Skólanefnd

69. fundur 03. mars 2014 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Bragi Þór Thoroddsen aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Gísladóttir aðalfulltrúi
  • Marta Kristín Sigurjónsdóttir foreldrafulltrúi
  • Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi skólastjóra
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jens Sigurðsson varafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1301134 - Samskiptareglur leik- og grunnskóla Kópavogs við aðila utan skólanna

Leik- og grunnskóladeild vann samskiptareglurnar að beiðni jafnréttis- og mannréttindaráðs og voru þær samþykktar í nefndum á vormisseri 2013. Bæjarstjórn óskaði eftir því á fundi sínum 14. maí 2013 að þær færu í ýtarlegra umsagnarferli eða til allra foreldra í Kópavogi. Nokkrar athugasemdir komu fram og hafa reglurnar verið endurskoðaðar í ljósi þeirra.

Skólanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til jafnréttis- og mannréttindaráðs.

2.14021020 - Innritun nemenda á starfsbrautir framhaldskólanna

Bréf frá Snælandsskóla lagt fram.

Vísað til grunnskóladeildar sem vinnur að málinu.

3.14021021 - Rannsókn til að kanna réttmæti og áreiðanleika spurningalista um traust í skólastarfi.

Ósk um leyfi til að framkvæma rannsókn í grunnskólum Kópavogs.

Skólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti að fengnu leyfi skólastjóra.

4.14021112 - Rannsókn á hugmyndum og viðhorfum íslenskukennara á unglingastigi

Ósk um leyfi til að framkvæma rannsókn í grunnskólum Kópavogs.

Skólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti að fengnu leyfi skólastjóra og óskar eftir upplýsingum um niðurstöður verkefnisins.

5.1311516 - Umsókn um styrk til endurnýjunar á hluta af búningum Skólahljómsveitar Kópavogs

Lista- og menningarráð vísar erindu til skólanefndar Kópvogsbæjar.

Skólanefnd getur því miður ekki orðið við erindinu og vísar því aftur til Lista- og menningarráðs.

6.14021114 - Kópurinn 2014 - viðurkenningar skólanefndar

Viðurkenninga skólnefndar hafa þegar verið auglýstar fyrir árið 2014.

Skólanefnd tilnefnir eftirtalda fulltrúa í vinnuhóp sem velur úr tilnefningum: Bragi Þór Thoroddsen og Gísli Baldvinsson.

 

7.1107041 - Skóladagatal - Samræming skipulagsdaga leik- og grunnskóla

Bréf frá félagi skólastjórnenda í Kópavogi lagt fram.

Skólanefnd vekur athygli bæjarráðs á erindi félags skólastjórnenda í grunnskólum Kópavogs.

8.1111518 - Aðalnámskrá grunnskóla - innleiðing í Kópavogi 2012 -2014

Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti varðandi framkvæmd námsmats í grunnskólum samkvæmt nýrri aðalnámskrá.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:15.