139. fundur 20. mars 2023 kl. 15:30 - 18:23 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Bergljót Kristinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Auðun Helgason lögfræðingur
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2302020F - Bæjarstjórn - 1274. fundur frá 14.03.2023

2208338 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Tillaga að deiliskipulagi.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



22114856 - Digranesvegur 72A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



22115502 - Hrauntunga 91. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur, Telmu Árnadóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.



2212442 - Urðarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2210266 - Urðarhvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2302018F - Bæjarráð - 3120. fundur frá 02.03.2023

2208338 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Tillaga að deiliskipulagi.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



22114856 - Digranesvegur 72A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.2303001F - Bæjarráð - 3121. fundur frá 09.03.2023

22115502 - Hrauntunga 91. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2212442 - Urðarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2210266 - Urðarhvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla skipulagsfulltrúa

4.2303008F - Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa - 12. fundur frá 09.03.2023

2303172 - Digranesheiði 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Embætti skipulagsfulltrúa samþykkir með tilvísun í 44. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 30, 32, 34, 39, 41, 43, 47 við Digranesheiði, nr. 18, 20, 21, 22, 23 við Lyngheiði, nr. 4, 6, 8 við Tunguheiði, nr. 1, 3, 3A, 3B, 5 við Skálaheiði og nr. 1, 3, 5, 7 við Gnípuheiði.

Almenn erindi

5.22061304 - Íbúasamráð í skipulagsmálum. Þróun verklagsreglna.

Lögð fram drög að verklagi við íbúasamráð um deiliskipulag dags. í mars 2023 sem unnið er af Alta ehf fyrir Umhverfissvið Kópavogsbæjar.

Á fundi skipulagsráðs 20. júní 2022 var lögð fram tillaga um að hafin yðri vinna við þróun verklagsreglna um íbúasamráð í skipulagsmálum með það fyrir augum að auka upplýsingaflæði til íbúa og virkja íbúa til að taka þátt í skipulagsferlinu með því að auðvelda þeim að koma sjónarmiðum sínum á framfæri frá fyrstu stigum.

Árni Geirsson skipulagsráðgjafi frá Alta gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt. Umræður.

Gestir

  • Árni Geirsson - mæting: 15:30

Almenn erindi

6.2201276 - Nónsmári 1-7 og 9-15, breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn Hrólfs Karls Cela arkitekts, dags. 11. janúar 2022 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 1-7 og 9-15 við Nónsmára um breytingu á deiliskipulagi Nónhæðar staðf. 13. nóvember 1991 m.s.br., fyrir fyrrgreindar lóðir.

Í breytingunni felst að á lóðinni Nónsmára 1-7 fjölgar íbúðum úr 55 í 60 og á lóðinni Nónsmára 9-15 fjölgar íbúðum úr 45 í 50. Heildarfjölgun íbúða er alls 10 íbúðir. Þá er sótt um hækkun byggingarreita þannig að hús nr. 1 og 9 hækki úr tveimur hæðum í þrjár og hús númer 5, 7, 13 og 15 úr fjórum hæðum í fimm hæðir. Byggingarmagn á lóðunum eykst úr 15.600 m² í 17.300 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,6. Bílastæðum neðanjarðar fjölgar úr 82 í 104 en bílastæðum ofanjarðar fækkar úr 125 í 122. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 10. janúar 2022. Einnig fylgir tillögunni skuggavarpsgreining dags. 27. janúar 2022.

Á fundi skipulagsráðs þann 30. maí 2022 var ofangreind tillaga lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 13. maí 2022 og uppfærð 30. maí 2022 um þær athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma tillögunnar. Skipulagsráð hafnaði tillögunni. Afgreiðsla skipulagsráðs var staðfest á fundi bæjarráðs þann 21. júlí 2022. Í úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. janúar 2023 var ákvörðun bæjarráðs um að hafna tillögunni felld úr gildi.

Þá er lagður fram ofangreindur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 92/2022 dags. 20. janúar 2023 ásamt drögum að greinargerð skipulagsráðs með afgreiðslu málsins dags. 17. mars 2023.

