Skólanefnd

5. fundur 01. mars 2010 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson kennslufulltrúi
Dagskrá

1.1002321 - Skipulag skólahverfa

Formaður skólanefndar og Anna Birna gerðu grein fyrir undirbúningsvinnu varðandi hugsanlega sameiningu Digranes- og Hjallaskóla.

 

Málið rætt.

 

Ákveðið að ræða málið frekar á næsta fundi nefndarinnar.

2.1001190 - Vetrarfrí grunnskólanna - foreldra- og starfsmannakönnun

Lagt fram erindi frá skólastjórum, dags. 1. mars, með tillögu þeirra að dagsetningum vetrarfría.

 

Skólanefnd samþykkir tillögu skólastjóra um vetrarfrí 25. og 26. október 2010 og 24. og 25. febrúar 2011. Sameinaður skipulagsdagur verður 1. október 2010.

3.1002324 - Fjármál grunnskólanna

Sindri Sveinsson gerði grein fyrir hugmyndum fræðsluskrifstofu að breytingum á reglum um úthlutun kennslutímamagns til grunnskólanna.

 

Málið rætt.

4.902060 - Önnur mál

a)Lagt fram bréf, dags. 24. feb. 2010, frá skólaráði Snælandsskóla varðandi fyrikomulag vetrarfría.

 

Skólanefnd vísar til niðurstöðu foreldra- og starfsmannakönnunar um fyrirkomulag vetrarfría í grunnskólum.

 

b)Lagt fram til kynningar bréf skólastjóra Hörðuvallaskóla dags. 12. feb. 2010 og úrbótaáætlun vegna sjálfsmats skólans.

Fundi slitið - kl. 19:15.