Lögð fram á vinnslustigi tillaga umhverfissviðs dags. 9. apríl 2024 að breytingu á deiliskipulagi Kópavogshafnar fyrir Bakkabraut norðan Vesturvarar. Tillagan nær aðeins til skipulagsmarka, lóðarmarka og umferðarmannvirkja. Engar byggingar eru innan þess svæðis sem breytt er. Skipulagsbreytingin myndi ná eingöngu til þess gatnarýmis sem tengist fyrirhugaðri brú yfir Fossvog og þeim samgöngumannvirkjum sem henni fylgja. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir breyttum lóðarmörkum Vesturvarar 30, 34 og Hafnarbrautar 27.
Orri Gunnarsson skipulagsfræðingur gerir grein fyrir erindinu.
Gestir
- Orri Gunnarsson - mæting: 17:15