Jafnframt eru lögð fram tvö erindi Hjalta Steinþórssonar lögmanns f.h. lóðarhafa dags. 7. febrúar 2023 og 15. mars 2023.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

7.23031267 - Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2023 þar sem umsókn Helga Indriðasonar arkitekts dags. 1. mars 2023 er vísað til skipulagsráðs. Erindið hefur áður komið inn á borð skipulagsráðs en á fundi skipulagsráðs 15. júlí 2019 var sótt um leyfi til að byggja stakstæðan 48 m² bílskúr á lóðinni. Skipulagsráð samþykkti erindið að lokinni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Við lokaúttekt byggingarfulltrúa á bílskúrnum kom í ljós að byggður bílskúr á lóðinni var ekki að öllu leyti í samræmi við samþykktar teikningar.

Því er sótt um stækkun bílskúrsins um 33cm til suðurs og 26cm til austurs, samtals 4,1 m².

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 26. janúar 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 121 og 125 við Kársnesbraut og nr. 70 við Holtagerði.

Almenn erindi

8.23031159 - Austurkór 177. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Jakobs Líndal arkitekts dags. 24. febrúar 2023 f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 177 við Austurkór. Í breytingunni felst nýr byggingarreitur fyrir 21m² auka húsi (frístundaherbergi) í suðvesturhorni lóðar. Frístundaherbergið hefur þegar verið byggt með hliðsjón af grein 2.3.5 í byggingareglugerð án vitundar um ákvæði um deiliskipulag. Frístundahúsið er einnar hæðar timburklætt timburhús með 314 cm mænishæð. Húsið stendur 1,36m frá SV lóðarmörkum og 1,24 m frá NV lóðarmörkum. Byggingin er innan við 180 cm háa girðingu sem umlykur lóðina. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,32 í 0,35.

Uppdráttur ásamt greinargerð dags. 24. febrúar 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillag að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 175, 179, 179A og 181 við Austurkór.

Almenn erindi

9.2302623 - Kársnesbraut 96A. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju breytt fyrirspurn Kjartans Rafnssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 96A við Kársnesbraut dags. 2. mars 2023 um breytta nýtingu núverandi húss á lóðinni. Á lóðinni er iðnaðarhúsnæði á einni hæð ásamt kjallara alls 1086,9 m2 að flatarmáli. Lóðin er á íbúðarsvæði (ÍB-1) sk. Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 og innan þróunarsvæðisins á Kársnesi (ÞR-1). Í breytingunni felst að í byggingunni verði innréttaðar 10 2-3 herbergja íbúðir á fyrstu hæð og í kjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum á vesturhluta lóðarinnar við Norðurvör og innan lóðar í kjallara. Á suðurhluta lóðarinnar við Kársnesbraut er gert ráð fyrir sameiginlegum garði, leiksvæði og sorpgerði.

Uppdrættir ásamt skýringarmynd og greinargerð dags. 2. mars 2023.

Á fundi skipulagsráðs 6. mars 2023 var fyrirspurninni vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 16. mars 2023.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 16. mars 2023.

