Eftirfarandi var bókað í bæjarráði 22/7:
""Bæjarráð samþykkir að nú þegar gönguleiðir að Vatnsendaskóla hafa verið bættar og lýsing aukin verði skólaakstur lagður af.
Fræðslusviði verði falið að kynna gönguleiðir fyrir foreldrum.""
Erindi frá foreldrum í Þingahverfi þar sem þeir mótmæla að skólaakstur sé lagður niður, vísar bæjarráð til skólanefndar til afgreiðslu 6/9 2010. Eftirfarandi var bókað á fundinum:
""Skólanefnd felur grunnskóladeild að vinna áfram að málinu.""
Eftirfarandi var bókað í skólanefnd 20/9 eftir að formaður skólanefndar hafði farið yfir stöðu málsins:
""Skólanefnd vísar málinu aftur til bæjarráðs.""
Lagt verður fram bréf til skólanefndar dagsett 24/8 2010 frá foreldrum í Þingahverfi þar sem þau mótmæla að skólaakstur hafi verið lagður niður í Þingahverfi.
Bréf frá foreldrum lagt fram og rætt.