Almenn erindi

10.22114380 - Vesturvör 22-24 (Hafnarbraut 16-18). Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn Scala arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 22 og 24 við Vesturvör. Í breytingunni felst að heiti lóðanna verði Hafnarbraut 16 (áður Vesturvör 24) og Hafnarbraut 18 (áður Vesturvör 22) þar sem aðkoma er ráðgerð frá Hafnarbraut. Lóðirnar stækki til norðurs samanlagt um 394,8 m², úr 5.135 m² í 5.529,8 m² og að í stað eins byggingarreits verði tveir stakstæðir byggingarreitir á lóðunum, einn á hvorri lóð. Heildarbyggingarmagn á lóðunum eykst um 4.990 m², úr 8.400 m² í 13.390 m² og íbúðum fjölgar um 32, úr 59 í 91 samtals á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á lóðunum eykst úr 1.6 í 2.4 ofanjarðar og neðanjarðar á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 16 verður 2,15 og nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 18 verður 2,69. Bílastæðum fjölgar um 15, úr 81 í 96 samanlagt á báðum lóðunum. Á fundi skipulagsráðs 14. nóvember 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, athugasemd barst. Á fundi skipulagsráðs 6. mars 2023 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.2109353 - Vatnsendablettur 5. Breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings dags. 22. nóvember 2022 f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Vatnsendablett. Í breytingu felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir, Vatnsendablettur 5 og 5A, og að reist verði einnar hæðar einbýlishús á nýrri lóð. Á lóðinni er í dag einnar hæðar einbýlishús og hesthús, núverandi byggingarmagn á lóðinni er 335,7m², lóðarstærð er 15.213 m² og núverandi nýtingarhlutfall á lóðinni er 0,02. Eftir breytingu yrði Vatnsendablettur 5, 13.404 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,03 og Vatnsendablettur 5A yrði 1.809 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,17. Gert er ráð fyrir að hámark bygggingarmagns á Vatnsendabletti 5A verði 300 m². Hámarkshæð nýbyggingar yrði 6,5 metrar og byggingarreitur 13x27m. Aðkoma yrði sameiginleg um lóð Vatnsendabletts 5 eftir núverandi heimkeyrslu. Einnig er lagt til að afmörkun lóðar og skipulagssvæðis ásamt legu reið- og göngustíga yrði uppfært í samræmi við gildandi mæliblað og núverandi legu stíga. Að öðru leiti verða skilmálar í gildandi deiliskipulagsáætlun óbreyttir.

Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2022 var afgreiðslu frestað. Á fundi skipulagsráðs 19. desember 2022 var lagt fram uppfært skriflegt erindi og kynningaruppdráttur dags. 12. desember 2022, samþykki lóðareiganda dags. 1. september 2022 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 13. desember 2022 og samþykkt var að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, umsögn barst. Á fundi skipulagsráðs 6. mars 2023 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 17. mars 2023.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum dags. 17. mars 2023 og tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.2201817 - Hafnarbraut 10, breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Skala arkitekta fh. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Hafnarbraut dags. 26. janúar 2022, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgi um 8, verði 48 í stað 40 í sama rými og fyrir er og að bílageymsla verði stækkuð neðanjarðar og fjöldi bílastæða á lóð verði í samræmi við íbúðastærðir.

Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 14. janúar 2022. Á fundi skipulagsráðs 28. febrúar 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 6. mars 2023 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 17. mars 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með fjórum atkvæðum. Kolbeinn Reginsson greiddi atkvæði gegn tillögunni. Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjastjórnar.

Almenn erindi

13.23011596 - Þinghólsskóli. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhvefissviðs að breyttu deiliskipulagi á lóð Kópavogsbrautar 58. Þinghólsskóli, samþykkt í bæjarstjórn 26. september 2000 og birt í B-deild stjórnartíðinda 20. nóvember 2000. Í breytingunni felst að komið verði fyrir byggingarreit á einni hæð fyrir 2 samtengdar lausar skólastofur á suðvestur hluta lóðarinnar. Hámarks hæð byggingarreits er áætluð 3 metrar og áætluð stærð byggingarreits er um 141m². Skólastofum er ætlað að mæta skammtímaþörf fyrir kennslustofur þar til nýr Kársnesskóli við Skólagerði verður tekinn í notkun. Þær verða síðan fjarlægðar aftur og skólalóð sett í fyrra horf sem malbikað leiksvæði. Svæðið er skilgreint fyrir samfélagsþjónustu í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2014. Uppdráttur í mkv.1:1000, 1:2000 og 1:200 dags. 6. febrúar 2023.

Á fundi skipulagsráðs 6. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 13. mars 2023, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.23011662 - Selbrekka 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2023 þar sem umsókn KRark arkitekta f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að byggt verði við efri hæð hússins, svefnherbergi stækkað um 15,8 m². Byggingarmagn eykst úr 233,1 m² í 248,9 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,27 í 0,29. Skýringaruppdættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 30. nóvember 2015. Á fundi skipulagsráðs 6. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 13. mars 2023, engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.23031532 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna stígakerfis í upplandi Garðabæjar

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 14. mars 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna stígakerfis í upplandi Garðabæjar. Í breytingunni felst endurskoðun á reiðleiðum og stígum til samræmis við deiliskipulagstillögur og friðlýsingartillögu sem kynntar eru samhliða.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Arinbjörn Vilhjálmsson - mæting: 16:15

Almenn erindi

16.23031534 - Tillaga að deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 14. mars 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum (Golfvöllur og fólkvangur). Tillagan gerir ráð fyrir kerfi útivistarstíga og reiðstíga innan fólkvangs í Urriðakotshrauni og á golfvallarsvæði í Urriðavatnsdölum.

Gert er ráð fyrir stækkun golfvallarins Urriðavallar og nýjum útivistarstíg. Hluti golfvallar verður innan fyrirhugaðs fólkvangs í Urriðakotshrauni.

Markmið deiliskipulagsins er að í Urriðavatnsdölum og í Urriðakotshrauni verði aðlaðandi útivistarsvæði og að á Urriðavelli verði aðstaða til golfiðkunar í hæsta gæðaflokki.

Samhliða auglýsir Umhverfisstofnun tillögu að friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvangur og hefur leiðarljós í deiliskipulagsvinnunni verið að stuðla að vernd hraunsins og náttúrlegs gróðurfars á svæðinu og skapa góðar aðstæður til útivistar gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda með vönduðum stígum í góðum tengslum við stígakerfi í upplandi Garðabæjar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Almenn erindi

17.23031535 - Tillaga að deiliskipulagi fólkvangs í Vífilsstaðahrauni.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 14. mars 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að deiliskipulagi fólkvangs í Vífilsstaðahrauni. Tillagan gerir ráð fyrir stíga-og umferðarkerfi fyrir innan fólkvangsins í Vífilsstaðahrauni og Maríuhellum.

Markmið deiliskipulagsins er að skipuleggja svæði til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu samhliða því að vernda jarðmyndanir, gróðurfar, fuglalíf og menningarminjar. Skilgreint er fyrirkomulag göngu- og hjólastíga, fræðslu- og áningarstaða.

Veglína Flóttamannavegar, sem liggur milli fólkvanganna í Vífilsstaðahrauni og Maríuhellum er endurskoðuð til að bæta öryggi á veginum og til samræmis við breytta skilgreiningu hans í aðalskipulagi sem auglýst er samhliða. Stígur milli Urriðaholts og Vífilsstaða meðfram Reykjanesbraut er skilgreindur sem stofnstígur ætlaður umferð gangandi og hjólandi vegfarenda.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Almenn erindi

18.23031538 - Tillaga að breytingu deiliskipulags Heiðmerkur og Sandahlíðar

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 14. mars 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Heiðmerkur og Sandahlíðar.

Tillagan gerir ráð fyrir nýjum reiðstíg frá Grunnavatnsskarði um Ljóskollulág og niður Vífilsstaðahlíð að reiðstíg í Urriðakotshrauni. Mörk deiliskipulagsins að vestanverðu breytast og eru samræmd mörkum að tillögu deiliskipulags útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum og tillögu að mörkum friðlýsingar sem er auglýst samhliða. Mörk deiliskipulagsins eru einnig samræmd mörkum að friðlandi Búrfells og Búrfellsgjár.

Gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir Skógræktarfélag Garðabæjar við Sandahlíð m.a. með byggingarreit fyrir skála, bílastæðum og aðstöðu fyrir aðra starfsemi félagsins.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Almenn erindi

19.23031539 - Tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 14. mars 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts austurhluta. Tillagan gerir ráð fyrir því að reiðstígur meðfram Flóttamannavegi leggist af.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu.

Almenn erindi

20.23031540 - Tillaga að breytingu deiliskipulags 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 14. mars 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts. Tillagan gerir ráð fyrir að reiðleið meðfram Flóttamanavegi verði felld niður og undirgöngum komið fyrir undir Flóttamannaveg sem tengja norðurhluta 4. áfanga við útivistarsvæði austan Flóttamannavegs.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu.

Fundi slitið - kl. 18:23.